Lífið

Senda börnin á Diskóeyju

Bragi Valdimar og Óttarr Proppé vinna að glaðlegri barnaplötu.
Bragi Valdimar og Óttarr Proppé vinna að glaðlegri barnaplötu.

„Það dásamlega við krakka er að þeir koma ekki að borðinu full af fordómum hvað sé rétt og skemmtileg. Þau finna þetta á sér,“ segir þúsundþjalasmiðurinn Óttarr Proppé.

Óttarr vinur að barnaplötu ásamt Baggalútinum Braga Valdimari Skúlasyni og Kidda í Hjálmum. Sögumaður á plötunni verður enginn annar en Sigtryggur Baldursson. „Þetta er ákveðin saga sem við Bragi kokkuðum upp saman um krakka sem eiga á hættu að verða leiðinleg, þegar það kemst upp að þau langar til að verða eignaumsýslufræðingar og lögfræðingar þegar þau verða stór,“ segir Óttarr. „Þá eru þau send í skóla prófessorins á Diskóeyju. Þar er skemmtun og gleði kennd.“

Óttarr fer með hlutverk prófessorins, en hann hefur brugðið sér í allra kvikinda líki á söngsviðinu - síðast sem söngvari einnar mögnuðustu hljómsveitar landsins; Dr. Spock. en óttast Óttarr ekki að börnin hræðist rokkskrímslið sem hann getur verið?

„Ég hef fundið fyrir því í gegnum tíðina að krakkarnir hafa mjög gaman af því sem maður er að gera - eftir því sem ýktari karakterar eru í gangi,“ segir hann. „Þó maður sé að klæða sig upp fyrir fullorðna þá skilja krakkarnir það betur en hinir sem eldri eru.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.