Fangar hjálpa fátækum: Baka mörg þúsund smákökur Magnús Már Guðmundsson skrifar 5. desember 2010 16:41 „Margir hérna koma frá brotnum heimilum og fjölskyldum sem hafa haft lítið á milli handanna þannig að það eru margir hérna sem þekkja þetta. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað en það er ekki mikið sem við getum gert verandi í öryggisfangelsi," segir fanginn Jónas Árni Lúðvíksson í samtali við fréttastofu. Fangar á Litla Hrauni afhenda á morgun Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Jólaaðstoð-2010 mörg þúsund smákökur sem þeir hafa bakað til að hjálpa fjölskyldum sem minnst peningaráð hafa fyrir jólin. „Með öllu baka þeir úr hálfu tonni og nú þegar er búið að baka stærstan hluta af því," segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla Hrauni. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með þeim."Fangar kvíða og vanlíðanar Jónas segir að fangarnir vilji láta gott af sér leiða. „Ástandið í þjóðfélaginu er alltaf að versna og versna og þó fólkið í röðunum sé frjálst ferða sinna er það hálfpartin fangar kvíða og vanlíðanar og líður eflust verr en okkur hér. Þannig að okkur langaði til að gera eitthvað og fórum með þessa hugmynd til Margrétar," segir Jónas. „Það komust færri að en vildu en við erum sjö í þessu. Eldhúsið bíður bara ekki upp á að fleiri taki þátt." Í framhaldinu höfðu fangarnir samband við fjölda fyrirtækja og athuguðu hvort að þau væru til í að leggja þeim til hráefni. Jónas segir auk þess að bakarinn Jói Fel hafi verið þeim innan handar og gefið þeim góðar ábendingar. Jói hafi þó ekki náð að kíkja til þeirra.Baka sex sortir Smákökugerðin fer fram í eldhúsi fangelsisins eftir hádegismat á hverjum degi undir leiðsögn matráðskonunnar. „Hún hefur verið frábær og hún veit nákvæmlega hvernig á að gera þetta," segir Jónas. „Þrátt fyrir að við viljum glaðir vera þarna allan daginn þá verður alltaf einhver að vera með okkur og hér er auðvitað mannekla eins og víða annars staðar." Jónas og félagar hafa bakað sex sortir og pakkað kökunum inn í smápoka og lokað þeim með jólabandi. „Það er sveitalúkk á þessu en þetta eru heimilslegar og góðar smákökur." Stærstur hluti verður afhentur á morgun en Jónas segir að fangarnir muni halda áfram að baka næstu daga. Ísland í dag fjallaði einnig um málið í síðustu viku og horfa má á þá umfjöllun hér að ofan. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
„Margir hérna koma frá brotnum heimilum og fjölskyldum sem hafa haft lítið á milli handanna þannig að það eru margir hérna sem þekkja þetta. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað en það er ekki mikið sem við getum gert verandi í öryggisfangelsi," segir fanginn Jónas Árni Lúðvíksson í samtali við fréttastofu. Fangar á Litla Hrauni afhenda á morgun Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Jólaaðstoð-2010 mörg þúsund smákökur sem þeir hafa bakað til að hjálpa fjölskyldum sem minnst peningaráð hafa fyrir jólin. „Með öllu baka þeir úr hálfu tonni og nú þegar er búið að baka stærstan hluta af því," segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla Hrauni. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með þeim."Fangar kvíða og vanlíðanar Jónas segir að fangarnir vilji láta gott af sér leiða. „Ástandið í þjóðfélaginu er alltaf að versna og versna og þó fólkið í röðunum sé frjálst ferða sinna er það hálfpartin fangar kvíða og vanlíðanar og líður eflust verr en okkur hér. Þannig að okkur langaði til að gera eitthvað og fórum með þessa hugmynd til Margrétar," segir Jónas. „Það komust færri að en vildu en við erum sjö í þessu. Eldhúsið bíður bara ekki upp á að fleiri taki þátt." Í framhaldinu höfðu fangarnir samband við fjölda fyrirtækja og athuguðu hvort að þau væru til í að leggja þeim til hráefni. Jónas segir auk þess að bakarinn Jói Fel hafi verið þeim innan handar og gefið þeim góðar ábendingar. Jói hafi þó ekki náð að kíkja til þeirra.Baka sex sortir Smákökugerðin fer fram í eldhúsi fangelsisins eftir hádegismat á hverjum degi undir leiðsögn matráðskonunnar. „Hún hefur verið frábær og hún veit nákvæmlega hvernig á að gera þetta," segir Jónas. „Þrátt fyrir að við viljum glaðir vera þarna allan daginn þá verður alltaf einhver að vera með okkur og hér er auðvitað mannekla eins og víða annars staðar." Jónas og félagar hafa bakað sex sortir og pakkað kökunum inn í smápoka og lokað þeim með jólabandi. „Það er sveitalúkk á þessu en þetta eru heimilslegar og góðar smákökur." Stærstur hluti verður afhentur á morgun en Jónas segir að fangarnir muni halda áfram að baka næstu daga. Ísland í dag fjallaði einnig um málið í síðustu viku og horfa má á þá umfjöllun hér að ofan.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira