Sameining háskóla Vífill Karlsson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Borgfirðingar vöknuðu upp við vondan draum í síðastliðinni viku þegar tilkynning kom í fjölmiðlum um að það merka skólastarf sem haldið hefur verið uppi á Bifröst síðan 1955 yrði skorið niður við trog. Að vísu voru framtíðaráform Bifrastar áframhaldandi starfræksla frumgreinadeildar og námskeiðahalds en allt háskólanám yrði flutt til Reykjavíkur. Fyrir rúmum 15 árum tók Kennaraháskólinn við merkri arfleifð húsmæðraskólans að Varmalandi með sams konar áform í huga. Sú starfsemi komst varla af stað að heitið gæti og fjaraði fljótt út. Þá gefur saga sameininga hérlendis ekki tilefni til bjartsýni fyrir hönd Bifrastar ef sameining af þessu tagi yrði ofan á. Bent skal á að Borgfirðingar hafa mikla reynslu af því að horfa á eftir fyrirtækjum sínum fluttum á brott undanfarið í nafni hagræðingar, án þess að sýnt hafi verið fram á að hún hafi náðst í öllum tilfellum. Þar má nefna nokkra framhaldsskóla, stórt mjólkursamlag, sláturhús, kjötvinnslu og fjölda opinberra starfa svo eitthvað sé nefnt. Á dögunum kom forsætisráðherra í fjölmiðla og boðaði aðgerðir til nýsköpunar um land allt. Viku seinna tók menntamálaráðherra vel í ofangreindar sameiningarhugmyndir Bifrastar og HR. Stofnun háskóla í Bifröst er sennilega eitt merkilegasta framtak í nýsköpun á landsbyggðinni síðastliðin ár. Ef háskólar eru vel tengdir atvinnulífinu hafa þeir tilhneigingu til að ýta undir nýsköpun. Almennt er talið heillavænlegast að efla nýsköpun og samþættingu atvinnulífs og skóla í gegnum þróunarsetur sem eru aðallega studd af raungreinum, eðlisfræði, verkfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði og listgreinum. Á þessu líkani byggja alkunn þróunarsetur eins og í Silicon Valley í Bandaríkjunum og í Finnlandi. Að vísu hefði mátt gera miklu betur í þessum efnum varðandi Bifröst en ef háskólanámið fer er þessi möguleiki algerlega úr sögunni. Ekki yrði hægt að hrinda í framkvæmd einni af þremur atkvæðamestu tillögum sóknaráætlunar 20/20 sem stjórnvöld hafa fyrir landshlutann og gekk út á að stórefla samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum þróunarsetur og iðngarða. Nú er vinsælt að leita fyrirmynda á Norðurlöndunum. Háskólum er dreift þar, gagngert til að efla grunngerð alls landsins. Finnar náðu að spyrna sér með nýsköpun út úr sinni kreppu í gegnum menntakerfið. Danir sameinuðu sex háskóla árið 2007 í Syd-Dansk Universitet og einn þeirra var staðsettur í Kaupmannahöfn. Það var gert án þess hrófla við starfstöðvunum í Esbjerg, Óðinsvéum, Sönderborg, Slagelse og Kolding. Það er greinilegt að háskólanum er ætlað að standa vörð um háskólastarf utan höfuðborgarsvæðis þeirra Dana. Hvers vegna stuðla stjórnvöld ekki að því að sameina háskóla á landsbyggðinni hérlendis í þeim tilgangi að hagræða, og jafnframt efla hverja starfstöð, í stað þess að leggja þær niður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Borgfirðingar vöknuðu upp við vondan draum í síðastliðinni viku þegar tilkynning kom í fjölmiðlum um að það merka skólastarf sem haldið hefur verið uppi á Bifröst síðan 1955 yrði skorið niður við trog. Að vísu voru framtíðaráform Bifrastar áframhaldandi starfræksla frumgreinadeildar og námskeiðahalds en allt háskólanám yrði flutt til Reykjavíkur. Fyrir rúmum 15 árum tók Kennaraháskólinn við merkri arfleifð húsmæðraskólans að Varmalandi með sams konar áform í huga. Sú starfsemi komst varla af stað að heitið gæti og fjaraði fljótt út. Þá gefur saga sameininga hérlendis ekki tilefni til bjartsýni fyrir hönd Bifrastar ef sameining af þessu tagi yrði ofan á. Bent skal á að Borgfirðingar hafa mikla reynslu af því að horfa á eftir fyrirtækjum sínum fluttum á brott undanfarið í nafni hagræðingar, án þess að sýnt hafi verið fram á að hún hafi náðst í öllum tilfellum. Þar má nefna nokkra framhaldsskóla, stórt mjólkursamlag, sláturhús, kjötvinnslu og fjölda opinberra starfa svo eitthvað sé nefnt. Á dögunum kom forsætisráðherra í fjölmiðla og boðaði aðgerðir til nýsköpunar um land allt. Viku seinna tók menntamálaráðherra vel í ofangreindar sameiningarhugmyndir Bifrastar og HR. Stofnun háskóla í Bifröst er sennilega eitt merkilegasta framtak í nýsköpun á landsbyggðinni síðastliðin ár. Ef háskólar eru vel tengdir atvinnulífinu hafa þeir tilhneigingu til að ýta undir nýsköpun. Almennt er talið heillavænlegast að efla nýsköpun og samþættingu atvinnulífs og skóla í gegnum þróunarsetur sem eru aðallega studd af raungreinum, eðlisfræði, verkfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði og listgreinum. Á þessu líkani byggja alkunn þróunarsetur eins og í Silicon Valley í Bandaríkjunum og í Finnlandi. Að vísu hefði mátt gera miklu betur í þessum efnum varðandi Bifröst en ef háskólanámið fer er þessi möguleiki algerlega úr sögunni. Ekki yrði hægt að hrinda í framkvæmd einni af þremur atkvæðamestu tillögum sóknaráætlunar 20/20 sem stjórnvöld hafa fyrir landshlutann og gekk út á að stórefla samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum þróunarsetur og iðngarða. Nú er vinsælt að leita fyrirmynda á Norðurlöndunum. Háskólum er dreift þar, gagngert til að efla grunngerð alls landsins. Finnar náðu að spyrna sér með nýsköpun út úr sinni kreppu í gegnum menntakerfið. Danir sameinuðu sex háskóla árið 2007 í Syd-Dansk Universitet og einn þeirra var staðsettur í Kaupmannahöfn. Það var gert án þess hrófla við starfstöðvunum í Esbjerg, Óðinsvéum, Sönderborg, Slagelse og Kolding. Það er greinilegt að háskólanum er ætlað að standa vörð um háskólastarf utan höfuðborgarsvæðis þeirra Dana. Hvers vegna stuðla stjórnvöld ekki að því að sameina háskóla á landsbyggðinni hérlendis í þeim tilgangi að hagræða, og jafnframt efla hverja starfstöð, í stað þess að leggja þær niður?
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun