Lífið

Nauðsynlegt að rækta ástina

Julianne Moore. MYND/Cover Media
Julianne Moore. MYND/Cover Media

Leikkonan Julianne Moore, 49 ára, sem kynntist eiginmanni sínum Bart Freundlich árið 1996 og giftist honum síðan sjö árum síðar, telur mikilvægt fyrir pör að kynnast áður en þau ákveða að ganga í heilagt hjónaband og gefi sér tíma.

Í þeirra tilfelli tekur uppeldið nánast allan tíma þeirra en þau eiga saman tvö börn, Caleb, 12 ára, og Liv Helen, 8 ára.

„Ég dáist að fólki sem nær að eyða tíma í hvort annað þrátt fyrir annasamt fjölskyldulíf og allt sem því fylgir.  Við erum eins og fólk er flest. Við gefum hvort öðru allt of lítinn tíma. Það er bara virkilega erfitt," sagði Julianne spurð út í hjónabandið.

„Í lok dags skiptir jú fjölskyldan öllu máli. Það þarf að rækta það sem skiptir máli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.