Hvernig þarf þjóðaratkvæðagreiðslan að vera? Þingmenn Hreyfingarinnar skrifar 8. janúar 2010 17:00 Nú þegar forseti Íslands hefur synjað seinni lögum Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave og sent þau til þjóðarinnar svo hún fái að kjósa um þau er ekki seinna vænna að huga að framkvæmd þjóðaratkvæðgreiðslna. Því ber að fagna að íslensku þjóðinni sé loksins treyst til að taka afstöðu og greiða atkvæði um mál sem skiptir okkur öll máli. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að bæði framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og upplýsingagjöf til almennings verði eins og best verður á kosið. Víða þar sem hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum starfa óháðar stofnanir sem hafa það hlutverk að meta kosti og galla og afleiðingar laga á hlutlausan hátt og matreiða upplýsingarnar með þeim hætti að þorri almennings geti auðveldlega sett sig inn í málin og tekið upplýsta afstöðu. Fyrir þinginu hafa legið um skeið tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, annað frá forsætisráðherra, hitt þingmannafrumvarp, meðal annars frá þingmönnum Hreyfingarinnar. Búið er að mæla fyrir þeim, leita umsagna og eru þau í vinnslu í allsherjarnefnd þingsins. Því kemur það á óvart að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja fram glænýtt, einnota frumvarp um þessa tilteknu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp sem stendur til að keyra í gegnum þingið á einum degi, ekki leita umsagna sérfræðinga um málið og ekki á að gefa þing og þjóð ráðrúm til að huga að því hvernig best er að ráðast í þessa mikilvægu aðgerð. Í frumvarpi Hreyfingarinnar er gert ráð fyrir að svokölluð Lýðræðisstofa hafi það hlutverk að taka saman þær upplýsingar sem máli skipta, greina kosti og galla og fræði almenningi um báða kostina. Í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á er ekki gert ráð fyrir hlutlausri, opinberri kynningu til almennings. Icesave-málið hefur dvalið of lengi í skotgröfunum. Það er vissulega flókið en þó ekki flóknara en svo að þorri almennings geti skilið það til hlýtar, fengi hann vandaða samantekt á báðum kostum. Hluti þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um málið er í svokallaðri leynimöppu í þinginu og verða varla gerðar opinberar úr þessu. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að hin "upplýsta umræða" um málið fari fram í fjölmiðlum og frá stjórnmálamönnum. Á því er sá stóri galli að íslenskir fjölmiðlar geta vart talist hlutlausir og hafa margir hverjir meira að segja mjög ákveðnar skoðanir á einmitt því máli sem greiða á atkvæði um. Þær upplýsingar sem koma frá stjórnmálamönnum eru einnig afskaplega litaðar eftir því hvort þær koma frá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum. Hræðsluáróður af versta tagi hefur því miður verið afskaplega áberandi á kostnað staðreynda og yfirvegaðra samræðna. Það er í meira lagi bagalegt fyrir hinn almenna kjósanda að geta ekki stólað á að fá hlutlausar og traustar upplýsingar um málið og vita ekki hverjum skal treysta. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er framundan og nú þurfum við að vanda okkur svo hún geti sameinað þjóðina í réttri ákvörðun frekar en að sundar henni. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Höfundar eru þingmenn Hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar forseti Íslands hefur synjað seinni lögum Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave og sent þau til þjóðarinnar svo hún fái að kjósa um þau er ekki seinna vænna að huga að framkvæmd þjóðaratkvæðgreiðslna. Því ber að fagna að íslensku þjóðinni sé loksins treyst til að taka afstöðu og greiða atkvæði um mál sem skiptir okkur öll máli. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að bæði framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og upplýsingagjöf til almennings verði eins og best verður á kosið. Víða þar sem hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum starfa óháðar stofnanir sem hafa það hlutverk að meta kosti og galla og afleiðingar laga á hlutlausan hátt og matreiða upplýsingarnar með þeim hætti að þorri almennings geti auðveldlega sett sig inn í málin og tekið upplýsta afstöðu. Fyrir þinginu hafa legið um skeið tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, annað frá forsætisráðherra, hitt þingmannafrumvarp, meðal annars frá þingmönnum Hreyfingarinnar. Búið er að mæla fyrir þeim, leita umsagna og eru þau í vinnslu í allsherjarnefnd þingsins. Því kemur það á óvart að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja fram glænýtt, einnota frumvarp um þessa tilteknu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp sem stendur til að keyra í gegnum þingið á einum degi, ekki leita umsagna sérfræðinga um málið og ekki á að gefa þing og þjóð ráðrúm til að huga að því hvernig best er að ráðast í þessa mikilvægu aðgerð. Í frumvarpi Hreyfingarinnar er gert ráð fyrir að svokölluð Lýðræðisstofa hafi það hlutverk að taka saman þær upplýsingar sem máli skipta, greina kosti og galla og fræði almenningi um báða kostina. Í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á er ekki gert ráð fyrir hlutlausri, opinberri kynningu til almennings. Icesave-málið hefur dvalið of lengi í skotgröfunum. Það er vissulega flókið en þó ekki flóknara en svo að þorri almennings geti skilið það til hlýtar, fengi hann vandaða samantekt á báðum kostum. Hluti þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um málið er í svokallaðri leynimöppu í þinginu og verða varla gerðar opinberar úr þessu. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að hin "upplýsta umræða" um málið fari fram í fjölmiðlum og frá stjórnmálamönnum. Á því er sá stóri galli að íslenskir fjölmiðlar geta vart talist hlutlausir og hafa margir hverjir meira að segja mjög ákveðnar skoðanir á einmitt því máli sem greiða á atkvæði um. Þær upplýsingar sem koma frá stjórnmálamönnum eru einnig afskaplega litaðar eftir því hvort þær koma frá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum. Hræðsluáróður af versta tagi hefur því miður verið afskaplega áberandi á kostnað staðreynda og yfirvegaðra samræðna. Það er í meira lagi bagalegt fyrir hinn almenna kjósanda að geta ekki stólað á að fá hlutlausar og traustar upplýsingar um málið og vita ekki hverjum skal treysta. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er framundan og nú þurfum við að vanda okkur svo hún geti sameinað þjóðina í réttri ákvörðun frekar en að sundar henni. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Höfundar eru þingmenn Hreyfingarinnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar