Erlent

Kjörstaðir opnir í Bretlandi, kosningasvik í rannsókn

Kosningadagur er runninn upp í Bretlandi og hafa kjörstaðir nú verið opnir í tæpa tvo klukkutíma.

Mikil spenna er í þessum kosningum því kannanir hafa sýnt að hvorki Verkamanna- né Íhaldsflokkurinn fá starfhæfan meirihluta í þeim.Búist er við að Íhaldsflokkurinn fái flest atkvæðin en erfitt er að sjá hvort Verkamannaflokkurinn eða Frjálslyndir nái öðru sætinu.

Meðal frétta í fjölmiðlum í dag er að breska lögreglan rannsakar nú meint kosningasvik í þremur borgum landsins, London, Manchester og Yorkshire. Um er að ræða svindl á utankjörstaðaatkvæðum og fölsun á heimilisföngum kjósenda. Í London er lögreglan að rannsaka 23 slík tilvik en þau munu vera færri í Manchester og Yorkshire. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna þessa máls.

Kjördæmaráð Bretlands segir að við síðustu kosningar, árið 2006, hafa hertum öryggisreglum verið komið á fót til þess að koma í veg fyrir kosningasvik af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×