Innlent

Boðar ítarlega úttekt á lögum um ættleiðingar

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir. Mynd/Anton Brink
Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, boðar að gerð verði ítarleg úttekt á lögum um ættleiðingar. Hún segir að mikill þrýstingur sé á stjórnvöld og ráðuneyti dómsmála- og mannréttindaráðuneytið að rýmka reglur um ættleiðingar.

Þetta kom fram í máli Rögnu á Alþingi í dag þegar hún svaraði fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður vildi vita hvort að Ragna hefði hug á að beita sér fyrir því fólk geti ættleitt á eigin vegum en undir eftirliti stjórnvalda börn frá útlöndum. Ragnheiður benti á að slíkt væri heimilt í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu og að það væri í samræmi við Haag-samninginn svokallaða.

Ragna sagði að ákvæði Haag-samningsins eigi við þegar barn er ættleitt frá upprunalandi sínu til annars lands. Samningnum er ætlað að tryggja að ættleiðing milli landa fari fram með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Þá sagðist Ragna hafa ákveðið að fara þess á leit við við rannsóknarstofnun Ármanns Snævars um fjölskyldumálefni að gerð verði úttekt á löggjöfinni um ættleiðingar og framkvæmd ættleiðingarmála hér á landi. Fram kom í máli Rögnu að sérstaklega verður fjallað um íslenskar reglur með hliðsjón af Haag-samningunum og framkvæmd ættleiðinga í hinum Norðurlandanna. Í úttektinni verður meðal annars fjallað um ættleiðngar á eigin vegum og kosti þess og galla taka það kerfi upp hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×