Sparnaðarvirkjun Þorsteinn I. Sigfússon skrifar 9. júlí 2010 06:00 Næsta orkubylting á Íslandi gæti hafist í fyrramálið. Hún hefur legið í loftinu um hríð en tafist vegna þess að flókið niðurgreiðslukerfi rafmagns til húshitunar hefur haft letjandi áhrif. Yfir einn milljarður fer úr ríkissjóði árlega í þessa latningu. Á þessu áttaði ég mig endanlega þegar við fórum með námskeiðin Orkubóndann um landið sl. vetur. Hér er um að ræða notkun varmadæla á stöðum þar sem ekki er nægur jarðhiti til beinnar húshitunar. Varmadælur eru athyglisverð tækni og aldagömul; það var sjálfur Kelvin lávarður sem fann þær upp á sínum tíma. Þær virka svipað og öfugur ísskápur; sækja varma í stóra varmalind, sem ekki þarf að vera mjög heit – getur til dæmis í Vestmannaeyjum og Ísafirði verið Atlantshafssjórinn. Varmadælan flytur þennan varma inn í t.d. híbýli sem þarf að hita og skilar honum á töluvert hærra hitastigi. Til þess að gera þetta kleift þarf dælan rafmagnsafl ekki ósvipað og ísskápur. Á Íslandi eru í dag rafskauta-katlar á stöðum þar sem fjarvarmaveita er hituð með rafmagni. Uppsett afl þeirra er um 50MW. Annað eins afl er uppsett í olíukötlum með tilheyrandi mengun og útblæstri. Með hugmyndinni um næstu orkubyltingu á Íslandi yrði vinna hafin við að setja upp varmadælur á einum af tólf stöðum á landinu. Þrír þeirra hafa ekki fjarvarmaveitu og þar mætti hefja undirbúning slíks mannvirkis. Varmadælurnar kalla á borun, oftast grunna borun sem hentaði borfyrirtækjum sem nú eru án verkefna og í miklum rekstrarerfiðleikum. Varmadælurnar mætti kaupa með sérstökum útboðum, og nýta mikla verkfræðiþekkingu aðila eins og ÍSOR og íslensku verkfræðistofanna til þess að útfæra það. Varmaveitukerfi eru íslensk sérgrein; átak í þeim væri til þess fallið að hvetja vinnu um allt land, sem snerta myndi margar iðngreinar og vinnandi hendur. Varmadæluveitur kosta kannski um 100 kr. á hvert watt uppkomnar, þar af eru varmadælurnar kannski um helmingur. Það þýddi t.d. að varmadælukerfi á Patreksfirði gæti kostað um einn milljarð króna og tækin fyrir Vík í Mýrdal þriðjung af því. Ávinningurinn yrði í raun að raforka sparaðist og það í tugum megawatta. Varmadælubyltingin gæti orðið að stærðargráðu sem jafna mætti við nýja virkjun! Ef enn lengra yrði gengið mætti koma til móts við mikla mengun samfara varaaflstöðvum í kötlum sem brenna olíu. Nú í kreppubotni er lag til þess að hugsa aftur stórt á Íslandi. Samnýtum jarðhita og raforku til þess að nýta jarðvarmann okkar enn betur og reisa í raun nýja virkjun – hina sönnu sparnaðarvirkjun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Næsta orkubylting á Íslandi gæti hafist í fyrramálið. Hún hefur legið í loftinu um hríð en tafist vegna þess að flókið niðurgreiðslukerfi rafmagns til húshitunar hefur haft letjandi áhrif. Yfir einn milljarður fer úr ríkissjóði árlega í þessa latningu. Á þessu áttaði ég mig endanlega þegar við fórum með námskeiðin Orkubóndann um landið sl. vetur. Hér er um að ræða notkun varmadæla á stöðum þar sem ekki er nægur jarðhiti til beinnar húshitunar. Varmadælur eru athyglisverð tækni og aldagömul; það var sjálfur Kelvin lávarður sem fann þær upp á sínum tíma. Þær virka svipað og öfugur ísskápur; sækja varma í stóra varmalind, sem ekki þarf að vera mjög heit – getur til dæmis í Vestmannaeyjum og Ísafirði verið Atlantshafssjórinn. Varmadælan flytur þennan varma inn í t.d. híbýli sem þarf að hita og skilar honum á töluvert hærra hitastigi. Til þess að gera þetta kleift þarf dælan rafmagnsafl ekki ósvipað og ísskápur. Á Íslandi eru í dag rafskauta-katlar á stöðum þar sem fjarvarmaveita er hituð með rafmagni. Uppsett afl þeirra er um 50MW. Annað eins afl er uppsett í olíukötlum með tilheyrandi mengun og útblæstri. Með hugmyndinni um næstu orkubyltingu á Íslandi yrði vinna hafin við að setja upp varmadælur á einum af tólf stöðum á landinu. Þrír þeirra hafa ekki fjarvarmaveitu og þar mætti hefja undirbúning slíks mannvirkis. Varmadælurnar kalla á borun, oftast grunna borun sem hentaði borfyrirtækjum sem nú eru án verkefna og í miklum rekstrarerfiðleikum. Varmadælurnar mætti kaupa með sérstökum útboðum, og nýta mikla verkfræðiþekkingu aðila eins og ÍSOR og íslensku verkfræðistofanna til þess að útfæra það. Varmaveitukerfi eru íslensk sérgrein; átak í þeim væri til þess fallið að hvetja vinnu um allt land, sem snerta myndi margar iðngreinar og vinnandi hendur. Varmadæluveitur kosta kannski um 100 kr. á hvert watt uppkomnar, þar af eru varmadælurnar kannski um helmingur. Það þýddi t.d. að varmadælukerfi á Patreksfirði gæti kostað um einn milljarð króna og tækin fyrir Vík í Mýrdal þriðjung af því. Ávinningurinn yrði í raun að raforka sparaðist og það í tugum megawatta. Varmadælubyltingin gæti orðið að stærðargráðu sem jafna mætti við nýja virkjun! Ef enn lengra yrði gengið mætti koma til móts við mikla mengun samfara varaaflstöðvum í kötlum sem brenna olíu. Nú í kreppubotni er lag til þess að hugsa aftur stórt á Íslandi. Samnýtum jarðhita og raforku til þess að nýta jarðvarmann okkar enn betur og reisa í raun nýja virkjun – hina sönnu sparnaðarvirkjun!
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun