Atvinnustefna á Íslandi Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 3. apríl 2010 06:00 Þegar kallað er eftir opinberri atvinnustefnu fá margir óbragð í munninn. Þá rifjast upp sögurnar um minkabúin, refabúin og laxeldið – tilraunir stjórnvalda til að auka fjölbreytni atvinnulífsins, – tilraunir sem lyktuðu af pólitísku sjóðasukki og kjördæmahygli. Við tók afskiptaleysisstefnan, þ.e. að láta markaðnum einum eftir að sjá um uppbyggingu atvinnulífsins. Atvinnutækifærin eiga að vera sjálfsprottin. Ríkið á eingöngu að skapa réttu skilyrðin, vera ekki að þvælast fyrir, láta fólk í friði. Ráðuneytin eiga að vera sem allra minnst. Með valddreifingu voru verkefni færð til stofnana eða út á markað. Aðilar á markaði sameinast hins vegar í stórum heildarsamtökum. Þannig má ná betri árangri við að koma vilja markaðarins fram gagnvart stjórnvöldum. Á meðan ríkið valddreifðist, miðstýrðist markaðurinn og valdið færðist til fárra, þeirra stærstu á markaði. Báknið var komið út í bæ. Þar ráða ríkjum m.a. heildarsamtök atvinnulífsins og þar virðast öll litlu dýrin, meðalstóru dýrin og stóru og stærstu dýrin í skóginum vera vinir. En ekki er þó allt sem sýnist. Nú virðist álitamál hver þvælist fyrir hverjum. Við núverandi aðstæður eiga litlu dýrin og stóru dýrin í skóginum minna sameiginlegt, því stjórnvöld vilja taka upp atvinnustefnu og auka fjölbreytileika atvinnulífsins með því að hlúa betur að og byggja upp lítil og meðalstór fyrirtæki í iðnaði og þjónustu af ýmsu tagi. Öllum er ljóst að áherslan í atvinnuuppbyggingunni verður að vera á framleiðslu á vörum og þjónustu til útflutnings til þess að afla gjaldeyristekna. Atvinnutækifæri fyrir hugvit og skapandi vinnufúsar hendur má nú greina í nýsköpun og sprotum sem hvarvetna spretta fram eftir að jökulhetta fjármálalífsins bráðnaði. En til að nýsköpun og sprotafyrirtæki geti náð þeim áfanga að vera sjálfbær öflug útflutningsfyrirtæki þarf markvissa atvinnustefnu. Þá vaknar sú spurning hvort ríkinu sé treystandi til að móta atvinnustefnu sem ekki lyktar af sjóðasukki og kjördæmahygli? Hvernig ætti ríkið að móta markvissa atvinnustefnu við núverandi aðstæður? Á dögunum var hér á ferðinni prófessor Yonekura frá Japan með erindi um endurreisn atvinnulífsins í Japan eftir seinna stríð. Þá ríkti neyðarástand í Japan. Engum dylst að með atvinnustefnu sinni unnu Japanar þrekvirki og stóra sigra. Önnur ríki í Austur-Asíu leituðu í smiðju þeirra. Fjármálakreppa lék ríkin í Austur-Asíu grátt á tíunda áratugnum, en ekki er við atvinnustefnuna sjálfa að sakast þegar hagstjórn og peningamálastefna bregðast. Við endurreisn atvinnulífsins geta Íslendingar lært af Japönum. Ríkisstjórnin þarf að hafa forystu um það að leiða saman það besta sem samstarf ríkisvalds og markaðar býður upp á. Hér þarf ríkið að taka sér hlutverk landsliðsþjálfarans, leggja upp leikjaáætlun, velja leikmenn og hafa þolinmæði til að þjálfa þá. Hér þarf nægilega marga aðila á markaði, „leikmenn“, sem eru tilbúnir til að mæta á æfingar, hlaupa út á völlinn og spila. Hér þarf ekki stöðugleikasáttmála sem lokar öll litlu og meðalstóru dýrin inni í skóginum með stóru dýrunum. Hér þarf hæfileikasamkeppni þar sem aðilar eru sýnilegir á markaði, keppa samkvæmt skýrum, gegnsæjum og sanngjörnum leikreglum – og þeir bestu komast í landsliðið. Takmarkað aðgengi að fjármagni til fjárfestinga skapar aðstæður sem gera sérstakar kröfur til íslenskra stjórnvalda við mótun atvinnustefnu. Þá þarf ríkisstjórn með pólitískan vilja og dug til að forgangsraða – mismuna atvinnugreinum tímabundið og veðja á tilteknar atvinnugreinar sem vænlegastar eru til þess að vinna markaði erlendis. Það þarf ráðherra atvinnumála sem þorir að taka ákvörðun með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og fylgja slíkri ákvörðun eftir. Það þarf öflugt atvinnuvegaráðuneyti sem hefur á að skipa teymi þar sem saman eru komnir færustu sérfræðingar landsins á sviði atvinnuþróunar, efnahags- og markaðsuppbyggingar. Ríkisstjórnin þarf ráðgefandi vísinda- og tækniráð sem skipað er sérfræðingum sem búa og starfa erlendis með góð tengsl við þróun þeirra markaða sem íslensk útflutningsfyrirtæki eru að sækja inn á og innlendum sérfræðingum sem starfa í íslenska rannsóknar- og háskólasamfélaginu. Nýsköpun ein og sér er ekki nóg. Árangur af nýsköpun ræðst af því að nýsköpunariðnaður verði hluti af markvissri atvinnustefnu. Stefnumarkandi forysta stjórnvalda þarf að bjóða upp á alþjóðlega sýn, stuðningskerfi með gegnsæjum, sanngjörnum samkeppnisreglum og markaðshvetjandi umhverfi. En umfram allt – það þarf pólitískan vilja, getu og þor til að taka ákvarðanir. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og lektor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þegar kallað er eftir opinberri atvinnustefnu fá margir óbragð í munninn. Þá rifjast upp sögurnar um minkabúin, refabúin og laxeldið – tilraunir stjórnvalda til að auka fjölbreytni atvinnulífsins, – tilraunir sem lyktuðu af pólitísku sjóðasukki og kjördæmahygli. Við tók afskiptaleysisstefnan, þ.e. að láta markaðnum einum eftir að sjá um uppbyggingu atvinnulífsins. Atvinnutækifærin eiga að vera sjálfsprottin. Ríkið á eingöngu að skapa réttu skilyrðin, vera ekki að þvælast fyrir, láta fólk í friði. Ráðuneytin eiga að vera sem allra minnst. Með valddreifingu voru verkefni færð til stofnana eða út á markað. Aðilar á markaði sameinast hins vegar í stórum heildarsamtökum. Þannig má ná betri árangri við að koma vilja markaðarins fram gagnvart stjórnvöldum. Á meðan ríkið valddreifðist, miðstýrðist markaðurinn og valdið færðist til fárra, þeirra stærstu á markaði. Báknið var komið út í bæ. Þar ráða ríkjum m.a. heildarsamtök atvinnulífsins og þar virðast öll litlu dýrin, meðalstóru dýrin og stóru og stærstu dýrin í skóginum vera vinir. En ekki er þó allt sem sýnist. Nú virðist álitamál hver þvælist fyrir hverjum. Við núverandi aðstæður eiga litlu dýrin og stóru dýrin í skóginum minna sameiginlegt, því stjórnvöld vilja taka upp atvinnustefnu og auka fjölbreytileika atvinnulífsins með því að hlúa betur að og byggja upp lítil og meðalstór fyrirtæki í iðnaði og þjónustu af ýmsu tagi. Öllum er ljóst að áherslan í atvinnuuppbyggingunni verður að vera á framleiðslu á vörum og þjónustu til útflutnings til