Lífið

Búð Munda vék fyrir nýjum veitingastað

Mundi stefnir á að opna nýja verslun í haust.
Mundi stefnir á að opna nýja verslun í haust.
Versluninni Mundi's Boutique við Laugaveg var lokað fyrir skemmstu. Mundi hyggst þó opna nýja verslun með haustinu en þangað til verður hönnun hans fáanleg í tískuversluninni GK Reykjavík.

„Það á að opna veitingastað í öllu húsinu og þess vegna misstum við húsnæðið. Við vissum reyndar frá upphafi að við gætum ekki verið mjög lengi í þessu plássi þannig að þetta kom okkur ekkert á óvart. Við stefnum á að opna nýja verslun í haust og það verður bara góð tilbreyting að skipta um húsnæði," útskýrir Mundi og bætir við að rekstur verslunarinnar hafi gengið vonum framar frá því hún var opnuð síðasta haust.

Hinn 12. maí verður ný sumarlína frá Munda kynnt í versluninni GK Reykjavík og í tilefni þess verður efnt til veislu.

„Línan mun innihalda létta kjóla, jakkaföt og aðrar sumarlegar flíkur. Við ætlum að halda upp á þetta á miðvikudaginn næsta, boðið verður upp á léttar veitingar og plötusnúðurinn DJ Sexy Lazer mun þeyta skífum fyrir gesti," segir Mundi, en þessa dagana er hann önnum kafinn við að hanna nýja línu fyrir sumarið 2011. - sm










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.