Lífið

Gorillaz bjarga Bono-veseni Glastonbury

Damon þarf nú að leggja höfuðið í bleyti því gestir munu án efa setja upp nærsýnustu gagnrýnendagleraugu sín fyrir tónleikana.
Damon þarf nú að leggja höfuðið í bleyti því gestir munu án efa setja upp nærsýnustu gagnrýnendagleraugu sín fyrir tónleikana.
Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Glastonbury tilkynnti rétt í þessu að það verði hljómsveit Damon Albarn, Gorillaz, sem treður upp á píramídasviði hátíðarinnar á aðaltónleikum hátíðarinnar á föstudagskvöldinu.

Eftir að Bono var drifinn í uppskurð í München fyrir helgi afboðaði U2 tónleika sína á hátíðinni. Þeirra hafði verið beðið með eftirvæntingu, enda hefur U2 ekki spilað á tónleikahátíð í 25 ár.

U2 ætlaði að tjalda öllu sínu, sem er nú ekkert smáræði, og sagði Bono að sveitin hefði jafnvel samið nýtt lag fyrir Glastonbury. Það er því engin smápressa á Damon og félögum en miðað við viðtökurnar sem þeir hafa fengið síðustu ár ættu þeir að standa undir þeim.

Tengdar fréttir

Bono skorinn upp á mænunni

Söngvarinn Bono er nú staddur á einkasjúkrahúsi í München í Þýskalandi þar sem færustu taugaskurðlæknar sem í boði eru skáru upp bakið á honum.

Bono: Ég er í rusli

Bono skrifar að hann sé í rusli og að U2 hafi samið nýtt lag fyrir Glastonbury-tónleikana en auk þeirra hefur verið hætt við 16 tónleika í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.