þess að afla gjaldeyristekna. Atvinnutækifæri fyrir hugvit og skapandi vinnufúsar hendur má nú greina í nýsköpun og sprotum sem hvarvetna spretta fram eftir að jökulhetta fjármálalífsins bráðnaði. En til að nýsköpun og sprotafyrirtæki geti náð þeim áfanga að vera sjálfbær öflug útflutningsfyrirtæki þarf markvissa atvinnustefnu. Þá vaknar sú spurning hvort ríkinu sé treystandi til að móta atvinnustefnu sem ekki lyktar af sjóðasukki og kjördæmahygli? Hvernig ætti ríkið að móta markvissa atvinnustefnu við núverandi aðstæður? Á dögunum var hér á ferðinni prófessor Yonekura frá Japan með erindi um endurreisn atvinnulífsins í Japan eftir seinna stríð. Þá ríkti neyðarástand í Japan. Engum dylst að með atvinnustefnu sinni unnu Japanar þrekvirki og stóra sigra. Önnur ríki í Austur-Asíu leituðu í smiðju þeirra. Fjármálakreppa lék ríkin í Austur-Asíu grátt á tíunda áratugnum, en ekki er við atvinnustefnuna sjálfa að sakast þegar hagstjórn og peningamálastefna bregðast. Við endurreisn atvinnulífsins geta Íslendingar lært af Japönum. Ríkisstjórnin þarf að hafa forystu um það að leiða saman það besta sem samstarf ríkisvalds og markaðar býður upp á. Hér þarf ríkið að taka sér hlutverk landsliðsþjálfarans, leggja upp leikjaáætlun, velja leikmenn og hafa þolinmæði til að þjálfa þá. Hér þarf nægilega marga aðila á markaði, „leikmenn“, sem eru tilbúnir til að mæta á æfingar, hlaupa út á völlinn og spila. Hér þarf ekki stöðugleikasáttmála sem lokar öll litlu og meðalstóru dýrin inni í skóginum með stóru dýrunum. Hér þarf hæfileikasamkeppni þar sem aðilar eru sýnilegir á markaði, keppa samkvæmt skýrum, gegnsæjum og sanngjörnum leikreglum – og þeir bestu komast í landsliðið. Takmarkað aðgengi að fjármagni til fjárfestinga skapar aðstæður sem gera sérstakar kröfur til íslenskra stjórnvalda við mótun atvinnustefnu. Þá þarf ríkisstjórn með pólitískan vilja og dug til að forgangsraða – mismuna atvinnugreinum tímabundið og veðja á tilteknar atvinnugreinar sem vænlegastar eru til þess að vinna markaði erlendis. Það þarf ráðherra atvinnumála sem þorir að taka ákvörðun með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og fylgja slíkri ákvörðun eftir. Það þarf öflugt atvinnuvegaráðuneyti sem hefur á að skipa teymi þar sem saman eru komnir færustu sérfræðingar landsins á sviði atvinnuþróunar, efnahags- og markaðsuppbyggingar. Ríkisstjórnin þarf ráðgefandi vísinda- og tækniráð sem skipað er sérfræðingum sem búa og starfa erlendis með góð tengsl við þróun þeirra markaða sem íslensk útflutningsfyrirtæki eru að sækja inn á og innlendum sérfræðingum sem starfa í íslenska rannsóknar- og háskólasamfélaginu. Nýsköpun ein og sér er ekki nóg. Árangur af nýsköpun ræðst af því að nýsköpunariðnaður verði hluti af markvissri atvinnustefnu. Stefnumarkandi forysta stjórnvalda þarf að bjóða upp á alþjóðlega sýn, stuðningskerfi með gegnsæjum, sanngjörnum samkeppnisreglum og markaðshvetjandi umhverfi. En umfram allt – það þarf pólitískan vilja, getu og þor til að taka ákvarðanir. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og lektor við HÍ.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun