Ríkisútvarpið er rjúkandi rúst 3. febrúar 2010 06:00 Þorgrímur Gestsson skrifar um RÚV Stjórn Hollvina Ríkisútvarpsins lýsir í megindráttum stuðningi við niðurstöður þær sem starfshópur í málefnum Ríkisútvarpsins ohf. hefur lagt fyrir menntamálaráðherra. Þar er tekið undir öll þau meginsjónarmið sem Hollvinasamtökin töluðu fyrir þegar þau börðust gegn hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins á sínum tíma en töluðu fyrir daufum eyrum þáverandi valdhafa. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að ljóst sé orðið, þremur árum eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag, að það rekstrarform hefði ekki gert það að öflugra almannaútvarpi heldur „sýni það meira en áður merki þess að unnið sé að því að búa til félag á markaði og að það stjórnist um of af keppni um auglýsingar við aðra miðla". Helstu rökin fyrir breytingu RÚV í hlutafélag voru að með því móti væri auðveldara að bæta reksturinn en væri það áfram ríkisstofnun. Hollvinir RÚV bentu hvað eftir annað á að vandinn væri ekki rekstrarerfiðleikar heldur gríðarlegar skuldir sem urðu að mestu til þegar lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna RÚV voru lagðar á stofnunina. Þær nema nú á fjórða milljarð króna og afborganir af heildarskuldum voru tæplega 1,4 milljarðar króna á árunum 2008 og 2009. Heita má að nú sé Ríkisútvarpið rústir einar. Ekki vitum við hvernig á að bregðast við þessum vanda en tökum heilshugar undir með starfshópnum, að bráðnauðsynlegt sé að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Ríkisútvarpsins þannig að það verði óháð hvoru tveggja, stjórnvöldum og markaðnum. Okkur sýnist það einnig skynsamleg tillaga starfshópsins að tekjur RÚV verði fyrirsjáanlegar í það minnsta fimm ár fram í tímann þannig að hægt sé að gera langtímaáætlanir án þess að hætta sé á að ríkisvaldið skeri fyrirvaralítið niður það rekstrarfé sem RÚV er þó að nafninu til tryggt með lögum, eins og nú gerðist. Reynslan af hinum þriggja ára gömlu lögum um „opinbert hlutafélag" afhjúpar fjölmarga galla á þeim; þau veita útvarpsstjóra nánast alræðisvald á dagskrá, mannaráðningum og stefnumótun. Stjórn hins opinbera hlutafélags hefur einungis það hlutverk að taka meiri háttar ákvarðanir um rekstur félagsins, sem falla ekki undir daglegan rekstur. Tekið skal undir þá skoðun starfshópsins að þetta sé ólýðræðislegt og ekki viðeigandi í félagi sem gegnir mikilvægu menningar- og lýðræðislegu hlutverki. Starfshópurinn leggur enn fremur til að yfir Ríkisútvarpið verði sett fagráð, skipað fulltrúum úr ýmsum hópum almennings, háskólasamfélaginu og menningarlífinu. Stjórn Hollvina RÚV hefur ítrekað gert grein fyrir tillögum í þessa átt, meðal annars í athugasemdum við þau frumvörp til útvarpslaga sem lögð hafa verið fyrir Alþingi á undanförnum árum. Þá er í niðurstöðum starfshópsins lagt til að útvarpslögum verði breytt þannig að ráðningartími útvarpsstjóra verði tímabundinn eins og tíðkast með forstöðumenn annarra menningarstofnana. Nú er útvarpsstjóri ráðinn ótímabundið en hægt er að segja honum upp með tólf mánaða fyrirvara. Eftir reynslu síðustu ára er bráðnauðsynlegt að víkja Páli Magnússyni þegar í stað úr embætti útvarpsstjóra, jafnvel þótt það myndi kosta 18 milljónir króna, sem eru árslaun hans. Í hans stað á að ráða manneskju með yfirgripsmikla þekkingu og áhuga á íslenskri menningu. Ríkisútvarpið er fyrst og fremst menningarstofnun, sem hefur einnig mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki að gegna. Orðið almannaútvarp er haft um þess konar útvarp sem þykir bráðnauðsynlegt að haldið sé úti í sérhverju lýðræðisríki. Frægust almannaútvarpsstöðva er sjálft British Broadcasting Corporation, BBC. Sameiginlegt einkenni almannaútvarpsstöðva er að þær eru reknar fyrir almannafé, að mismiklu leyti, og hafa víðtækum menningarlegum og lýðræðislegum skyldum að gegna, sem ekki er talið réttlætanlegt að leggja á einkastöðvar. Haustið 2008 hóf stjórn Hollvina RÚV að undirbúa málþing um hlutverk almannaútvarps á Íslandi nútímans og hafði tekist að fá erlendan fyrirlesara til þess að fjalla um efnið. En eins og við var að búast tókst ekki að útvega fé til þessarar ráðstefnu eftir þær hremmingar sem þjóðin varð fyrir þetta haust og ekkert varð úr þessum áformum. Síðastliðið haust hafði núverandi menningarmálaráðherra uppi áform um að ráðuneytið gengist fyrir slíkri ráðstefnu nú á útmánuðum. Full þörf er á slíku málþingi þar sem að bestu manna yfirsýn yrði lagður grundvöllur að menningar- og lýðræðislegu hlutverki þeirrar mikilvægu stofnunar sem Ríkisútvarpið er. