Handbolti

Ólafur: Varnarleikurinn er vandamálið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Leikmenn Austurríkis fagna sigri.
Leikmenn Austurríkis fagna sigri. Mynd/Leena Manhart
Ólafur Stefánsson segir að það hafi fyrst og fremst verið varnarleikurinn sem hafi verið vandamálið hjá íslenska liðinu í kvöld.

 Ísland gerði jafntefli við Austurríki, 37-37, með því að fá þrjú mörk á sig á síðustu mínútu leiksins.

 „Við fengum endalaust af mörkum á okkur þó svo að við vorum betur stemmdir í kvöld en gegn Serbunum. En við náðum aldrei að skilja Austurríkismenn eftir og vorum meira að segja undir á tímabili. Þetta var því alls ekki létt.“

 „Það var varnarleikurinn sem var vandamálið í kvöld. Nú þurfum við að leggjast allir yfir það og bæta hann. Við erum allir saman í þessu og allt tengist þetta saman. Þetta þarf allt að smella.“

 „Við sköpum okkar eigin örlög og við sjáum þá á laugardaginn hver niðurstaðan verður.“

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×