Erlent

Hryðjuverkamaður dæmdur til hengingar

Óli Tynes skrifar
Hér sést Ajmal Amir Kasab þegar árásirnar stóðu sem hæst.
Hér sést Ajmal Amir Kasab þegar árásirnar stóðu sem hæst. MYND/AP

Eini hryðjuverkamaðurinn sem lifði af árásina á Mumbai á Indlandi árið 2008 hefur verið dæmdur til hengingar.

Ajmal Amir Kasab var einn af tíu Pakistönum sem réðust inn í borgina vopnaðir hríðskotarifflum og sprengjum.

Þeir réðust á hótel, lestarstöðvar og miðstöð Gyðinga í borginni.

Þeir myrtu alla sem á vegi þeirra urðu og alls féllu 166 í árásinni. Það tók indverskar öryggissveitir sextíu klukkustundir að ráða niðurlögum þeirra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×