Lífið

Gwyneth blandaði martini fyrir pabba sex ára gömul

Gwyneth var í rosa stuði í matarþættinum breska og sagði þetta hápunkt ferilsins.
Gwyneth var í rosa stuði í matarþættinum breska og sagði þetta hápunkt ferilsins.
Leikkonan Gwyneth Paltrow sló í gegn þegar hún mætti í breska matarþáttinn Market Kitchen nú í vikunni. Í ljós kom að hún er mikil áhugamanneskja um matargerð og mætti hún meðal annars með forláta hníf sem eiginmaðurinn Chris Martin lét grafa í og gaf henni.

Gwyneth hugsar vel um heilsuna en sagðist elska að fá sér kokkteil þegar hún er í stuði. Hún er dugleg að blanda sér þegar vinir koma í heimsókn og þykir fær með hristarann.

Þetta segir hún ekki skrýtið þar sem hún hefur lengi blandað kokkteila og viðurkenndi hún í þættinum að hafa verið byrjuð að blanda þurran martini fyrir pabba sinn þegar hún var aðeins sex ára gömul. Þetta voru nú samt allt jákvæðar minningar hjá Gwyneth en faðir hennar lést árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.