Handbolti

Logi: Bara helmingslíkur á að ég verði með á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirsson lætur ég vaða að marki á Ólympíuleikunum 2008.
Logi Geirsson lætur ég vaða að marki á Ólympíuleikunum 2008. Mynd/GettyImages
Landsliðsmennirnir Logi Geirsson og Þórir Ólafsson eru í kapphlaupi við tímann til þess að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í handbolta í Austurríki sem hefst 19. janúar. Þeir Logi og Þórir fara ekki með liðinu til Þýskalands þar sem Ísland og Þýskaland mætast í tveimur æfingaleikjum um helgina. Guðjón Guðmundsson talaði við þá Loga og Þóri í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Logi Geirsson er ekki eins bjartsýnn og Þórir en hann hefur glímt við axlarmeiðsl síðustu mánuði.

„Maður þarf að gera það upp við sig hvort maður sér heiðarlegur gagnvart bæði sjálfum sér og liðinu að fara á þetta mót. Maður er kannski að taka sæti frá manni sem er hundrað prósent á sama tíma og maður er bara 90 prósent," sagði Logi og bætir við:

„Ég er kannski ekki að gera sjálfum greiða eða liðinu með því að reyna að ná þessu móti. Í augnablikinu eru bara helmingslíkur á því ég geti verið með á EM," sagði Logi í viðtali við Guðjón Guðmundsson.

Þórir er í betri málum en hann segist vera klár í slaginn í næstu viku. „Ég er búinn að vera hjá sjúkraþjálfaranum alla þessa viku og tek eitt skref í einu. Þetta virðist vera á réttri leið," sagði Þórir.

Þórir segist ekki vera hræddur um að kálfinn rifni aftur. „Ég má ekki hugsa þannig. Ég verða bara að gera þetta öruggt og fara varlega af stað. Ég ætla að láta reyna á þetta að fullu á þriðjudaginn," sagði Þórir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×