Guðmundur: Erum að mæta einu besta liði sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2010 08:00 Mynd/DIENER Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn hefst 20.15. Þetta er fyrri vináttuleikur þjóðanna því þau mætast aftur á morgun á sama stað klukkan 16.00. Þetta franska lið er ógnarsterkt og klárlega eitt besta lið allra tíma, ef ekki það besta. Frakkar eru ríkjandi heims-, Evrópu-, og Ólympíumeistarar en ekkert annað landslið hefur nað slíkum árangri í sögunni. Frakkar hafa þess utan staðið í vegi fyrir því að Ísland hafi farið alla leið á stórmótum. Strákarnir okkar töpuðu fyrir þessu franska liði í úrslitum ÓL í Peking 2008 og svo aftur í undanúrslitum EM í Austurríki í janúar síðastliðnum. „Ég er búinn að liggja yfir þessu í fleiri vikur. Bæði að skoða okkar leik á EM og svo auðvitað leik franska liðsins. Við þurfum að gera betur en við höfum gert í síðustu stórleikjum. Við verðum að nálgast þá meira og mér finnst við hafa tapað of stórt á móti þeim og leikirnir hafa farið frá okkur á mjög stuttum köflum. Á EM töpum við leiknum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks eftir að allt var í járnum í fyrri hálfleik. Það er ég óhress með og við þurfum að læra af,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en hvað þarf liðið helst að bæta? „Við megum ekki taka of mikla óþarfa áhættu eins og vafasamar línusendingar til að mynda. Þeir hirða slíkt upp og það þýðir mark í kjölfarið. Síðan þurfum við að skila okkur hraðar til baka því þeir skora mikið í fyrstu, annarri og þriðju bylgju hraðaupphlaupa. Við verðum að vera mjög vakandi er við komum til baka að mæta þeim,“ segir Guðmundur en hann leggur einnig mikla áherslu á að stöðva Nikola Karabatic sem er líklega besti handboltamaður heims. „Við þurfum að taka betur á honum og stöðva hann. Hann fékk að skora allt of auðveld mörk gegn okkur síðast og var með níu mörk í níu tilraunum minnir mig. Það var of auðvelt fyrir hann og mér fannst við líka gefa eftir of snemma í leiknum. Við verðum að hafa meiri trú og fylgja því til baka.“ Guðmundur mun einnig breyta sóknarleiknum aðeins fyrir leikina tvo og ætlar að prófa í það minnsta þrjú ný leikkerfi gegn Frökkunum. Guðmundur mun einnig spila 5/1 vörn með Ásgeir Örn fremstan þar sem Guðjón Valur spilar ekki vegna meiðsla. „Við erum að nýta þessa leiki til þess að læra á þá og einnig að sjálfsögðu að þróa okkar leik svo við séum með réttu svörin á móti þeim. Það er líka mikilvægt sálfræðilega að vinna þá svo við sjáum að þeir séu ekki ósigrandi.“ Margir vilja meina að þetta franska lið sem hingað er komið sé besta handboltalandslið sögunnar. Er Guðmundur sammála því? „Þetta er eitt besta lið sögunnar og það hefur engu öðru landsliði tekist að vinna alla stóru titlana í röð. Ég myndi segja að þetta lið og lið Sovétmanna á sínum tíma séu þau tvö landslið sem skari fram úr. Sovétmenn voru frábærir, vel þjálfaðir og með góðar leikaðferðir. Þetta eru líklega álíka lið en franska liðið hefur náð lengra.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn hefst 20.15. Þetta er fyrri vináttuleikur þjóðanna því þau mætast aftur á morgun á sama stað klukkan 16.00. Þetta franska lið er ógnarsterkt og klárlega eitt besta lið allra tíma, ef ekki það besta. Frakkar eru ríkjandi heims-, Evrópu-, og Ólympíumeistarar en ekkert annað landslið hefur nað slíkum árangri í sögunni. Frakkar hafa þess utan staðið í vegi fyrir því að Ísland hafi farið alla leið á stórmótum. Strákarnir okkar töpuðu fyrir þessu franska liði í úrslitum ÓL í Peking 2008 og svo aftur í undanúrslitum EM í Austurríki í janúar síðastliðnum. „Ég er búinn að liggja yfir þessu í fleiri vikur. Bæði að skoða okkar leik á EM og svo auðvitað leik franska liðsins. Við þurfum að gera betur en við höfum gert í síðustu stórleikjum. Við verðum að nálgast þá meira og mér finnst við hafa tapað of stórt á móti þeim og leikirnir hafa farið frá okkur á mjög stuttum köflum. Á EM töpum við leiknum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks eftir að allt var í járnum í fyrri hálfleik. Það er ég óhress með og við þurfum að læra af,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en hvað þarf liðið helst að bæta? „Við megum ekki taka of mikla óþarfa áhættu eins og vafasamar línusendingar til að mynda. Þeir hirða slíkt upp og það þýðir mark í kjölfarið. Síðan þurfum við að skila okkur hraðar til baka því þeir skora mikið í fyrstu, annarri og þriðju bylgju hraðaupphlaupa. Við verðum að vera mjög vakandi er við komum til baka að mæta þeim,“ segir Guðmundur en hann leggur einnig mikla áherslu á að stöðva Nikola Karabatic sem er líklega besti handboltamaður heims. „Við þurfum að taka betur á honum og stöðva hann. Hann fékk að skora allt of auðveld mörk gegn okkur síðast og var með níu mörk í níu tilraunum minnir mig. Það var of auðvelt fyrir hann og mér fannst við líka gefa eftir of snemma í leiknum. Við verðum að hafa meiri trú og fylgja því til baka.“ Guðmundur mun einnig breyta sóknarleiknum aðeins fyrir leikina tvo og ætlar að prófa í það minnsta þrjú ný leikkerfi gegn Frökkunum. Guðmundur mun einnig spila 5/1 vörn með Ásgeir Örn fremstan þar sem Guðjón Valur spilar ekki vegna meiðsla. „Við erum að nýta þessa leiki til þess að læra á þá og einnig að sjálfsögðu að þróa okkar leik svo við séum með réttu svörin á móti þeim. Það er líka mikilvægt sálfræðilega að vinna þá svo við sjáum að þeir séu ekki ósigrandi.“ Margir vilja meina að þetta franska lið sem hingað er komið sé besta handboltalandslið sögunnar. Er Guðmundur sammála því? „Þetta er eitt besta lið sögunnar og það hefur engu öðru landsliði tekist að vinna alla stóru titlana í röð. Ég myndi segja að þetta lið og lið Sovétmanna á sínum tíma séu þau tvö landslið sem skari fram úr. Sovétmenn voru frábærir, vel þjálfaðir og með góðar leikaðferðir. Þetta eru líklega álíka lið en franska liðið hefur náð lengra.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira