Nemendur beita kennara ofbeldi - alvarlegt vandamál 10. desember 2010 11:19 Dæmi eru um alvarlegt einelti nemenda í garð kennara „Þetta ofbeldi varði þar til mér var ofboðið þannig að ég varð að leita læknis og var síðan frá kennslu meðan ég var að ná heilsu á ný. Það þarf ansi mikið til að kennurum ofbjóði. Þeir eru flestir með langlundargeð, annars væru þeir ekki í þessu starfi," segir kennari sem varð fyrir ofbeldi af hálfu ungs grunnskólanema. Kennarinn segir ofbeldið kannski ekki hafa getað kallast líkamlegt en allt að því. Viðkomandi nemandi hafi oftar en ekki slegið til sín og haft í frammi alls konar ögranir án þess þó að líkamleg meiðsl hlytust af. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits Kennarasambands Íslands. Þar er ítarlega fjallað um kennara sem verða fyrir einelti. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Kennarasambandsins, segir dæmi um að ofbeldi af hendi nemenda í garð kennara hafi gengið svo langt að þau mál hafi komið inn á borð til sín.Foreldrar leggja líf kennara í rúst „Það þarf að stíga ákaflega varlega til jarðar þegar svona mál koma upp og þau geta verið mjög mismunandi. Þarna getur verið um að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi. Það hafa því miður líka komi upp dæmi um þvinganir eða hótanir frá foreldrum við kennara þar sem þeir gera jafnvel allt til að eyðileggja starfsheiður kennarans, sem getur lagt líf hans í rúst," segir Erna í samtali við Harald Bjarnason á Skólavörðunni. Þar kemur fram að þó fá mál hafi komið inn á borð til hennar þá hafi þau verið nógu mörg til að henni þótti ástæða til að leggja til við Kennarasambandið að fjallað yrði sérstaklega um þessi mál innan sambandsins. Þá kom í ljós að vinnuumhverfisnefnd sambandsins var á sama tíma að fjall um þessi mál á sínum vettfangi. Nefndin sendi bréf til skólastjórnenda og trúnaðarmanna sambandsins í vor þar sem var að vinna leiðbeiningar um viðbrögð vegna eineltis í garð kennara og ofbeldis nemenda gagnvart kennurum.Úrvinda eftir hvern skóladag Andlega álagið á áðurnefndan kennara hafði alvarleg áhrif á hann. „Ég var úrvinda eftir hvern einasta skóladag. Ég átti enga orku eftir, svaf í um tvo tíma þegar ég kom heim úr vinnunni og gerði ekkert heima. Blóðþrýstingur hækkaði, ég var með bjúg og það skrítnasta var að ég tapaði minni svo að um munaði þannig að skammtímaminni mitt var ekki neitt," segir kennarinn og tekur fram að hann hafi farið að gleyma hlutum sem ekki hafi átt að vera hægt að gleyma.Alvarleg aðvörun „Auðvitað bitnaði þetta á vinnunni hjá mér og þeim nemendum sem ég var að vinna með. Þegar svona var orðið ástatt hjá mér leitaði ég til læknis. Hann sagði mér að taka mér frí frá kennslu til að jafna mig á þessu ef ekki ætti að fara illa. Þetta væri alvarleg aðvörum. Reyndar spurði læknirinn mig þegar ég kom til hans hvað væri að gerast í kennarastéttinni því dæmi þessu lík væru í sífellu að koma upp," segir kennarinn. Nánar er fjallað um málið í Skólavörðunni. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Þetta ofbeldi varði þar til mér var ofboðið þannig að ég varð að leita læknis og var síðan frá kennslu meðan ég var að ná heilsu á ný. Það þarf ansi mikið til að kennurum ofbjóði. Þeir eru flestir með langlundargeð, annars væru þeir ekki í þessu starfi," segir kennari sem varð fyrir ofbeldi af hálfu ungs grunnskólanema. Kennarinn segir ofbeldið kannski ekki hafa getað kallast líkamlegt en allt að því. Viðkomandi nemandi hafi oftar en ekki slegið til sín og haft í frammi alls konar ögranir án þess þó að líkamleg meiðsl hlytust af. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits Kennarasambands Íslands. Þar er ítarlega fjallað um kennara sem verða fyrir einelti. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Kennarasambandsins, segir dæmi um að ofbeldi af hendi nemenda í garð kennara hafi gengið svo langt að þau mál hafi komið inn á borð til sín.Foreldrar leggja líf kennara í rúst „Það þarf að stíga ákaflega varlega til jarðar þegar svona mál koma upp og þau geta verið mjög mismunandi. Þarna getur verið um að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi. Það hafa því miður líka komi upp dæmi um þvinganir eða hótanir frá foreldrum við kennara þar sem þeir gera jafnvel allt til að eyðileggja starfsheiður kennarans, sem getur lagt líf hans í rúst," segir Erna í samtali við Harald Bjarnason á Skólavörðunni. Þar kemur fram að þó fá mál hafi komið inn á borð til hennar þá hafi þau verið nógu mörg til að henni þótti ástæða til að leggja til við Kennarasambandið að fjallað yrði sérstaklega um þessi mál innan sambandsins. Þá kom í ljós að vinnuumhverfisnefnd sambandsins var á sama tíma að fjall um þessi mál á sínum vettfangi. Nefndin sendi bréf til skólastjórnenda og trúnaðarmanna sambandsins í vor þar sem var að vinna leiðbeiningar um viðbrögð vegna eineltis í garð kennara og ofbeldis nemenda gagnvart kennurum.Úrvinda eftir hvern skóladag Andlega álagið á áðurnefndan kennara hafði alvarleg áhrif á hann. „Ég var úrvinda eftir hvern einasta skóladag. Ég átti enga orku eftir, svaf í um tvo tíma þegar ég kom heim úr vinnunni og gerði ekkert heima. Blóðþrýstingur hækkaði, ég var með bjúg og það skrítnasta var að ég tapaði minni svo að um munaði þannig að skammtímaminni mitt var ekki neitt," segir kennarinn og tekur fram að hann hafi farið að gleyma hlutum sem ekki hafi átt að vera hægt að gleyma.Alvarleg aðvörun „Auðvitað bitnaði þetta á vinnunni hjá mér og þeim nemendum sem ég var að vinna með. Þegar svona var orðið ástatt hjá mér leitaði ég til læknis. Hann sagði mér að taka mér frí frá kennslu til að jafna mig á þessu ef ekki ætti að fara illa. Þetta væri alvarleg aðvörum. Reyndar spurði læknirinn mig þegar ég kom til hans hvað væri að gerast í kennarastéttinni því dæmi þessu lík væru í sífellu að koma upp," segir kennarinn. Nánar er fjallað um málið í Skólavörðunni.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira