Lífið

Bjarni töframaður og Gillz sættust í afmælinu

Auðunn Blöndal fékk Bjarna töframann til að skemmta í þrítugsafmælinu.
Auðunn Blöndal fékk Bjarna töframann til að skemmta í þrítugsafmælinu.

„Ég verð að viðurkenna að hann átti góða innkomu þarna," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson. Egill fagnaði þrítugsafmæli sínu á miðvikudagskvöld með stórri veislu á Players.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær var húsið þétt skipað vinum afmælisbarnsins og nóg var af skemmtiatriðum. Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal mætti með skemmtilegustu afmælisgjöfina þegar hann fékk Bjarna töframann til að troða upp. Þeir Egill og Bjarni hafa eldað grátt silfur saman í nokkur ár vegna skrifa Egils um töframanninn í pistlum sínum.

Bjarni töframaður lét gamlar deilur ekki á sig fá, tróð upp með söng og uppistandi og sló algerlega í gegn meðal viðstaddra. Afmælisbarninu var greinilega brugðið en reyndi að láta ekki á neinu bera.

„Hann horfði í augun á mér allan tímann meðan hann söng. Mér leið bara eins og við hefðum einhvern tímann sofið saman og hann væri að reyna að ná mér aftur," segir Egill og hlær.

„En hann var samt fyndinn. Hann tók til dæmis lag með Arnold-röddinni og var bara góður."- hdm










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.