Höfum við efni á að eiga börn? Alda Agnes Sveinsdóttir skrifar 17. desember 2010 05:45 Síðustu ár hafa auknar kröfur komið frá atvinnurekendum og foreldrum um að leikskólinn taki við börnunum þegar fæðingarorlofi lýkur. Atvinnurekendur þurfa vinnuafl og flestum foreldrum finnst leikskólavist æskilegri, ef hún stendur til boða, en dagmóðir og vegur þar mikið að mun ódýrara er að hafa barn á leikskóla. Á þensluárunum nýliðnum kappkostuðu sveitarfélög í samkeppni sinni um íbúa að bjóða yngri og yngri börnum vistun á leikskólum. Ýmislegt fór af stað í rekstri leikskólanna sem vissulega kostaði fé eins og til dæmis að bjóða upp á ungbarnadeildir og ókeypis nokkra klukkutíma fyrir elstu börnin en það sem ekki var gert var að hækka laun starfsmanna leikskólanna. Á þensluárunum var mannekla og tíð starfsmannaskipti viðloðandi vandamál á mörgum leikskólum sem olli miklu álagi í leikskólasamfélaginu. Vissulega hefur orðið breyting á starfsmannamálum eftir hrun en það er staðreynd að starfsfólk leikskólanna sem er á lægstu laununum er ekki að fá mikið meira í laun en lágmarks atvinnuleysisbætur gefa. Ekki eru nógu margir menntaðir leikskólakennarar sem fást til starfa í leikskólana og eru lág laun meðal þess sem talin er ástæða þess. En hvað viljum við fyrir börnin? Er rétt að þarfir atvinnulífsins, samkeppni sveitarfélaga og atvinnuþátttaka foreldra og starfsþróun stýri því hvar og hvenær börn eru látin í umönnun annarra en foreldra? Eiga þættir eins og hvernig þroskast börnin best, hvað veitir þeim besta veganestið út í lífið og hvernig nám viljum við fyrir börnin okkar ekki að hafa meira vægi þegar umsjón með ungu barni er ákveðið? Fæðingarorlof á Íslandi í dag er 6-9 mánuðir og margir hafa ekki aðra kosti en setja barnið í dagvistunar þegar því líkur. Margir lengja fæðingarorlofið og fá skertar fæðingarorlofsgreiðslur sem því nemur en flestir þurfa að setja börnin í umsjón annarra og fara út á vinnumarkaðinn löngu áður en barn er orðið 18 mánaða. Allavega hugmyndir eru í gangi um þarfir ungbarna og hvað sé þeim fyrir bestu. Ýmsar rannsóknir sýna fram á að ungum börnum er best borgið í umsjón foreldra sinna og að einstaklingsumönnun sé því mikilvægust fyrstu árin. Aftur á móti telja sumir foreldrar sem eiga barn á fyrsta ári að þegar barnið er orðið sex, sjö mánaða sé það orðið verulega þreytt á að vera heima hjá foreldum sínum og nauðsynlegt fyrir það að komast á leikskóla og leika við önnur börn. Dagvistunarúrræði kosta peninga en hvað, hvers vegna og hverjir eiga að borga? Fyrir leikskólavist borga foreldrar ákveðna upphæð en sú upphæð er langt frá raunverulegum kostnaði við dvöl barnsins. Ekki eru allir sem gera sér grein fyrir því að leikskólapláss er dýrara eftir því sem barnið er yngra. Á ungbarnadeildum þarf til dæmis að gera ráð fyrir meira gólfrými fyrir hvert barn þar sem gólfleikur er þeim mikilvægur, önnur svæði á leikskólum nýtast þeim minna en börnum sem eldri eru og útivera nýtist ekki alveg eins vel. Einnig eru smærri hópar nauðsynlegir á meðan börnin eru mjög ung bæði til að minnka áreiti á þau og smithættu og hver starfsmaður hefur færri börn á sinni könnu eftir því sem þau eru yngri þar sem þau þarfnast mun fjölþættari einstaklingssamskipta. Laun starfsmanna á leikskólum er aðalkostnaður við leikskólapláss og eftir því sem fagmenn, sem eru jafnan á hærri launum, eru fleiri því dýrara er leikskólaplássið. Laun leikskólakennara eru samt sem áður ekki há, sérlega ekki miðað við lengd menntunar þeirra. Laun stjórnenda á leikskólum eru hlutfallslega há miðað við aðrar stöður í leikskólum og eftir því sem stjórnendastöðum fækkar þá lækkar launakostnaður. Stjórnendur á leikskólum gegna lykilhlutverki í faglegu starfi leikskólanna og þeir mynda öryggisnet utan um nemendur, foreldra og starfsfólk. Námsgögn kosta einnig sitt og þarfnast endurnýjunar með reglulegu millibili og fylgja þarf nýjungum. Sem sagt því fleiri börn á hvern fermetra, því færri fagmenn, því færri stjórnendur og því fátæklegri kennslugögn þeim mun kostnaðarminna er hvert leikskólapláss. Nú á tímum niðurskurðar og lítils fjármagns hjá sveitarfélögum er meðal annars verið að leita allra leiða til að lækka kostnað við rekstur leikskóla og færa meiri kostnað yfir á foreldra. Það er nú sem aldrei fyrr nauðsynlegt fyrir alla sem hyggja á barneignir að velta meðal annars eftirfarandi fyrir sér: Hvað viljum við fyrir börnin okkar? Hversu langt á fæðingarorlof að vera og hver á að borga fæðingarorlofið? Hvað tekur við þegar því lýkur? Hversu mikið erum við tilbúin að borga fyrir dagvistunarúrræði? Hver á að borga fyrir það ? Hvað er ásættanlegt að við göngum langt í að gera leikskólapláss ódýrt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa auknar kröfur komið frá atvinnurekendum og foreldrum um að leikskólinn taki við börnunum þegar fæðingarorlofi lýkur. Atvinnurekendur þurfa vinnuafl og flestum foreldrum finnst leikskólavist æskilegri, ef hún stendur til boða, en dagmóðir og vegur þar mikið að mun ódýrara er að hafa barn á leikskóla. Á þensluárunum nýliðnum kappkostuðu sveitarfélög í samkeppni sinni um íbúa að bjóða yngri og yngri börnum vistun á leikskólum. Ýmislegt fór af stað í rekstri leikskólanna sem vissulega kostaði fé eins og til dæmis að bjóða upp á ungbarnadeildir og ókeypis nokkra klukkutíma fyrir elstu börnin en það sem ekki var gert var að hækka laun starfsmanna leikskólanna. Á þensluárunum var mannekla og tíð starfsmannaskipti viðloðandi vandamál á mörgum leikskólum sem olli miklu álagi í leikskólasamfélaginu. Vissulega hefur orðið breyting á starfsmannamálum eftir hrun en það er staðreynd að starfsfólk leikskólanna sem er á lægstu laununum er ekki að fá mikið meira í laun en lágmarks atvinnuleysisbætur gefa. Ekki eru nógu margir menntaðir leikskólakennarar sem fást til starfa í leikskólana og eru lág laun meðal þess sem talin er ástæða þess. En hvað viljum við fyrir börnin? Er rétt að þarfir atvinnulífsins, samkeppni sveitarfélaga og atvinnuþátttaka foreldra og starfsþróun stýri því hvar og hvenær börn eru látin í umönnun annarra en foreldra? Eiga þættir eins og hvernig þroskast börnin best, hvað veitir þeim besta veganestið út í lífið og hvernig nám viljum við fyrir börnin okkar ekki að hafa meira vægi þegar umsjón með ungu barni er ákveðið? Fæðingarorlof á Íslandi í dag er 6-9 mánuðir og margir hafa ekki aðra kosti en setja barnið í dagvistunar þegar því líkur. Margir lengja fæðingarorlofið og fá skertar fæðingarorlofsgreiðslur sem því nemur en flestir þurfa að setja börnin í umsjón annarra og fara út á vinnumarkaðinn löngu áður en barn er orðið 18 mánaða. Allavega hugmyndir eru í gangi um þarfir ungbarna og hvað sé þeim fyrir bestu. Ýmsar rannsóknir sýna fram á að ungum börnum er best borgið í umsjón foreldra sinna og að einstaklingsumönnun sé því mikilvægust fyrstu árin. Aftur á móti telja sumir foreldrar sem eiga barn á fyrsta ári að þegar barnið er orðið sex, sjö mánaða sé það orðið verulega þreytt á að vera heima hjá foreldum sínum og nauðsynlegt fyrir það að komast á leikskóla og leika við önnur börn. Dagvistunarúrræði kosta peninga en hvað, hvers vegna og hverjir eiga að borga? Fyrir leikskólavist borga foreldrar ákveðna upphæð en sú upphæð er langt frá raunverulegum kostnaði við dvöl barnsins. Ekki eru allir sem gera sér grein fyrir því að leikskólapláss er dýrara eftir því sem barnið er yngra. Á ungbarnadeildum þarf til dæmis að gera ráð fyrir meira gólfrými fyrir hvert barn þar sem gólfleikur er þeim mikilvægur, önnur svæði á leikskólum nýtast þeim minna en börnum sem eldri eru og útivera nýtist ekki alveg eins vel. Einnig eru smærri hópar nauðsynlegir á meðan börnin eru mjög ung bæði til að minnka áreiti á þau og smithættu og hver starfsmaður hefur færri börn á sinni könnu eftir því sem þau eru yngri þar sem þau þarfnast mun fjölþættari einstaklingssamskipta. Laun starfsmanna á leikskólum er aðalkostnaður við leikskólapláss og eftir því sem fagmenn, sem eru jafnan á hærri launum, eru fleiri því dýrara er leikskólaplássið. Laun leikskólakennara eru samt sem áður ekki há, sérlega ekki miðað við lengd menntunar þeirra. Laun stjórnenda á leikskólum eru hlutfallslega há miðað við aðrar stöður í leikskólum og eftir því sem stjórnendastöðum fækkar þá lækkar launakostnaður. Stjórnendur á leikskólum gegna lykilhlutverki í faglegu starfi leikskólanna og þeir mynda öryggisnet utan um nemendur, foreldra og starfsfólk. Námsgögn kosta einnig sitt og þarfnast endurnýjunar með reglulegu millibili og fylgja þarf nýjungum. Sem sagt því fleiri börn á hvern fermetra, því færri fagmenn, því færri stjórnendur og því fátæklegri kennslugögn þeim mun kostnaðarminna er hvert leikskólapláss. Nú á tímum niðurskurðar og lítils fjármagns hjá sveitarfélögum er meðal annars verið að leita allra leiða til að lækka kostnað við rekstur leikskóla og færa meiri kostnað yfir á foreldra. Það er nú sem aldrei fyrr nauðsynlegt fyrir alla sem hyggja á barneignir að velta meðal annars eftirfarandi fyrir sér: Hvað viljum við fyrir börnin okkar? Hversu langt á fæðingarorlof að vera og hver á að borga fæðingarorlofið? Hvað tekur við þegar því lýkur? Hversu mikið erum við tilbúin að borga fyrir dagvistunarúrræði? Hver á að borga fyrir það ? Hvað er ásættanlegt að við göngum langt í að gera leikskólapláss ódýrt?
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun