Erlent

Aftökur á Gaza ströndinni

Óli Tynes skrifar
Grímuklæddir Hamas liðar.
Grímuklæddir Hamas liðar.

Aftökusveit Hamas samtakanna á Gaza ströndinni skaut í gær til bana tvo Palestínumenn sem höfðu verið sakaðir um samvinnu við Ísraela.

Samtökin tilkynntu fyrir skömmu að þau hyggðust hefja aftökur á nýjan leik. Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna fordæmdi aftökurnar og sagði þær ólöglegar.

Dauðadómar eru leyfðir samkvæmt lögum Palestínumanna en til þess að þeim sé framfylgt þarf undirskrift forsetans. Abbas hefur engan dauðadóm undirritað síðan hann tók við embætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×