Gagnrýnin hugsun og háskólastarf Tólf prófessorar við HR og HÍ skrifar 11. nóvember 2010 06:00 Í Fréttablaðinu þann 21. október skrifar menntamálaráðherra meðal annars: „Menntun felst ekki aðeins í að fá þjálfun í tilteknu starfi eða verklagi. Hún felst í að efla þroska sinn og skilja hvað felst í því að vera maður. Hún felst í því að temja sér gagnrýna hugsun þannig að hver og einn geti tekið sjálfstæða og gagnrýna afstöðu í flóknum málum. Lengi vel hefur þetta verið undirstaða alls háskólanáms í Bandaríkjum Norður-Ameríku að háskólanemar taka grunn í heimspeki, listum og öðrum húmanískum fögum sem á að þjóna þessum tilgangi." Ráðherra lýsir síðan yfir áhyggjum sínum af hnignun húmanískra greina innan háskólanna og þar sé hugsanlega að leita skýringa á skorti á gagnrýnni hugsun í íslensku samfélagi í aðdraganda hrunsins. Í þessari grein endurspeglast sú skoðun ráðherra að gagnrýnni hugsun sé fyrst og fremst (og kannski eingöngu) þjónað af húmanískum greinum. Ef það er rétt, þá er það rökrétt ályktun að leggja þurfi mun meiri áherslu á húmanískar greinar til að efla gagnrýna hugsun og þannig bæta samfélag okkar. Við teljum hins vegar ekki rétt að undanskilja raunvísindi og rökhugsun raunvísinda frá gagnrýnni hugsun. Rökhugsun sú sem er grunnur raunvísinda byggir á gagnrýnni hugsun. Vísindaleg aðferð og sú málefnalega umræða, oft óvægin, sem tíðkast í hinni vísindalegu aðferðafræði á sér djúpar rætur innan raunvísinda. Í rökstuðningi sínum segir ráðherra að í bandarískum háskólum sé öllum skylt að taka námskeið í húmanískum greinum til að læra gagnrýna hugsun. Það er rétt að víða er gerð krafa um að raunvísindanemar taki námskeið í húmanískum greinum en það sem vantar í röksemdarfærslu ráðherra er að þetta gildir í báðar áttir. Algengast er að allir nemendur bandarískra háskóla verði að taka námskeið í raungreinum, félagsvísindum og húmanískum fræðum. Hugsunin á bak við þetta er fyrst og fremst að nemendur öðlist breiða menntun, en að sjálfsögðu ekki sú að fólk læri gagnrýna hugsun í einhverjum afmörkuð kúrsum í húmanísku greinunum en haldi síðan áfram að læra til síns starfs eða verklags í hinum fögunum. Gagnrýnni hugsun er þvert á móti haldið á lofti á öllum stigum náms í húmanískum greinum, félagsvísindum og raungreinum. Markvissasta leiðin til að efla gagnrýna hugsun í háskólastarfi er að stórefla vísinda- og fræðastörf við háskólana. Húmanískar greinar, raunvísindi og aðrar fræðigreinar háskólanna munu eflast og gagnrýnin hugsun fá aukið vægi ef kennarar þessara skóla eru öflugir fræðimenn sem taka þátt í alþjóðlegum vísinda- og fræðastörfum. Án gagnrýninnar hugsunar og greiningar mun vísindum ekki vinda fram. Breið þekking eflir gagnrýna hugsun og húmanísk fræði eiga ekki einkarétt á henni. Anna Ingólfsdóttir, prófessor HR Arnar Pálsson, dósent HÍ Einar Steingrímsson stærðfræðingur Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor HÍ Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor HR Ingibjörg Harðardóttir, prófessor HÍ Karl Ægir Karlsson, dósent HR Luca Aceto, prófessor HR Magnús Már Halldórsson, prófessor HR Ólafur Sigmar Andrésson, prófessor HÍ Snorri Þór Sigurðsson, prófessor HÍ Þórarinn Guðjónsson, dósent HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Háskólar í mótun III Háskólar og æðri menntun gegna æ mikilvægara hlutverki í nútímasamfélagi. Í stuttu máli felst meginhlutverk háskóla í að efla vísindi og fræði með rannsóknum og kennslu; leggja grunn að sérhæfðri fagmennsku; vera grundvöllur framþróunar og nýsköpunar en jafnframt gagnrýnið afl í samfélaginu sem byggir á akademísku frelsi. Óhætt er að fullyrða að háskólar landsins hafi mjög margþættu hlutverki að gegna. 21. október 2010 06:00 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 21. október skrifar menntamálaráðherra meðal annars: „Menntun felst ekki aðeins í að fá þjálfun í tilteknu starfi eða verklagi. Hún felst í að efla þroska sinn og skilja hvað felst í því að vera maður. Hún felst í því að temja sér gagnrýna hugsun þannig að hver og einn geti tekið sjálfstæða og gagnrýna afstöðu í flóknum málum. Lengi vel hefur þetta verið undirstaða alls háskólanáms í Bandaríkjum Norður-Ameríku að háskólanemar taka grunn í heimspeki, listum og öðrum húmanískum fögum sem á að þjóna þessum tilgangi." Ráðherra lýsir síðan yfir áhyggjum sínum af hnignun húmanískra greina innan háskólanna og þar sé hugsanlega að leita skýringa á skorti á gagnrýnni hugsun í íslensku samfélagi í aðdraganda hrunsins. Í þessari grein endurspeglast sú skoðun ráðherra að gagnrýnni hugsun sé fyrst og fremst (og kannski eingöngu) þjónað af húmanískum greinum. Ef það er rétt, þá er það rökrétt ályktun að leggja þurfi mun meiri áherslu á húmanískar greinar til að efla gagnrýna hugsun og þannig bæta samfélag okkar. Við teljum hins vegar ekki rétt að undanskilja raunvísindi og rökhugsun raunvísinda frá gagnrýnni hugsun. Rökhugsun sú sem er grunnur raunvísinda byggir á gagnrýnni hugsun. Vísindaleg aðferð og sú málefnalega umræða, oft óvægin, sem tíðkast í hinni vísindalegu aðferðafræði á sér djúpar rætur innan raunvísinda. Í rökstuðningi sínum segir ráðherra að í bandarískum háskólum sé öllum skylt að taka námskeið í húmanískum greinum til að læra gagnrýna hugsun. Það er rétt að víða er gerð krafa um að raunvísindanemar taki námskeið í húmanískum greinum en það sem vantar í röksemdarfærslu ráðherra er að þetta gildir í báðar áttir. Algengast er að allir nemendur bandarískra háskóla verði að taka námskeið í raungreinum, félagsvísindum og húmanískum fræðum. Hugsunin á bak við þetta er fyrst og fremst að nemendur öðlist breiða menntun, en að sjálfsögðu ekki sú að fólk læri gagnrýna hugsun í einhverjum afmörkuð kúrsum í húmanísku greinunum en haldi síðan áfram að læra til síns starfs eða verklags í hinum fögunum. Gagnrýnni hugsun er þvert á móti haldið á lofti á öllum stigum náms í húmanískum greinum, félagsvísindum og raungreinum. Markvissasta leiðin til að efla gagnrýna hugsun í háskólastarfi er að stórefla vísinda- og fræðastörf við háskólana. Húmanískar greinar, raunvísindi og aðrar fræðigreinar háskólanna munu eflast og gagnrýnin hugsun fá aukið vægi ef kennarar þessara skóla eru öflugir fræðimenn sem taka þátt í alþjóðlegum vísinda- og fræðastörfum. Án gagnrýninnar hugsunar og greiningar mun vísindum ekki vinda fram. Breið þekking eflir gagnrýna hugsun og húmanísk fræði eiga ekki einkarétt á henni. Anna Ingólfsdóttir, prófessor HR Arnar Pálsson, dósent HÍ Einar Steingrímsson stærðfræðingur Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor HÍ Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor HR Ingibjörg Harðardóttir, prófessor HÍ Karl Ægir Karlsson, dósent HR Luca Aceto, prófessor HR Magnús Már Halldórsson, prófessor HR Ólafur Sigmar Andrésson, prófessor HÍ Snorri Þór Sigurðsson, prófessor HÍ Þórarinn Guðjónsson, dósent HÍ
Háskólar í mótun III Háskólar og æðri menntun gegna æ mikilvægara hlutverki í nútímasamfélagi. Í stuttu máli felst meginhlutverk háskóla í að efla vísindi og fræði með rannsóknum og kennslu; leggja grunn að sérhæfðri fagmennsku; vera grundvöllur framþróunar og nýsköpunar en jafnframt gagnrýnið afl í samfélaginu sem byggir á akademísku frelsi. Óhætt er að fullyrða að háskólar landsins hafi mjög margþættu hlutverki að gegna. 21. október 2010 06:00
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun