Opið bréf frá trúlausu foreldri 22. október 2010 06:00 Sæll Örn Bárður. Ég er foreldri með tvö börn á grunnskólaaldri. Ég er einnig trúarbragðafræðingur og skrifa þér þetta bréf með báða hatta á höfði. Grein þín hér í blaðinu „Gildahlöður og menningarbylting" um samskipti kirkju og skóla olli mér vonbrigðum. Í stað þess að tala málefnalega og virða að þeir sem þú ert ósammála hafi raunverulegar áhyggjur, sem í það minnsta kalli á skynsamleg skoðanaskipti, talar þú um þá í sömu andránni og blóðþyrsta kúgara. Einföld breyting á skólastarfi í Reykjavík er skyndilega sett út á blóðakur menningarbyltingar Maós. En látum kyrrt liggja. Tökum gífuryrðin út af borðinu. Ég er trúlaus en ég er ekki „andstæðingur kristinnar trúar". Ég hef lengi staðið utan trúfélaga en ég er ekki „að hamast á kirkju og kristni". Og fyrst ég er byrjaður er ég hvorki í Vantrú né Siðmennt og hef aðeins átt góð kynni af kirkjunnar fólki. Þú spyrð margra spurninga í greininni, Örn Bárður, m.a. hvort við viljum sögukennslu út úr skólakerfinu. Ég segi „?!" Hér er verið að tala um að skólastarf skuli ekki blandast trúarlegum tilgangi. Hvernig getur „engin sögukennsla" verið næsta skref? En í allri sanngirni segir þú áður að öll kennsla sé gildishlaðin - líka sögukennsla. Meira að segja bestu sögukennarar hafa skoðanir. Alveg rétt. En það er ekki þar með sagt að hægt sé að leggja boðun trúar og sögukennslu að jöfnu. Gildin (merkingin) sem koma fram í sögukennslu og samfélagsfræði eiga að byggjast á rannsóknum sagnfræðinga og samfélagsfræðinga. Ekki trúarhugmyndum. Því gildi, eins og þú ýjar að, eru ekki jafnrétthá. Við viljum að kennsluefnið eigi rætur við Suðurgötuna en ekki í Hádegismóum. Þetta er kjarni málsins um tengsl trúar og skóla. Trúarbragðafræðin er veraldlegt fag með rætur í hug- og félagsvísindum. Trúarbragðafræðin á að fræða um trúarbrögð sem mannlegt fyrirbæri - eitthvað sem fólk gerir og hugsar. Heimsóknir presta og annarra fulltrúa trúfélaga eiga heima innan þessa ramma - sem innlegg í trúarbragðafræðslu. Sömu sögu er að segja um heimsóknir í kirkjur og önnur musteri, sem og föndur trúartákna - ekki í trúartilgangi heldur þeim að uppfræða. Hér á kristindómurinn sinn sess og þannig fræðast börn þjóðkirkjufólks, múslíma, trúleysingja og annarra um kristna trú og önnur trúarbrögð. Ekki er hægt að kenna Íslandssögu án þess að kirkjan spili þar stóra rullu. Því eru áhyggjur þínar, Örn Bárður, og annarra um „gerilsneydda" skóla ástæðulausar. Þú spyrð hvar eigi að láta staðar numið. Svarið er einfalt: látum skólann gegna sínu hlutverki. Hann á ekki að boða trú heldur fræða um trú. Þetta svarar einnig áhyggjum þínum um þöggun - fræðsla og upplýsing eru andstæður þöggunar og þröngsýni. Látum það liggja á milli hluta að mannréttindi eru fyrst og fremst til þess að vernda minnihlutann. Þetta ættu kristnir að skilja manna best. En þetta er ekki aðalatriðið. Skólakerfið er opinbert og veraldlegt og þar má ekki mismuna. Með því að blanda trú inn í skólastarf er verið að víkja frá hlutverki skólans sem fræðslustofnunar. Og það getur ekki verið að neinn íhugi í alvöru þá „lausn" að taka börn „þessa fólks" út úr hópnum - varla eftir alla þá umræðu sem verið hefur um einelti. Finnst þér, Örn Bárður, að þú hafir rétt til þess að gera lítið úr lífsskoðunum foreldra í mínum sporum og taka fram fyrir hendurnar á þeim um uppeldi eigin barna? Finnst þér að þú hafir meiri rétt til minna eigin barna en ég sjálfur? Svona snýr þetta við mér sem trúlausu foreldri sem sendir börnin sín til fræðslu í hverfisskólanum. Og hvers vegna þarf skólinn að vera vettvangur trúarinnar? Kirkjur eru víða. Ég sé a.m.k. eina út um stofugluggann. Þar er blómlegt barnastarf oft í viku. Ég er sammála þér þegar þú segir að „í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra". Þetta er háleitt en raunsætt markmið. Leyfum skólanum að sinna sínu hlutverki og kirkjunni sínu. Leyfum kristnum að láta sín börn koma til Krists - leyfum börnum trúlausra að vera börn foreldra sinna. Þetta er engin bylting, aðeins lítið sanngirnismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sæll Örn Bárður. Ég er foreldri með tvö börn á grunnskólaaldri. Ég er einnig trúarbragðafræðingur og skrifa þér þetta bréf með báða hatta á höfði. Grein þín hér í blaðinu „Gildahlöður og menningarbylting" um samskipti kirkju og skóla olli mér vonbrigðum. Í stað þess að tala málefnalega og virða að þeir sem þú ert ósammála hafi raunverulegar áhyggjur, sem í það minnsta kalli á skynsamleg skoðanaskipti, talar þú um þá í sömu andránni og blóðþyrsta kúgara. Einföld breyting á skólastarfi í Reykjavík er skyndilega sett út á blóðakur menningarbyltingar Maós. En látum kyrrt liggja. Tökum gífuryrðin út af borðinu. Ég er trúlaus en ég er ekki „andstæðingur kristinnar trúar". Ég hef lengi staðið utan trúfélaga en ég er ekki „að hamast á kirkju og kristni". Og fyrst ég er byrjaður er ég hvorki í Vantrú né Siðmennt og hef aðeins átt góð kynni af kirkjunnar fólki. Þú spyrð margra spurninga í greininni, Örn Bárður, m.a. hvort við viljum sögukennslu út úr skólakerfinu. Ég segi „?!" Hér er verið að tala um að skólastarf skuli ekki blandast trúarlegum tilgangi. Hvernig getur „engin sögukennsla" verið næsta skref? En í allri sanngirni segir þú áður að öll kennsla sé gildishlaðin - líka sögukennsla. Meira að segja bestu sögukennarar hafa skoðanir. Alveg rétt. En það er ekki þar með sagt að hægt sé að leggja boðun trúar og sögukennslu að jöfnu. Gildin (merkingin) sem koma fram í sögukennslu og samfélagsfræði eiga að byggjast á rannsóknum sagnfræðinga og samfélagsfræðinga. Ekki trúarhugmyndum. Því gildi, eins og þú ýjar að, eru ekki jafnrétthá. Við viljum að kennsluefnið eigi rætur við Suðurgötuna en ekki í Hádegismóum. Þetta er kjarni málsins um tengsl trúar og skóla. Trúarbragðafræðin er veraldlegt fag með rætur í hug- og félagsvísindum. Trúarbragðafræðin á að fræða um trúarbrögð sem mannlegt fyrirbæri - eitthvað sem fólk gerir og hugsar. Heimsóknir presta og annarra fulltrúa trúfélaga eiga heima innan þessa ramma - sem innlegg í trúarbragðafræðslu. Sömu sögu er að segja um heimsóknir í kirkjur og önnur musteri, sem og föndur trúartákna - ekki í trúartilgangi heldur þeim að uppfræða. Hér á kristindómurinn sinn sess og þannig fræðast börn þjóðkirkjufólks, múslíma, trúleysingja og annarra um kristna trú og önnur trúarbrögð. Ekki er hægt að kenna Íslandssögu án þess að kirkjan spili þar stóra rullu. Því eru áhyggjur þínar, Örn Bárður, og annarra um „gerilsneydda" skóla ástæðulausar. Þú spyrð hvar eigi að láta staðar numið. Svarið er einfalt: látum skólann gegna sínu hlutverki. Hann á ekki að boða trú heldur fræða um trú. Þetta svarar einnig áhyggjum þínum um þöggun - fræðsla og upplýsing eru andstæður þöggunar og þröngsýni. Látum það liggja á milli hluta að mannréttindi eru fyrst og fremst til þess að vernda minnihlutann. Þetta ættu kristnir að skilja manna best. En þetta er ekki aðalatriðið. Skólakerfið er opinbert og veraldlegt og þar má ekki mismuna. Með því að blanda trú inn í skólastarf er verið að víkja frá hlutverki skólans sem fræðslustofnunar. Og það getur ekki verið að neinn íhugi í alvöru þá „lausn" að taka börn „þessa fólks" út úr hópnum - varla eftir alla þá umræðu sem verið hefur um einelti. Finnst þér, Örn Bárður, að þú hafir rétt til þess að gera lítið úr lífsskoðunum foreldra í mínum sporum og taka fram fyrir hendurnar á þeim um uppeldi eigin barna? Finnst þér að þú hafir meiri rétt til minna eigin barna en ég sjálfur? Svona snýr þetta við mér sem trúlausu foreldri sem sendir börnin sín til fræðslu í hverfisskólanum. Og hvers vegna þarf skólinn að vera vettvangur trúarinnar? Kirkjur eru víða. Ég sé a.m.k. eina út um stofugluggann. Þar er blómlegt barnastarf oft í viku. Ég er sammála þér þegar þú segir að „í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra". Þetta er háleitt en raunsætt markmið. Leyfum skólanum að sinna sínu hlutverki og kirkjunni sínu. Leyfum kristnum að láta sín börn koma til Krists - leyfum börnum trúlausra að vera börn foreldra sinna. Þetta er engin bylting, aðeins lítið sanngirnismál.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun