Áhrifarík meðferð við ristilkrabba í augsýn 14. júní 2010 02:30 Tryggvi Björn Stefánsson „Niðurstöður úr nýrri rannsókn í Bretlandi benda til þess að mögulegt sé að lækka nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi um helming. Það er ótrúlegt en satt," segir Tryggvi Björn Stefánsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein hér á landi. „Á Landspítalanum gerum við um og yfir 100 aðgerðir á ári. Ef við lækkum nýgengið um helming yrði um hreina byltingu að ræða, því helmingur þeirra sem greinist á hverju ári er með ólæknanlegan sjúkdóm í dag og deyr innan fimm ára." Árið 2005 var stofnaður fjölþjóðlegur félagsskapur sem kallar sig NordICC um að rannsaka gildi ristilspeglunarskimunar til þess að finna krabbamein í ristli og endaþarmi. Takmarkið er að lækka nýgengi og dánartíðni vegna þessa sjúkdóms. Rannsóknin er hafin í Póllandi og Hollandi. Henni verður hleypt af stokkunum í Noregi á næstunni. Niðurstöður frá fyrrnefndu löndunum lofa afar góðu. Af þeim tvö þúsund sem rannsakaðir hafa verið hefðu hundrað fengið krabbamein án skimunar, ef miðað er við þekktar tölulegar staðreyndir um sjúkdóminn. Tryggvi Björn hvetur til þess að Íslendingar taki þátt í rannsókn NordICC. „Mikilvægið við þessa rannsókn er að sýna fram á að það sé raunverulega hægt að lækka tíðni þessa illvíga krabbameins, eins og margt bendir til. Það er nauðsynlegt að sýnt verði fram á hvort skimunin sé nægilega örugg til að ráðleggja hana sem aðferð til lækninga." Vitnar Tryggvi Björn þar til annarra rannsókna sem nýttar eru í forvarnaskyni, eins og leit að brjóstakrabbameini hjá konum, þar sem stór hluti mannfjöldans fer til læknis til staðbundinnar krabbameinsleitar. Gert er ráð fyrir að eitt til tvö þúsund Íslendingar taki þátt í rannsókninni en NordICC stefnir að því að um 20 þúsund manns verði rannsakaðir í allt. Framlag Íslands myndi kosta um 60 milljónir króna. Tryggvi Björn hefur sjálfur safnað tíu milljónum í gegnum ýmsa sjúkra- og lífeyrissjóði. Árlegur kostnaður heilbrigðiskerfisins af meðferð vegna ristilkrabbameins er yfir milljarður króna. - shá Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
„Niðurstöður úr nýrri rannsókn í Bretlandi benda til þess að mögulegt sé að lækka nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi um helming. Það er ótrúlegt en satt," segir Tryggvi Björn Stefánsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein hér á landi. „Á Landspítalanum gerum við um og yfir 100 aðgerðir á ári. Ef við lækkum nýgengið um helming yrði um hreina byltingu að ræða, því helmingur þeirra sem greinist á hverju ári er með ólæknanlegan sjúkdóm í dag og deyr innan fimm ára." Árið 2005 var stofnaður fjölþjóðlegur félagsskapur sem kallar sig NordICC um að rannsaka gildi ristilspeglunarskimunar til þess að finna krabbamein í ristli og endaþarmi. Takmarkið er að lækka nýgengi og dánartíðni vegna þessa sjúkdóms. Rannsóknin er hafin í Póllandi og Hollandi. Henni verður hleypt af stokkunum í Noregi á næstunni. Niðurstöður frá fyrrnefndu löndunum lofa afar góðu. Af þeim tvö þúsund sem rannsakaðir hafa verið hefðu hundrað fengið krabbamein án skimunar, ef miðað er við þekktar tölulegar staðreyndir um sjúkdóminn. Tryggvi Björn hvetur til þess að Íslendingar taki þátt í rannsókn NordICC. „Mikilvægið við þessa rannsókn er að sýna fram á að það sé raunverulega hægt að lækka tíðni þessa illvíga krabbameins, eins og margt bendir til. Það er nauðsynlegt að sýnt verði fram á hvort skimunin sé nægilega örugg til að ráðleggja hana sem aðferð til lækninga." Vitnar Tryggvi Björn þar til annarra rannsókna sem nýttar eru í forvarnaskyni, eins og leit að brjóstakrabbameini hjá konum, þar sem stór hluti mannfjöldans fer til læknis til staðbundinnar krabbameinsleitar. Gert er ráð fyrir að eitt til tvö þúsund Íslendingar taki þátt í rannsókninni en NordICC stefnir að því að um 20 þúsund manns verði rannsakaðir í allt. Framlag Íslands myndi kosta um 60 milljónir króna. Tryggvi Björn hefur sjálfur safnað tíu milljónum í gegnum ýmsa sjúkra- og lífeyrissjóði. Árlegur kostnaður heilbrigðiskerfisins af meðferð vegna ristilkrabbameins er yfir milljarður króna. - shá
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira