Erlent

Bílaleigubílar margfaldast í verði vegna gossins

Óli Tynes skrifar
Monní monní monní....
Monní monní monní....

Þótt flugfélög séu full angistar vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli brosir bílaleigufólk út að eyrum.

Strandaglópar sérstaklega í Skandinavíu sem ætla að ferðast innan svæðisins streyma á bílaleigur til þess að komast þá leiðina heim til sín.

Danska blaðið BT segir að þetta hafi orðið til þess að verð á bílaleigubílum hafi margfaldast. Í dag er reyndar engan bílaleigubíl að hafa í landinu. Þeir eru allir í útleigu.

BT nefnir sem dæmi bílaleiguna Sixt. Fyrir gos var hægt að fá þar Ford Fiesta fyrir undir 500 danskar krónur á sólarhring.

Það verð er í dag komið upp í 1.356 krónur. Aðrir fara enn hærra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×