Erlent

Forseti Kirgistan vill viðræður

Mikil átök hafa verið í landinu síðustu daga.
Mikil átök hafa verið í landinu síðustu daga.

Kurmanbek Bakijev forseti Kirgistans sem hrakinn var frá völdum í vikunni hefur boðist til að ræða við það sem hann kallar bráðabirgðastjórn landsins. Hann segist enn vera forseti, þótt hann viðurkenni valdaleysi sitt og ætlar ekki að segja af sér.

Bakiyev segist vera í felum í suðurhluta landsins en Rosa Otunbajeva. fyrrverandi utanríkisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, segir að þingið hafi verið leyst upp og aðbráðabirgðaríkisstjórnin muni starfa í hálft ár. Þá verði haldnar kosningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×