Læknafélag atgervismanna 17. febrúar 2010 06:00 Jóhann Tómasson skrifar um tryggingamál lækna. Læknafélag Íslands er sennilega eitt sterkasta hagsmunafélag Íslands. Þegar ég var ungur gegndu formennsku í Læknafélagi Íslands menn sem nutu almennrar virðingar. Mér virtist læknar hafa takmarkaðan félagslegan áhuga og skrifaði greinar í Morgunblaðið. Árið 1995 sótti ég um aðild að hóptryggingu lækna, 45 ára gamall. Mér var synjað. Ég var of lélegur. Ég yrði fjárhagsbyrði á atgervismönnum. Fjórum árum seinna gat ég þessa máls í einni af greinum mínum gegn gagnagrunninum, mestu skömm læknastéttarinnar. Þar las aldraður tengdafaðir minn um málið. Honum þótti þetta slæm tíðindi og spurði hvort mér væri sama um þótt hann fjallaði um málið í Læknablaðinu. Hann skrifaði grein í Læknablaðið, 7/8 tbl. 1999, með fyrirspurnum til stjórnar Læknafélags Íslands. Þegar hann fékk ekkert svar frá félaginu skrifaði hann aðra grein í 11. tbl. 1999, einskonar eintal við sjálfan sig eins og hann orðaði það. Þá loks kom svar frá framkvæmdastjóra félagsins í 1. tbl. 2000. Framkvæmdastjórinn benti á, „að LÍ hafi í fjölda ára greitt félagsmönnum leið að góðum tryggingum á hagstæðari kjörum en almennt bjóðast á almennum markaði." Framkvæmdastjórinn upplýsti einnig að „samkvæmt upplýsingum tryggingafélagsins hafa mjög fáir læknar fengið neitun um aðild að hóptryggingu lækna, - þeir verða taldir á fingrum annarrar handar." Í þriðju grein sinni um málið, „Codex og tryggingarnar" í 3. tbl. 2000, skrifaði Guðmundur Helgi Þórðarson læknir: „Það gildir sem sagt ekki um alla lækna. Sumir njóta ekki þessarar umhyggju samtakanna, og á það fyrst og fremst við um þá sem þurfa mest á henni að halda, það er þeir sem eru í mestri áhættu heilsufarslega og koma að lokuðum dyrum á tryggingamarkaðnum nema þeir séu í hópi með öðrum." „Það sem skín út úr svarinu er að þeir, sem verða þarna útundan, séu svo fáir að það borgi sig ekki að æsa sig upp út af þeim. Með þessu er verið að segja, að hóptryggingin komi siðareglum lækna ekkert við, þessi mál eigi að afgreiða sem hrein og köld fjármál meirihlutans. Hér þarf að gera greinarmun á því, hvort um er að ræða heildarsamtök lækna eða hóp einstakra lækna. Ef einstakir læknar hefðu tekið sig saman og samið við tryggingafélag sem hópur, án þess að læknasamtökin hefðu komið þar við sögu, þá gegnir það öðru máli en ef samið er í nafni heildarsamtakanna. Eins og fram hefur komið er mikil þörf á að íhuga tryggingamál lækna meðal annars með hliðsjón af Codex Ethicus. Veður eru válynd um þessar mundir og engin vanþörf á að dusta rykið af sígildum siðfræðilegum verðmætum." Ég var annar tveggja sem lenti í brottkasti hóptryggingar lækna. Einhver hefði sagt sig úr Læknafélagi Íslands af minna tilefni. Þetta reyndist þó aðeins lítill forsmekkur þess sem ég fékk að reyna áður en ég gat sagt mig úr Læknafélagi Íslands í maí 2009. Frá því verður sagt í annarri grein. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Jóhann Tómasson skrifar um tryggingamál lækna. Læknafélag Íslands er sennilega eitt sterkasta hagsmunafélag Íslands. Þegar ég var ungur gegndu formennsku í Læknafélagi Íslands menn sem nutu almennrar virðingar. Mér virtist læknar hafa takmarkaðan félagslegan áhuga og skrifaði greinar í Morgunblaðið. Árið 1995 sótti ég um aðild að hóptryggingu lækna, 45 ára gamall. Mér var synjað. Ég var of lélegur. Ég yrði fjárhagsbyrði á atgervismönnum. Fjórum árum seinna gat ég þessa máls í einni af greinum mínum gegn gagnagrunninum, mestu skömm læknastéttarinnar. Þar las aldraður tengdafaðir minn um málið. Honum þótti þetta slæm tíðindi og spurði hvort mér væri sama um þótt hann fjallaði um málið í Læknablaðinu. Hann skrifaði grein í Læknablaðið, 7/8 tbl. 1999, með fyrirspurnum til stjórnar Læknafélags Íslands. Þegar hann fékk ekkert svar frá félaginu skrifaði hann aðra grein í 11. tbl. 1999, einskonar eintal við sjálfan sig eins og hann orðaði það. Þá loks kom svar frá framkvæmdastjóra félagsins í 1. tbl. 2000. Framkvæmdastjórinn benti á, „að LÍ hafi í fjölda ára greitt félagsmönnum leið að góðum tryggingum á hagstæðari kjörum en almennt bjóðast á almennum markaði." Framkvæmdastjórinn upplýsti einnig að „samkvæmt upplýsingum tryggingafélagsins hafa mjög fáir læknar fengið neitun um aðild að hóptryggingu lækna, - þeir verða taldir á fingrum annarrar handar." Í þriðju grein sinni um málið, „Codex og tryggingarnar" í 3. tbl. 2000, skrifaði Guðmundur Helgi Þórðarson læknir: „Það gildir sem sagt ekki um alla lækna. Sumir njóta ekki þessarar umhyggju samtakanna, og á það fyrst og fremst við um þá sem þurfa mest á henni að halda, það er þeir sem eru í mestri áhættu heilsufarslega og koma að lokuðum dyrum á tryggingamarkaðnum nema þeir séu í hópi með öðrum." „Það sem skín út úr svarinu er að þeir, sem verða þarna útundan, séu svo fáir að það borgi sig ekki að æsa sig upp út af þeim. Með þessu er verið að segja, að hóptryggingin komi siðareglum lækna ekkert við, þessi mál eigi að afgreiða sem hrein og köld fjármál meirihlutans. Hér þarf að gera greinarmun á því, hvort um er að ræða heildarsamtök lækna eða hóp einstakra lækna. Ef einstakir læknar hefðu tekið sig saman og samið við tryggingafélag sem hópur, án þess að læknasamtökin hefðu komið þar við sögu, þá gegnir það öðru máli en ef samið er í nafni heildarsamtakanna. Eins og fram hefur komið er mikil þörf á að íhuga tryggingamál lækna meðal annars með hliðsjón af Codex Ethicus. Veður eru válynd um þessar mundir og engin vanþörf á að dusta rykið af sígildum siðfræðilegum verðmætum." Ég var annar tveggja sem lenti í brottkasti hóptryggingar lækna. Einhver hefði sagt sig úr Læknafélagi Íslands af minna tilefni. Þetta reyndist þó aðeins lítill forsmekkur þess sem ég fékk að reyna áður en ég gat sagt mig úr Læknafélagi Íslands í maí 2009. Frá því verður sagt í annarri grein. Höfundur er læknir.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun