Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2010 18:34 Fulltrúar frá bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu höfðu í dag samband af fyrra bragði við Jón Gnarr og óskuðu eftir viðræðum um samstarf. Ekki er sjálfgefið að formlegur meirihluti verði myndaður í Reykjavík, en Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, hefur dregið nauðsyn þess í efa. Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. Fulltrúar Samfylkingarinnar hittust á heimili Dags B. Eggertssonar í Þingholtunum í morgun. Í morgun hafði Dagur ekki rætt við Jón Gnarr um myndun meirihluta. „Ég hef ekki rætt við hann ennþá, en ég geri ráð fyrir að ræða við hann í dag," sagði Dagur B. Eggertsson fyrir utan heimili sitt í morgun. Mikill leynd hvíldi yfir fundarstaðnum og á Facebook-síðu flokksins birtust einföld skilaboð: „Leynifundur BF að hefjast." Þau auglýstu semsagt leynifund, hugsanlega í þágu sjálfbærs gegnsæis, kynni einhver að spyrja sig. Einn fundarmanna sagði í samtali við fréttastofu að á fundinum hefðu menn drukkið mikið latté og rætt um hvernig Ray Ban sólgleraugu Jón Gnarr ætti að fá sér. Þá bar sjónvarpsþátturinn Wire á góma. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu fulltrúar bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins samband að fyrra bragði við Jón Gnarr og borgarfulltrúa Besta flokksins í dag og óskuðu eftir viðræðum. "Síminn hefur ekki stoppað," sagði heimildarmaður innan úr Besta flokknum. Jón Gnarr hefur dregið meirihlutasamstarf í efa, en í gær sagði hann: „Þarf þettta alltaf að vera meirihluti eða minnihluti, er ekki til eitthvað annað til þess að reka borgina?" spurði Jón. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur talað fyrir breyttum vinnubrögðum og auknu samstarfi í anda þess sem Jón Gnarr hefur rætt, en ekki náðist í Hönnu Birnu í dag. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli oddvita flokkanna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu og hyggst Besti flokkurinn að fara sér hægt. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Fulltrúar frá bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu höfðu í dag samband af fyrra bragði við Jón Gnarr og óskuðu eftir viðræðum um samstarf. Ekki er sjálfgefið að formlegur meirihluti verði myndaður í Reykjavík, en Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, hefur dregið nauðsyn þess í efa. Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. Fulltrúar Samfylkingarinnar hittust á heimili Dags B. Eggertssonar í Þingholtunum í morgun. Í morgun hafði Dagur ekki rætt við Jón Gnarr um myndun meirihluta. „Ég hef ekki rætt við hann ennþá, en ég geri ráð fyrir að ræða við hann í dag," sagði Dagur B. Eggertsson fyrir utan heimili sitt í morgun. Mikill leynd hvíldi yfir fundarstaðnum og á Facebook-síðu flokksins birtust einföld skilaboð: „Leynifundur BF að hefjast." Þau auglýstu semsagt leynifund, hugsanlega í þágu sjálfbærs gegnsæis, kynni einhver að spyrja sig. Einn fundarmanna sagði í samtali við fréttastofu að á fundinum hefðu menn drukkið mikið latté og rætt um hvernig Ray Ban sólgleraugu Jón Gnarr ætti að fá sér. Þá bar sjónvarpsþátturinn Wire á góma. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu fulltrúar bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins samband að fyrra bragði við Jón Gnarr og borgarfulltrúa Besta flokksins í dag og óskuðu eftir viðræðum. "Síminn hefur ekki stoppað," sagði heimildarmaður innan úr Besta flokknum. Jón Gnarr hefur dregið meirihlutasamstarf í efa, en í gær sagði hann: „Þarf þettta alltaf að vera meirihluti eða minnihluti, er ekki til eitthvað annað til þess að reka borgina?" spurði Jón. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur talað fyrir breyttum vinnubrögðum og auknu samstarfi í anda þess sem Jón Gnarr hefur rætt, en ekki náðist í Hönnu Birnu í dag. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli oddvita flokkanna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu og hyggst Besti flokkurinn að fara sér hægt.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira