Lífið

Victoria Beckham hrygg yfir dauða Corey Haim

Andlát unglingastjörnunnar Corey Haim kom Victoriu Beckham í opna skjöldu. Þau fóru á fáein stefnumót árið 1995. Victoria segir að þau hafi ekki sofið saman á sínum tíma þar sem Haim hafði ekki áhuga á því. „Mesta sem við gerðum var að kyssast," hefur Daily Mail eftir Victoriu sem kveðst vera hrygg yfir andláti Haim.

Haim var ein skærasta unglingastjarnan í Hollywood á níunda áratug síðustu aldar. Hann lést í vikunni 38 ára að aldri. Talið er að hann hafi óvart tekið of stóran skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum. Fjögur lyfjaglös fundust hjá Haim þar sem hann fannst á baðherbergi í íbúð móður sinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.