Innlent

Dofri formaður Græna netsins

Dofri Hermannsson
Dofri Hermannsson
Dofri Hermannsson var kjörinn formaður Græna netsins, félags jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, á aðalfundi þess fyrr í dag. Hann tekur við af Merði Árnasyni sem hefur verið formaður félagsins frá stofnun haustið 2007.

Aðrir stjórnarmenn eru Helga Rakel Guðrúnardóttir, Katrín Theodórsdóttir, Reynir Sigurbjörnsson og Sigrún Pálsdóttir en varamenn í stjórn þau Valgerður Halldórsdóttir og Mörður Árnason, fyrrverandi formaður.

Að loknum aðalfundarstörfum á Sólon við Bankastræti sagði Vilhjálmur Þorsteinsson fréttir af störfum nefndar um orkustefnu, sem nú eru langt komin. Fjölmenni hlýddi á Vilhjálm og var gerður góður rómur að stefnudrögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×