Erlent

Sprenging í Belfast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP.
Rýma þurfti byggingar í Belfast í Norður Írlandi þegar stór sprengja sprakk nærri höfuðstöðvum MI5 leyniþjónustunnar í nótt. Enginn særðist í sprengingunni.

Klofningshreyfing úr Írska lýðveldishernum er grunuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en lögreglan segir að menn á þeirra vegum hafi yfirbugað leigubílstjóra á heimili sínu í gær og notað bifreið hans til að aka sprengjunni á staðinn þar sem hún sprakk.

Leyniþjónustan hefur undanfarið ár fjölgað mönnum í sínu liði til þess að vinna gegn hryðjuverkum og eru þeir nú orðnir 400 talsins, að því er breska blaðið The Times fullyrðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×