Aserbaídsjan auglýsir grimmt fyrir Eurovision og sendir Íslandi kveðju Tinni Sveinsson skrifar 6. maí 2010 13:55 Þessa dagana má víða um netið sjá auglýsingar þar sem lagið frá Aserbaídsjan er sagt vera sigurstranglegast í Eurovision-keppninni í Noregi. „Sjáið hana í rigningu! Sjáið hana í sundlauginni! Sigurstranglegasta lagið í Eurovision," stendur í auglýsingunni sem netmeistararnir frá Aserbaídsjan kokkuðu upp í kringum lagið Drip Drop með söngkonunni Safura Alizade. Þessi herferð er þó ekki algalin og vekur mikla athygli. Lagið er komið í efsta sæti hjá flestum veðbönkum. Þar er Ísland aftur á móti oftast í kringum 23. sætið. Teymið frá Aserbaídsjan ætlar alla leið með lagið og heimsækir sjö lönd fyrir keppnina. Í upphafi var kynnt að Ísland yrði einn áfangastaðanna en því hefur nú verið breytt. Þar gætu eldsumbrotin í Eyjafjallajökli spilað inn í. Þrátt fyrir það fá Íslendingar sérstaka sumarkveðju á heimasíðu Safuru á eurovisiontalents.com, sem merkilegt nokk er skrifuð á öllum tungumálum keppninnar, þar með talið íslensku. Svona hljómar kveðjan: „Elskurnar mínar! Þetta er til allra Íslendinga. Gleðilegan sumardaginn fyrsta! Ég var að komast að því að á sumardaginn fyrsta (er hann í alvörunni 22. apríl? Kemur nokkuð sumar fyrr en um miðjan júní!!!) taka Íslendingar sig til og gefa hvert öðru gjafir! Börn fá sumargjafir og hjón færa hvert öðru kaffi í rúmið. Kannski fær einhver heppin ungmeyja trúlofunarhring í sumargjöf - eins og hún Beyonce mín myndi segja, ,,ef þú ert hrifinn af því, skelltu á það hring"! En að öllu gamni slepptu vil ég óska ykkur gleðilegs sumars án eldsumbrota og góðra og rausnarlegra kærasta til að bjóða ykkur út, færa ykkur blóm og knúsa ykkur fast. Faðmlög, kossar og við sjáumst í Osló!"Hér má sjá myndbandið við lag Safuru, Drip Drop.Hér er sumarkveðjan til Íslendinga. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
Þessa dagana má víða um netið sjá auglýsingar þar sem lagið frá Aserbaídsjan er sagt vera sigurstranglegast í Eurovision-keppninni í Noregi. „Sjáið hana í rigningu! Sjáið hana í sundlauginni! Sigurstranglegasta lagið í Eurovision," stendur í auglýsingunni sem netmeistararnir frá Aserbaídsjan kokkuðu upp í kringum lagið Drip Drop með söngkonunni Safura Alizade. Þessi herferð er þó ekki algalin og vekur mikla athygli. Lagið er komið í efsta sæti hjá flestum veðbönkum. Þar er Ísland aftur á móti oftast í kringum 23. sætið. Teymið frá Aserbaídsjan ætlar alla leið með lagið og heimsækir sjö lönd fyrir keppnina. Í upphafi var kynnt að Ísland yrði einn áfangastaðanna en því hefur nú verið breytt. Þar gætu eldsumbrotin í Eyjafjallajökli spilað inn í. Þrátt fyrir það fá Íslendingar sérstaka sumarkveðju á heimasíðu Safuru á eurovisiontalents.com, sem merkilegt nokk er skrifuð á öllum tungumálum keppninnar, þar með talið íslensku. Svona hljómar kveðjan: „Elskurnar mínar! Þetta er til allra Íslendinga. Gleðilegan sumardaginn fyrsta! Ég var að komast að því að á sumardaginn fyrsta (er hann í alvörunni 22. apríl? Kemur nokkuð sumar fyrr en um miðjan júní!!!) taka Íslendingar sig til og gefa hvert öðru gjafir! Börn fá sumargjafir og hjón færa hvert öðru kaffi í rúmið. Kannski fær einhver heppin ungmeyja trúlofunarhring í sumargjöf - eins og hún Beyonce mín myndi segja, ,,ef þú ert hrifinn af því, skelltu á það hring"! En að öllu gamni slepptu vil ég óska ykkur gleðilegs sumars án eldsumbrota og góðra og rausnarlegra kærasta til að bjóða ykkur út, færa ykkur blóm og knúsa ykkur fast. Faðmlög, kossar og við sjáumst í Osló!"Hér má sjá myndbandið við lag Safuru, Drip Drop.Hér er sumarkveðjan til Íslendinga.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira