Syngur um þrá og einlægni 10. júlí 2010 06:00 Sólstrandagæinn fyrrverandi sendir frá sér sína aðra sólóplötu í byrjun október. Jónas Sigurðsson, fyrrverandi Sólstrandagæi, sendir frá sér sína aðra plötu í byrjun október og kemur hún út á vegum Cod Music. „Ég er búinn að vinna í henni lengi, eða síðan ég kláraði þá síðustu,“ segir Jónas um nýju plötuna sem nefnist Allt er eitthvað. „Hún skiptist í hlið 0 og hlið 1 eins og gömlu plöturnar. Ég skipti henni í tvennt og þarna eru tvö þema sem eru að kallast á. Annars vegar þrá og hins vegar einlægni,“ segir hann og bætir við að mikill kraftur sé í fyrri hlutanum á meðan hinn sé öllu mýkri. „Ég er að reyna að búa til andstæður, sem er svolítið vandmeðfarið á plötu. Hún þarf að standast sem ein heild og þess vegna er gaman að búa til mótsögn á plötu. Ég ætla að sjá hvort það virkar en maður veit það ekki fyrr en þetta er komið út.“ Síðasta plata Jónasar, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, kom út fyrir jólin 2006 og hlaut mjög góðar viðtökur. Titillag plötunnar og lögin Ofskynjunarkonan og Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurum fengu mikla útvarpsspilun. Þar söng hann um að bylting væri í vændum og gagnrýndi græðgisvæðinguna og kom það á daginn að hann hafði sitthvað til síns máls. Síðastnefnda lagið hefur til að mynda verið mikið spilað í tengslum við mótmælin hér á landi undanfarin misseri. Spurður hvort einhvern „spádóm“ um framtíð Íslands megi finna á nýju plötunni eins og á þeirri fyrri segir hann svo ekki vera. „Ég er ekkert voða mikið fyrir predikunarmúsík. Mér finnst bara gaman að nota músíkina sem form til að koma á framfæri hugmyndum og pælingum.“ Á síðustu plötu vann Jónas með dönskum tónlistarmönnum, enda bjó hann þar í landi í fimm ár. Núna vann hann með íslenskum tónlistarmönnum og hefur sett saman hljómsveitina Ritvélar framtíðarinnar sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Bræðslunni seinna í mánuðinum. Fyrsta lagið af plötunni, Hamingjan er hér, er komið út og er það fáanlegt ókeypis á síðunni Tónlist.is næstu vikuna. Einnig má hlusta á lagið á síðunni Jonassigurdsson.com. freyr@frettabladid.is Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Jónas Sigurðsson, fyrrverandi Sólstrandagæi, sendir frá sér sína aðra plötu í byrjun október og kemur hún út á vegum Cod Music. „Ég er búinn að vinna í henni lengi, eða síðan ég kláraði þá síðustu,“ segir Jónas um nýju plötuna sem nefnist Allt er eitthvað. „Hún skiptist í hlið 0 og hlið 1 eins og gömlu plöturnar. Ég skipti henni í tvennt og þarna eru tvö þema sem eru að kallast á. Annars vegar þrá og hins vegar einlægni,“ segir hann og bætir við að mikill kraftur sé í fyrri hlutanum á meðan hinn sé öllu mýkri. „Ég er að reyna að búa til andstæður, sem er svolítið vandmeðfarið á plötu. Hún þarf að standast sem ein heild og þess vegna er gaman að búa til mótsögn á plötu. Ég ætla að sjá hvort það virkar en maður veit það ekki fyrr en þetta er komið út.“ Síðasta plata Jónasar, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, kom út fyrir jólin 2006 og hlaut mjög góðar viðtökur. Titillag plötunnar og lögin Ofskynjunarkonan og Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurum fengu mikla útvarpsspilun. Þar söng hann um að bylting væri í vændum og gagnrýndi græðgisvæðinguna og kom það á daginn að hann hafði sitthvað til síns máls. Síðastnefnda lagið hefur til að mynda verið mikið spilað í tengslum við mótmælin hér á landi undanfarin misseri. Spurður hvort einhvern „spádóm“ um framtíð Íslands megi finna á nýju plötunni eins og á þeirri fyrri segir hann svo ekki vera. „Ég er ekkert voða mikið fyrir predikunarmúsík. Mér finnst bara gaman að nota músíkina sem form til að koma á framfæri hugmyndum og pælingum.“ Á síðustu plötu vann Jónas með dönskum tónlistarmönnum, enda bjó hann þar í landi í fimm ár. Núna vann hann með íslenskum tónlistarmönnum og hefur sett saman hljómsveitina Ritvélar framtíðarinnar sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Bræðslunni seinna í mánuðinum. Fyrsta lagið af plötunni, Hamingjan er hér, er komið út og er það fáanlegt ókeypis á síðunni Tónlist.is næstu vikuna. Einnig má hlusta á lagið á síðunni Jonassigurdsson.com. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“