Lífið

Ungfrú Bandaríkin heldur krúnunni þrátt fyrir strippdans | Myndir

Það þykir táknrænt að Bandaríkjamenn skuli velja sér fegurðardrottningu sem á ættir að rekja til Mið-Austurlanda.
Það þykir táknrænt að Bandaríkjamenn skuli velja sér fegurðardrottningu sem á ættir að rekja til Mið-Austurlanda.

Uppistandarar í Bandaríkjunum voru fljótir að finna sér brandaraefni í kjörinu á Ungfrú Ameríku á sunnudag. Hin 24 ára Rima Fakih frá Michigan fylki vann keppnina en hún er ættuð frá Líbanon. „Fröken Fakih var ótrúlega ánægð með sigurinn. Sérstaklega af því að nú getur hún farið óáreitt um flugvellina," var einn arababrandaranna sem grínararnir sögðu í kjölfarið.

Bandaríkjamenn eru duglegir að grafa upp eitthvað misjafnt úr fortíð þeirra sem vinna titilinn Ungfrú Bandaríkin. Farið var á stúfana og dregnar upp myndir af Fakih þar sem hún sést dansa við súlu í veislu sem útvarpsstöð hélt fyrir þremur árum síðan. Í ljós kom að þetta var ekki súludanskeppni eins og haldið var fram heldur góðgerðaboð og dansinn sjálfur var innan velsæmismarka. Hún heldur því titlinum.

Eigandi keppninnar er Donald Trump og afhenti hann Fakih titilinn. Hún segir augnablikið áður en hann tilkynnti sigurvegarann erfitt. Þá setti Trump nefninlega upp svipinn sem er þekktur úr Apprentice-þáttunum þegar hann rekur fólk.

Í Líbanon fylgdist síðan stórfjölskyldan með og þykir mörgum táknrænt að Bandaríkjamenn skuli velja sér fegurðardrottningu með þennan bakgrunn.

Í myndasafninu má finna myndir af strippatriðinu umdeilda og fleiri myndir af Rima Fakih.

Hér er myndband af keppendum og lokaathöfninni.

Hér mætir Fakih til David Letterman og flytur Topp tíu lista yfir það sem hana langar að gera sem Ungfrú Bandaríkin.

Myndir af strippatriðinu umdeilda sem talið var að myndi kosta Fakih titilinn.
Myndir af strippatriðinu umdeilda sem talið var að myndi kosta Fakih titilinn.
Myndir af strippatriðinu umdeilda sem talið var að myndi kosta Fakih titilinn.
Brosað í gegnum tárin við krýninguna á sunnudag.
Brosað í gegnum tárin við krýninguna á sunnudag.
Brosað í gegnum tárin við krýninguna á sunnudag.
Fjölskyldan í Líbanon fylgdist með keppninni í gegnum Netið.
Frænkurnar í Líbanon fengu sér brjóstsykur í tilefni af sigrinum.
Kynningarmyndir teknar fyrir keppnina.
Kynningarmyndir teknar fyrir keppnina.
Kynningarmyndir teknar fyrir keppnina.
Kynningarmyndir teknar fyrir keppnina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.