Erlent

Fyrirvaralaus árás hvar sem er í heiminum

Óli Tynes skrifar
Eldflaugin nær um allan heiminn.
Eldflaugin nær um allan heiminn.

Bandaríkin eru að þróa nýtt vopn sem mun gera þeim kleift að gera árás hvar sem er á jarðkringlunni einni klukkustund eftir að ákvörðun er tekin um slíka árás.

Dagblaðið Washington Post segir að þetta sé ný eldflaug sem muni bera hefðbundna sprengju en ekki kjarnaodd.

Flaugin er kölluð Prompt Global Strike Weapon.

Í gær undirrituðu Bandaríkin og Rússland sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna um þriðjung. Rússar eru sagðir vera lítið hrifnir af þessu nýja vopni.

Bandaríkjamenn telja þetta þó vera nauðsynlegan kost í baráttunni við hryðjuverkasamtök og aðra óvini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×