Erlent

Grikkir samþykktu niðurskurð

Óli Tynes skrifar
Frá óeirðunum í Aþenu í gær.
Frá óeirðunum í Aþenu í gær. Mynd/AP

Gríska þingið samþykkti í dag stórfelldan niðurskurð og aðhaldsaðgerðir til þess að tryggja sér lán frá öðrum evruríkjum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Þúsundir manna söfnuðust saman til að mótmæla við þinghúsið í dag meðan málið var þar til umræðu.

Mótmælin voru þó friðsamleg enda Grikkir slegnir yfir óeirðum gærdagsins þar sem tvær konur og maður brunnu til bana þegar bensínsprengju var kastað inn í banka. Önnur kvennanna var með barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×