Lífið

Pitt temur tígrisdýr

Leikarinn Brad Pitt hefur ákveðið að leika í The Tiger.
Leikarinn Brad Pitt hefur ákveðið að leika í The Tiger.

Leikarinn Brad Pitt hefur ákveðið að leika í spennumyndinni The Tiger. Leikstjóri verður Darren Aranofsky sem síðast sendi frá sér The Wrestler.

Myndin er byggð á sannsögulegri bók Johns Vaillant og fjallar um náunga sem reynir að hafa hemil á tígrisdýri sem hefur ráðist á nokkra þorpsbúa. Pitt átti á sínum tíma að leika í annarri mynd eftir Aranofsky, The Fountain, en Hugh Jackman fékk hlutverkið á endanum.

Guillermo Arriga, handritshöfundur Babel þar sem Pitt fór með stórt hlutverk, er byrjaður að skrifa handritið að The Tiger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.