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka RÚV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þorgrímur Gestsson skrifar um RÚV Stjórn Hollvina Ríkisútvarpsins lýsir í megindráttum stuðningi við niðurstöður þær sem starfshópur í málefnum Ríkisútvarpsins ohf. hefur lagt fyrir menntamálaráðherra. Þar er tekið undir öll þau meginsjónarmið sem Hollvinasamtökin töluðu fyrir þegar þau börðust gegn hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins á sínum tíma en töluðu fyrir daufum eyrum þáverandi valdhafa. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að ljóst sé orðið, þremur árum eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag, að það rekstrarform hefði ekki gert það að öflugra almannaútvarpi heldur „sýni það meira en áður merki þess að unnið sé að því að búa til félag á markaði og að það stjórnist um of af keppni um auglýsingar við aðra miðla". Helstu rökin fyrir breytingu RÚV í hlutafélag voru að með því móti væri auðveldara að bæta reksturinn en væri það áfram ríkisstofnun. Hollvinir RÚV bentu hvað eftir annað á að vandinn væri ekki rekstrarerfiðleikar heldur gríðarlegar skuldir sem urðu að mestu til þegar lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna RÚV voru lagðar á stofnunina. Þær nema nú á fjórða milljarð króna og afborganir af heildarskuldum voru tæplega 1,4 milljarðar króna á árunum 2008 og 2009. Heita má að nú sé Ríkisútvarpið rústir einar. Ekki vitum við hvernig á að bregðast við þessum vanda en tökum heilshugar undir með starfshópnum, að bráðnauðsynlegt sé að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Ríkisútvarpsins þannig að það verði óháð hvoru tveggja, stjórnvöldum og markaðnum. Okkur sýnist það einnig skynsamleg tillaga starfshópsins að tekjur RÚV verði fyrirsjáanlegar í það minnsta fimm ár fram í tímann þannig að hægt sé að gera langtímaáætlanir án þess að hætta sé á að ríkisvaldið skeri fyrirvaralítið niður það rekstrarfé sem RÚV er þó að nafninu til tryggt með lögum, eins og nú gerðist. Reynslan af hinum þriggja ára gömlu lögum um „opinbert hlutafélag" afhjúpar fjölmarga galla á þeim; þau veita útvarpsstjóra nánast alræðisvald á dagskrá, mannaráðningum og stefnumótun. Stjórn hins opinbera hlutafélags hefur einungis það hlutverk að taka meiri háttar ákvarðanir um rekstur félagsins, sem falla ekki undir daglegan rekstur. Tekið skal undir þá skoðun starfshópsins að þetta sé ólýðræðislegt og ekki viðeigandi í félagi sem gegnir mikilvægu menningar- og lýðræðislegu hlutverki. Starfshópurinn leggur enn fremur til að yfir Ríkisútvarpið verði sett fagráð, skipað fulltrúum úr ýmsum hópum almennings, háskólasamfélaginu og menningarlífinu. Stjórn Hollvina RÚV hefur ítrekað gert grein fyrir tillögum í þessa átt, meðal annars í athugasemdum við þau frumvörp til útvarpslaga sem lögð hafa verið fyrir Alþingi á undanförnum árum. Þá er í niðurstöðum starfshópsins lagt til að útvarpslögum verði breytt þannig að ráðningartími útvarpsstjóra verði tímabundinn eins og tíðkast með forstöðumenn annarra menningarstofnana. Nú er útvarpsstjóri ráðinn ótímabundið en hægt er að segja honum upp með tólf mánaða fyrirvara. Eftir reynslu síðustu ára er bráðnauðsynlegt að víkja Páli Magnússyni þegar í stað úr embætti útvarpsstjóra, jafnvel þótt það myndi kosta 18 milljónir króna, sem eru árslaun hans. Í hans stað á að ráða manneskju með yfirgripsmikla þekkingu og áhuga á íslenskri menningu. Ríkisútvarpið er fyrst og fremst menningarstofnun, sem hefur einnig mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki að gegna. Orðið almannaútvarp er haft um þess konar útvarp sem þykir bráðnauðsynlegt að haldið sé úti í sérhverju lýðræðisríki. Frægust almannaútvarpsstöðva er sjálft British Broadcasting Corporation, BBC. Sameiginlegt einkenni almannaútvarpsstöðva er að þær eru reknar fyrir almannafé, að mismiklu leyti, og hafa víðtækum menningarlegum og lýðræðislegum skyldum að gegna, sem ekki er talið réttlætanlegt að leggja á einkastöðvar. Haustið 2008 hóf stjórn Hollvina RÚV að undirbúa málþing um hlutverk almannaútvarps á Íslandi nútímans og hafði tekist að fá erlendan fyrirlesara til þess að fjalla um efnið. En eins og við var að búast tókst ekki að útvega fé til þessarar ráðstefnu eftir þær hremmingar sem þjóðin varð fyrir þetta haust og ekkert varð úr þessum áformum. Síðastliðið haust hafði núverandi menningarmálaráðherra uppi áform um að ráðuneytið gengist fyrir slíkri ráðstefnu nú á útmánuðum. Full þörf er á slíku málþingi þar sem að bestu manna yfirsýn yrði lagður grundvöllur að menningar- og lýðræðislegu hlutverki þeirrar mikilvægu stofnunar sem Ríkisútvarpið er. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka RÚV.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun