Lífið

Óþekkt lög eftir Ása flutt á morgun

Hanna Dóra Sturludóttir messósópran og Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettuleikari.
Hanna Dóra Sturludóttir messósópran og Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettuleikari.

Á morgun verða þær stöllur Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettuleikari og Hanna Dóra Sturludóttir messósópran með tónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 20 og troða svo upp a föstudagskvöld á Stokkalæk. Á tónleikunum munu þær flytja Ljóðaflokk eftir Lori Laitman við texta gyðingabarna frá stríðstímum, lög eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Jónasar Hallgrímssonar og nýjar útsetningar Atla Heimis á lögum Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar.

Á efnisskránni er að finna áður óþekkt lög eftir Ása í Bæ, meðal annars gamlan tangó frá 1931, Ó komdu kær, en lagið skrifaði Ási þegar hann var 17 ára. Á efnisskránni er einnig að finna landsþekktar dægurperlur eftir þá félaga líkt og Ég veit þú kemur, Maju litlu, Síldarstúlkurnar og fleira. Freyja og Hanna Dóra hafa einnig nýlokið við að hljóðrita efnisskrá með lögum Ása og Oddgeirs og er sá geisladiskur væntanlegur á haustdögum. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Steinunn Birna Ragnarsdóttir.

Þær gáfu út á vordögum geisladisk, Kviða kalla þær hann en á honum flytja þær sönglög eftir Johannes Brahms, W.A. Mozart, Atla Heimi Sveinsson og fleiri.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.