Atvinnustefna á Íslandi Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 3. apríl 2010 06:00 Þegar kallað er eftir opinberri atvinnustefnu fá margir óbragð í munninn. Þá rifjast upp sögurnar um minkabúin, refabúin og laxeldið – tilraunir stjórnvalda til að auka fjölbreytni atvinnulífsins, – tilraunir sem lyktuðu af pólitísku sjóðasukki og kjördæmahygli. Við tók afskiptaleysisstefnan, þ.e. að láta markaðnum einum eftir að sjá um uppbyggingu atvinnulífsins. Atvinnutækifærin eiga að vera sjálfsprottin. Ríkið á eingöngu að skapa réttu skilyrðin, vera ekki að þvælast fyrir, láta fólk í friði. Ráðuneytin eiga að vera sem allra minnst. Með valddreifingu voru verkefni færð til stofnana eða út á markað. Aðilar á markaði sameinast hins vegar í stórum heildarsamtökum. Þannig má ná betri árangri við að koma vilja markaðarins fram gagnvart stjórnvöldum. Á meðan ríkið valddreifðist, miðstýrðist markaðurinn og valdið færðist til fárra, þeirra stærstu á markaði. Báknið var komið út í bæ. Þar ráða ríkjum m.a. heildarsamtök atvinnulífsins og þar virðast öll litlu dýrin, meðalstóru dýrin og stóru og stærstu dýrin í skóginum vera vinir. En ekki er þó allt sem sýnist. Nú virðist álitamál hver þvælist fyrir hverjum. Við núverandi aðstæður eiga litlu dýrin og stóru dýrin í skóginum minna sameiginlegt, því stjórnvöld vilja taka upp atvinnustefnu og auka fjölbreytileika atvinnulífsins með því að hlúa betur að og byggja upp lítil og meðalstór fyrirtæki í iðnaði og þjónustu af ýmsu tagi. Öllum er ljóst að áherslan í atvinnuuppbyggingunni verður að vera á framleiðslu á vörum og þjónustu til útflutnings til þess að afla gjaldeyristekna. Atvinnutækifæri fyrir hugvit og skapandi vinnufúsar hendur má nú greina í nýsköpun og sprotum sem hvarvetna spretta fram eftir að jökulhetta fjármálalífsins bráðnaði. En til að nýsköpun og sprotafyrirtæki geti náð þeim áfanga að vera sjálfbær öflug útflutningsfyrirtæki þarf markvissa atvinnustefnu. Þá vaknar sú spurning hvort ríkinu sé treystandi til að móta atvinnustefnu sem ekki lyktar af sjóðasukki og kjördæmahygli? Hvernig ætti ríkið að móta markvissa atvinnustefnu við núverandi aðstæður? Á dögunum var hér á ferðinni prófessor Yonekura frá Japan með erindi um endurreisn atvinnulífsins í Japan eftir seinna stríð. Þá ríkti neyðarástand í Japan. Engum dylst að með atvinnustefnu sinni unnu Japanar þrekvirki og stóra sigra. Önnur ríki í Austur-Asíu leituðu í smiðju þeirra. Fjármálakreppa lék ríkin í Austur-Asíu grátt á tíunda áratugnum, en ekki er við atvinnustefnuna sjálfa að sakast þegar hagstjórn og peningamálastefna bregðast. Við endurreisn atvinnulífsins geta Íslendingar lært af Japönum. Ríkisstjórnin þarf að hafa forystu um það að leiða saman það besta sem samstarf ríkisvalds og markaðar býður upp á. Hér þarf ríkið að taka sér hlutverk landsliðsþjálfarans, leggja upp leikjaáætlun, velja leikmenn og hafa þolinmæði til að þjálfa þá. Hér þarf nægilega marga aðila á markaði, „leikmenn“, sem eru tilbúnir til að mæta á æfingar, hlaupa út á völlinn og spila. Hér þarf ekki stöðugleikasáttmála sem lokar öll litlu og meðalstóru dýrin inni í skóginum með stóru dýrunum. Hér þarf hæfileikasamkeppni þar sem aðilar eru sýnilegir á markaði, keppa samkvæmt skýrum, gegnsæjum og sanngjörnum leikreglum – og þeir bestu komast í landsliðið. Takmarkað aðgengi að fjármagni til fjárfestinga skapar aðstæður sem gera sérstakar kröfur til íslenskra stjórnvalda við mótun atvinnustefnu. Þá þarf ríkisstjórn með pólitískan vilja og dug til að forgangsraða – mismuna atvinnugreinum tímabundið og veðja á tilteknar atvinnugreinar sem vænlegastar eru til þess að vinna markaði erlendis. Það þarf ráðherra atvinnumála sem þorir að taka ákvörðun með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og fylgja slíkri ákvörðun eftir. Það þarf öflugt atvinnuvegaráðuneyti sem hefur á að skipa teymi þar sem saman eru komnir færustu sérfræðingar landsins á sviði atvinnuþróunar, efnahags- og markaðsuppbyggingar. Ríkisstjórnin þarf ráðgefandi vísinda- og tækniráð sem skipað er sérfræðingum sem búa og starfa erlendis með góð tengsl við þróun þeirra markaða sem íslensk útflutningsfyrirtæki eru að sækja inn á og innlendum sérfræðingum sem starfa í íslenska rannsóknar- og háskólasamfélaginu. Nýsköpun ein og sér er ekki nóg. Árangur af nýsköpun ræðst af því að nýsköpunariðnaður verði hluti af markvissri atvinnustefnu. Stefnumarkandi forysta stjórnvalda þarf að bjóða upp á alþjóðlega sýn, stuðningskerfi með gegnsæjum, sanngjörnum samkeppnisreglum og markaðshvetjandi umhverfi. En umfram allt – það þarf pólitískan vilja, getu og þor til að taka ákvarðanir. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og lektor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þegar kallað er eftir opinberri atvinnustefnu fá margir óbragð í munninn. Þá rifjast upp sögurnar um minkabúin, refabúin og laxeldið – tilraunir stjórnvalda til að auka fjölbreytni atvinnulífsins, – tilraunir sem lyktuðu af pólitísku sjóðasukki og kjördæmahygli. Við tók afskiptaleysisstefnan, þ.e. að láta markaðnum einum eftir að sjá um uppbyggingu atvinnulífsins. Atvinnutækifærin eiga að vera sjálfsprottin. Ríkið á eingöngu að skapa réttu skilyrðin, vera ekki að þvælast fyrir, láta fólk í friði. Ráðuneytin eiga að vera sem allra minnst. Með valddreifingu voru verkefni færð til stofnana eða út á markað. Aðilar á markaði sameinast hins vegar í stórum heildarsamtökum. Þannig má ná betri árangri við að koma vilja markaðarins fram gagnvart stjórnvöldum. Á meðan ríkið valddreifðist, miðstýrðist markaðurinn og valdið færðist til fárra, þeirra stærstu á markaði. Báknið var komið út í bæ. Þar ráða ríkjum m.a. heildarsamtök atvinnulífsins og þar virðast öll litlu dýrin, meðalstóru dýrin og stóru og stærstu dýrin í skóginum vera vinir. En ekki er þó allt sem sýnist. Nú virðist álitamál hver þvælist fyrir hverjum. Við núverandi aðstæður eiga litlu dýrin og stóru dýrin í skóginum minna sameiginlegt, því stjórnvöld vilja taka upp atvinnustefnu og auka fjölbreytileika atvinnulífsins með því að hlúa betur að og byggja upp lítil og meðalstór fyrirtæki í iðnaði og þjónustu af ýmsu tagi. Öllum er ljóst að áherslan í atvinnuuppbyggingunni verður að vera á framleiðslu á vörum og þjónustu til útflutnings til þess að afla gjaldeyristekna. Atvinnutækifæri fyrir hugvit og skapandi vinnufúsar hendur má nú greina í nýsköpun og sprotum sem hvarvetna spretta fram eftir að jökulhetta fjármálalífsins bráðnaði. En til að nýsköpun og sprotafyrirtæki geti náð þeim áfanga að vera sjálfbær öflug útflutningsfyrirtæki þarf markvissa atvinnustefnu. Þá vaknar sú spurning hvort ríkinu sé treystandi til að móta atvinnustefnu sem ekki lyktar af sjóðasukki og kjördæmahygli? Hvernig ætti ríkið að móta markvissa atvinnustefnu við núverandi aðstæður? Á dögunum var hér á ferðinni prófessor Yonekura frá Japan með erindi um endurreisn atvinnulífsins í Japan eftir seinna stríð. Þá ríkti neyðarástand í Japan. Engum dylst að með atvinnustefnu sinni unnu Japanar þrekvirki og stóra sigra. Önnur ríki í Austur-Asíu leituðu í smiðju þeirra. Fjármálakreppa lék ríkin í Austur-Asíu grátt á tíunda áratugnum, en ekki er við atvinnustefnuna sjálfa að sakast þegar hagstjórn og peningamálastefna bregðast. Við endurreisn atvinnulífsins geta Íslendingar lært af Japönum. Ríkisstjórnin þarf að hafa forystu um það að leiða saman það besta sem samstarf ríkisvalds og markaðar býður upp á. Hér þarf ríkið að taka sér hlutverk landsliðsþjálfarans, leggja upp leikjaáætlun, velja leikmenn og hafa þolinmæði til að þjálfa þá. Hér þarf nægilega marga aðila á markaði, „leikmenn“, sem eru tilbúnir til að mæta á æfingar, hlaupa út á völlinn og spila. Hér þarf ekki stöðugleikasáttmála sem lokar öll litlu og meðalstóru dýrin inni í skóginum með stóru dýrunum. Hér þarf hæfileikasamkeppni þar sem aðilar eru sýnilegir á markaði, keppa samkvæmt skýrum, gegnsæjum og sanngjörnum leikreglum – og þeir bestu komast í landsliðið. Takmarkað aðgengi að fjármagni til fjárfestinga skapar aðstæður sem gera sérstakar kröfur til íslenskra stjórnvalda við mótun atvinnustefnu. Þá þarf ríkisstjórn með pólitískan vilja og dug til að forgangsraða – mismuna atvinnugreinum tímabundið og veðja á tilteknar atvinnugreinar sem vænlegastar eru til þess að vinna markaði erlendis. Það þarf ráðherra atvinnumála sem þorir að taka ákvörðun með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og fylgja slíkri ákvörðun eftir. Það þarf öflugt atvinnuvegaráðuneyti sem hefur á að skipa teymi þar sem saman eru komnir færustu sérfræðingar landsins á sviði atvinnuþróunar, efnahags- og markaðsuppbyggingar. Ríkisstjórnin þarf ráðgefandi vísinda- og tækniráð sem skipað er sérfræðingum sem búa og starfa erlendis með góð tengsl við þróun þeirra markaða sem íslensk útflutningsfyrirtæki eru að sækja inn á og innlendum sérfræðingum sem starfa í íslenska rannsóknar- og háskólasamfélaginu. Nýsköpun ein og sér er ekki nóg. Árangur af nýsköpun ræðst af því að nýsköpunariðnaður verði hluti af markvissri atvinnustefnu. Stefnumarkandi forysta stjórnvalda þarf að bjóða upp á alþjóðlega sýn, stuðningskerfi með gegnsæjum, sanngjörnum samkeppnisreglum og markaðshvetjandi umhverfi. En umfram allt – það þarf pólitískan vilja, getu og þor til að taka ákvarðanir. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og lektor við HÍ.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar