Erlent

Tveir fangar fluttir frá Guantanamo

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama hefur gefið fyrirheit um að Guantanamo verði lokað. Mynd/ AFP.
Obama hefur gefið fyrirheit um að Guantanamo verði lokað. Mynd/ AFP.
Bandarísk stjórnvöld hafa flutt tvo fanga úr Guantanamo búðunum til Lettlands og Spánar, samkvæmt upplýsingum sem Danmarks Radio hefur frá varnarmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum. Þetta er liður í því að loka Guantanamobúðunum eins og Barack Obama hafði lofað að gera.

Varnarmálaráðuneytið í Pentagon hefur ekki gefið upp nafnið á föngunum tveimur en innanríkisráðuneytið á Spáni segir að fangarnir séu Afganar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×