Sparnaðarvirkjun Þorsteinn I. Sigfússon skrifar 9. júlí 2010 06:00 Næsta orkubylting á Íslandi gæti hafist í fyrramálið. Hún hefur legið í loftinu um hríð en tafist vegna þess að flókið niðurgreiðslukerfi rafmagns til húshitunar hefur haft letjandi áhrif. Yfir einn milljarður fer úr ríkissjóði árlega í þessa latningu. Á þessu áttaði ég mig endanlega þegar við fórum með námskeiðin Orkubóndann um landið sl. vetur. Hér er um að ræða notkun varmadæla á stöðum þar sem ekki er nægur jarðhiti til beinnar húshitunar. Varmadælur eru athyglisverð tækni og aldagömul; það var sjálfur Kelvin lávarður sem fann þær upp á sínum tíma. Þær virka svipað og öfugur ísskápur; sækja varma í stóra varmalind, sem ekki þarf að vera mjög heit – getur til dæmis í Vestmannaeyjum og Ísafirði verið Atlantshafssjórinn. Varmadælan flytur þennan varma inn í t.d. híbýli sem þarf að hita og skilar honum á töluvert hærra hitastigi. Til þess að gera þetta kleift þarf dælan rafmagnsafl ekki ósvipað og ísskápur. Á Íslandi eru í dag rafskauta-katlar á stöðum þar sem fjarvarmaveita er hituð með rafmagni. Uppsett afl þeirra er um 50MW. Annað eins afl er uppsett í olíukötlum með tilheyrandi mengun og útblæstri. Með hugmyndinni um næstu orkubyltingu á Íslandi yrði vinna hafin við að setja upp varmadælur á einum af tólf stöðum á landinu. Þrír þeirra hafa ekki fjarvarmaveitu og þar mætti hefja undirbúning slíks mannvirkis. Varmadælurnar kalla á borun, oftast grunna borun sem hentaði borfyrirtækjum sem nú eru án verkefna og í miklum rekstrarerfiðleikum. Varmadælurnar mætti kaupa með sérstökum útboðum, og nýta mikla verkfræðiþekkingu aðila eins og ÍSOR og íslensku verkfræðistofanna til þess að útfæra það. Varmaveitukerfi eru íslensk sérgrein; átak í þeim væri til þess fallið að hvetja vinnu um allt land, sem snerta myndi margar iðngreinar og vinnandi hendur. Varmadæluveitur kosta kannski um 100 kr. á hvert watt uppkomnar, þar af eru varmadælurnar kannski um helmingur. Það þýddi t.d. að varmadælukerfi á Patreksfirði gæti kostað um einn milljarð króna og tækin fyrir Vík í Mýrdal þriðjung af því. Ávinningurinn yrði í raun að raforka sparaðist og það í tugum megawatta. Varmadælubyltingin gæti orðið að stærðargráðu sem jafna mætti við nýja virkjun! Ef enn lengra yrði gengið mætti koma til móts við mikla mengun samfara varaaflstöðvum í kötlum sem brenna olíu. Nú í kreppubotni er lag til þess að hugsa aftur stórt á Íslandi. Samnýtum jarðhita og raforku til þess að nýta jarðvarmann okkar enn betur og reisa í raun nýja virkjun – hina sönnu sparnaðarvirkjun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Næsta orkubylting á Íslandi gæti hafist í fyrramálið. Hún hefur legið í loftinu um hríð en tafist vegna þess að flókið niðurgreiðslukerfi rafmagns til húshitunar hefur haft letjandi áhrif. Yfir einn milljarður fer úr ríkissjóði árlega í þessa latningu. Á þessu áttaði ég mig endanlega þegar við fórum með námskeiðin Orkubóndann um landið sl. vetur. Hér er um að ræða notkun varmadæla á stöðum þar sem ekki er nægur jarðhiti til beinnar húshitunar. Varmadælur eru athyglisverð tækni og aldagömul; það var sjálfur Kelvin lávarður sem fann þær upp á sínum tíma. Þær virka svipað og öfugur ísskápur; sækja varma í stóra varmalind, sem ekki þarf að vera mjög heit – getur til dæmis í Vestmannaeyjum og Ísafirði verið Atlantshafssjórinn. Varmadælan flytur þennan varma inn í t.d. híbýli sem þarf að hita og skilar honum á töluvert hærra hitastigi. Til þess að gera þetta kleift þarf dælan rafmagnsafl ekki ósvipað og ísskápur. Á Íslandi eru í dag rafskauta-katlar á stöðum þar sem fjarvarmaveita er hituð með rafmagni. Uppsett afl þeirra er um 50MW. Annað eins afl er uppsett í olíukötlum með tilheyrandi mengun og útblæstri. Með hugmyndinni um næstu orkubyltingu á Íslandi yrði vinna hafin við að setja upp varmadælur á einum af tólf stöðum á landinu. Þrír þeirra hafa ekki fjarvarmaveitu og þar mætti hefja undirbúning slíks mannvirkis. Varmadælurnar kalla á borun, oftast grunna borun sem hentaði borfyrirtækjum sem nú eru án verkefna og í miklum rekstrarerfiðleikum. Varmadælurnar mætti kaupa með sérstökum útboðum, og nýta mikla verkfræðiþekkingu aðila eins og ÍSOR og íslensku verkfræðistofanna til þess að útfæra það. Varmaveitukerfi eru íslensk sérgrein; átak í þeim væri til þess fallið að hvetja vinnu um allt land, sem snerta myndi margar iðngreinar og vinnandi hendur. Varmadæluveitur kosta kannski um 100 kr. á hvert watt uppkomnar, þar af eru varmadælurnar kannski um helmingur. Það þýddi t.d. að varmadælukerfi á Patreksfirði gæti kostað um einn milljarð króna og tækin fyrir Vík í Mýrdal þriðjung af því. Ávinningurinn yrði í raun að raforka sparaðist og það í tugum megawatta. Varmadælubyltingin gæti orðið að stærðargráðu sem jafna mætti við nýja virkjun! Ef enn lengra yrði gengið mætti koma til móts við mikla mengun samfara varaaflstöðvum í kötlum sem brenna olíu. Nú í kreppubotni er lag til þess að hugsa aftur stórt á Íslandi. Samnýtum jarðhita og raforku til þess að nýta jarðvarmann okkar enn betur og reisa í raun nýja virkjun – hina sönnu sparnaðarvirkjun!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun