Lífið

Jennifer Lopez funheit í Mónakó | Myndir

J-Lo rúntar á lúxussnekkju Roberto Cavalli milli Mónakó og Cannes.
J-Lo rúntar á lúxussnekkju Roberto Cavalli milli Mónakó og Cannes.
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez lætur að sér kveða í Suður-Evrópu þessa dagana. Hún er þarna stödd með eiginmanninum Marc Anthony og tveggja ára tvíburum þeirra, Max og Emme.

Hjónin eru búin að vera dugleg í samkvæmislífinu. Þau mættu í Vanity Fair partý sem var haldið til heiðurs Martin Scorcese í Cannes á laugardag. Á sunnudag fylgdust þau síðan með Formúlunni í Mónakó og síðan fóru þau í partý á snekkjunni hjá Philip Green.

Í gærkvöldi kom J-Lo síðan fram á World Music Awards-hátíðinni í Mónakó þar sem hún tók á móti verðlaunum fyrir vel heppnaðan tónlistarferil. Atriði hennar á hátíðinni þótti einnig afar vel heppnað.

Það var annars Lady Gaga sem sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni, sem verðlaunar tónlistarfólk fyrir frammistöðu á heimsvísu, en hún var ekki á svæðinu.

Það væsir ekki um J-Lo og fjölskylduna við Miðjarðarhafið. Þau leigðu sér lúxussnekkju tískurisans Roberto Cavalli þar sem þau eru með aðstöðu fyrir sig og fylgdarlið sitt. Síðan sigla þau á milli Cannes og Mónakó eftir hentisemi. Snekkjan er vinsæl meðal stjarna í Cannes. Í fyrra leigði Mariah Carey hana og þar áður Beckham-hjónin.

Þegar fríið er búið taka síðan væntanlega við samningaviðræður heimafyrir. Sagan segir að J-Lo og Marc séu á lokalista yfir þá sem koma til greina í dómarasæti við hlið Simon Cowell í X-Factor á næsta ári.





Hjónin á Formúlunni á sunnudag.
Hjónin á Formúlunni á sunnudag.
Hjónin á Formúlunni á sunnudag.
Hjónin á Formúlunni á sunnudag. Þarna með þeim er Bernie Ecclestone, aðaleigandi Formúlunnar.
Rauði dregillinn á World Music Awards í gær. J-Lo mætti í snarbrjáluðum skinnkjól.
Rauði dregillinn á World Music Awards í gær.
Rauði dregillinn á World Music Awards í gær.
Rauði dregillinn á World Music Awards í gær.
Rauði dregillinn á World Music Awards í gær.
Hún fékk verðlaun fyrir vel heppnaðan feril.
J-Lo á sviðinu í Mónakó í gær.
J-Lo á sviðinu í Mónakó í gær.
J-Lo á sviðinu í Mónakó í gær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.