Lífið

Nikulás litli vinsæll

Myndin virðist vera vinsæl meðal Íslendinga því hún sló Avatar og Bjarnfreðarsyni við í DVD-sölu hjá Skífunni.
Myndin virðist vera vinsæl meðal Íslendinga því hún sló Avatar og Bjarnfreðarsyni við í DVD-sölu hjá Skífunni.

Franska fjölskyldumyndin Nikulás litli sló öllum að óvörum í gegn á franskri kvikmyndahátíð fyrir skemmstu.

Nýverið kom myndin út á DVD hjá Græna ljósinu og það var ekki sökum að spyrja; Litli Nikulás sló við stórmyndum á borð við Avatar og Bjarnfreðarsyni í sölu hjá verslunum Skífunnar, að sögn Ísleifs B. Þórhallssonar hjá Græna ljósinu.

„Til samanburðar má nefna að alls sáu um 120 þúsund Íslendingar Avatar í bíó en Bjarnfreðarson fékk sjötíu þúsund áhorfendur. Það voru sex þúsund gestir sem borguðu sig inn á Litla Nikulás," segir Ísleifur og bætir því við að þessar sölutölur hafi komið honum skemmtilega á óvart.

„Ísland er örugglega eina landið í heiminum þar sem þessi mynd slær svona risum við."- fgg

Hér má sjá sýnishorn úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.