Innlent

Kynjaskipting er áberandi

Karlar eru tveir þriðju hlutar starfsmanna á almennum vinnumarkaði en konur einn þriðji. Karlar vinna líka lengur en þeir skila 71 prósenti vinnustunda á almennum vinnumarkaði en konur 29 prósent.

Hjá hinu opinbera eru konur þrír fjórðu hlutar starfsmanna en karlar fjórðungur. Þar skila konur tveimur þriðju hluta vinnustunda en karlar þriðjungi.

Meðalvinnutími karla er rúmir 46 tímar á viku en konur vinna tæpa 36 tíma.

Þetta kom fram á ráðstefnunni Virkjum karla og konur sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í vikunni.

Algengt hlutfall kvenna í atvinnulífinu er í kringum tuttugu prósent ef horft er til stjórnunarstarfa, stjórnarsæta eða til hlutfalls kvenna sem stofna fyrirtæki. - shá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×