Sameining háskóla Vífill Karlsson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Borgfirðingar vöknuðu upp við vondan draum í síðastliðinni viku þegar tilkynning kom í fjölmiðlum um að það merka skólastarf sem haldið hefur verið uppi á Bifröst síðan 1955 yrði skorið niður við trog. Að vísu voru framtíðaráform Bifrastar áframhaldandi starfræksla frumgreinadeildar og námskeiðahalds en allt háskólanám yrði flutt til Reykjavíkur. Fyrir rúmum 15 árum tók Kennaraháskólinn við merkri arfleifð húsmæðraskólans að Varmalandi með sams konar áform í huga. Sú starfsemi komst varla af stað að heitið gæti og fjaraði fljótt út. Þá gefur saga sameininga hérlendis ekki tilefni til bjartsýni fyrir hönd Bifrastar ef sameining af þessu tagi yrði ofan á. Bent skal á að Borgfirðingar hafa mikla reynslu af því að horfa á eftir fyrirtækjum sínum fluttum á brott undanfarið í nafni hagræðingar, án þess að sýnt hafi verið fram á að hún hafi náðst í öllum tilfellum. Þar má nefna nokkra framhaldsskóla, stórt mjólkursamlag, sláturhús, kjötvinnslu og fjölda opinberra starfa svo eitthvað sé nefnt. Á dögunum kom forsætisráðherra í fjölmiðla og boðaði aðgerðir til nýsköpunar um land allt. Viku seinna tók menntamálaráðherra vel í ofangreindar sameiningarhugmyndir Bifrastar og HR. Stofnun háskóla í Bifröst er sennilega eitt merkilegasta framtak í nýsköpun á landsbyggðinni síðastliðin ár. Ef háskólar eru vel tengdir atvinnulífinu hafa þeir tilhneigingu til að ýta undir nýsköpun. Almennt er talið heillavænlegast að efla nýsköpun og samþættingu atvinnulífs og skóla í gegnum þróunarsetur sem eru aðallega studd af raungreinum, eðlisfræði, verkfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði og listgreinum. Á þessu líkani byggja alkunn þróunarsetur eins og í Silicon Valley í Bandaríkjunum og í Finnlandi. Að vísu hefði mátt gera miklu betur í þessum efnum varðandi Bifröst en ef háskólanámið fer er þessi möguleiki algerlega úr sögunni. Ekki yrði hægt að hrinda í framkvæmd einni af þremur atkvæðamestu tillögum sóknaráætlunar 20/20 sem stjórnvöld hafa fyrir landshlutann og gekk út á að stórefla samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum þróunarsetur og iðngarða. Nú er vinsælt að leita fyrirmynda á Norðurlöndunum. Háskólum er dreift þar, gagngert til að efla grunngerð alls landsins. Finnar náðu að spyrna sér með nýsköpun út úr sinni kreppu í gegnum menntakerfið. Danir sameinuðu sex háskóla árið 2007 í Syd-Dansk Universitet og einn þeirra var staðsettur í Kaupmannahöfn. Það var gert án þess hrófla við starfstöðvunum í Esbjerg, Óðinsvéum, Sönderborg, Slagelse og Kolding. Það er greinilegt að háskólanum er ætlað að standa vörð um háskólastarf utan höfuðborgarsvæðis þeirra Dana. Hvers vegna stuðla stjórnvöld ekki að því að sameina háskóla á landsbyggðinni hérlendis í þeim tilgangi að hagræða, og jafnframt efla hverja starfstöð, í stað þess að leggja þær niður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Borgfirðingar vöknuðu upp við vondan draum í síðastliðinni viku þegar tilkynning kom í fjölmiðlum um að það merka skólastarf sem haldið hefur verið uppi á Bifröst síðan 1955 yrði skorið niður við trog. Að vísu voru framtíðaráform Bifrastar áframhaldandi starfræksla frumgreinadeildar og námskeiðahalds en allt háskólanám yrði flutt til Reykjavíkur. Fyrir rúmum 15 árum tók Kennaraháskólinn við merkri arfleifð húsmæðraskólans að Varmalandi með sams konar áform í huga. Sú starfsemi komst varla af stað að heitið gæti og fjaraði fljótt út. Þá gefur saga sameininga hérlendis ekki tilefni til bjartsýni fyrir hönd Bifrastar ef sameining af þessu tagi yrði ofan á. Bent skal á að Borgfirðingar hafa mikla reynslu af því að horfa á eftir fyrirtækjum sínum fluttum á brott undanfarið í nafni hagræðingar, án þess að sýnt hafi verið fram á að hún hafi náðst í öllum tilfellum. Þar má nefna nokkra framhaldsskóla, stórt mjólkursamlag, sláturhús, kjötvinnslu og fjölda opinberra starfa svo eitthvað sé nefnt. Á dögunum kom forsætisráðherra í fjölmiðla og boðaði aðgerðir til nýsköpunar um land allt. Viku seinna tók menntamálaráðherra vel í ofangreindar sameiningarhugmyndir Bifrastar og HR. Stofnun háskóla í Bifröst er sennilega eitt merkilegasta framtak í nýsköpun á landsbyggðinni síðastliðin ár. Ef háskólar eru vel tengdir atvinnulífinu hafa þeir tilhneigingu til að ýta undir nýsköpun. Almennt er talið heillavænlegast að efla nýsköpun og samþættingu atvinnulífs og skóla í gegnum þróunarsetur sem eru aðallega studd af raungreinum, eðlisfræði, verkfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði og listgreinum. Á þessu líkani byggja alkunn þróunarsetur eins og í Silicon Valley í Bandaríkjunum og í Finnlandi. Að vísu hefði mátt gera miklu betur í þessum efnum varðandi Bifröst en ef háskólanámið fer er þessi möguleiki algerlega úr sögunni. Ekki yrði hægt að hrinda í framkvæmd einni af þremur atkvæðamestu tillögum sóknaráætlunar 20/20 sem stjórnvöld hafa fyrir landshlutann og gekk út á að stórefla samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum þróunarsetur og iðngarða. Nú er vinsælt að leita fyrirmynda á Norðurlöndunum. Háskólum er dreift þar, gagngert til að efla grunngerð alls landsins. Finnar náðu að spyrna sér með nýsköpun út úr sinni kreppu í gegnum menntakerfið. Danir sameinuðu sex háskóla árið 2007 í Syd-Dansk Universitet og einn þeirra var staðsettur í Kaupmannahöfn. Það var gert án þess hrófla við starfstöðvunum í Esbjerg, Óðinsvéum, Sönderborg, Slagelse og Kolding. Það er greinilegt að háskólanum er ætlað að standa vörð um háskólastarf utan höfuðborgarsvæðis þeirra Dana. Hvers vegna stuðla stjórnvöld ekki að því að sameina háskóla á landsbyggðinni hérlendis í þeim tilgangi að hagræða, og jafnframt efla hverja starfstöð, í stað þess að leggja þær niður?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun