Erlent

Kínverskir kolanámumenn finnast á lífi eftir viku

MYND/AP
Níu kínverskum kolanámumönnum var í dag bjargað úr námu sem fylltist af vatni fyrir viku síðan. 153 verkamenn festust inni í námunni og hafa björgunaraðgerðir staðið síðan. Enn eru menn vongóðir um að fleiri finnist á lífi en þeir sem fundust í dag eru þeir fyrstu sem fundist hafa. Vatnsmagnið sem fyllti námuna er jafnmikið og þarf til þess að fylla fimmtíu og fimm 50 metra sundlaugar.

Talið er að verkamennirnir sem enn eru í námunni séu á 9 mismunandi hæðum niðri í námunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×