Sparnaðarvirkjun Þorsteinn I. Sigfússon skrifar 9. júlí 2010 06:00 Næsta orkubylting á Íslandi gæti hafist í fyrramálið. Hún hefur legið í loftinu um hríð en tafist vegna þess að flókið niðurgreiðslukerfi rafmagns til húshitunar hefur haft letjandi áhrif. Yfir einn milljarður fer úr ríkissjóði árlega í þessa latningu. Á þessu áttaði ég mig endanlega þegar við fórum með námskeiðin Orkubóndann um landið sl. vetur. Hér er um að ræða notkun varmadæla á stöðum þar sem ekki er nægur jarðhiti til beinnar húshitunar. Varmadælur eru athyglisverð tækni og aldagömul; það var sjálfur Kelvin lávarður sem fann þær upp á sínum tíma. Þær virka svipað og öfugur ísskápur; sækja varma í stóra varmalind, sem ekki þarf að vera mjög heit – getur til dæmis í Vestmannaeyjum og Ísafirði verið Atlantshafssjórinn. Varmadælan flytur þennan varma inn í t.d. híbýli sem þarf að hita og skilar honum á töluvert hærra hitastigi. Til þess að gera þetta kleift þarf dælan rafmagnsafl ekki ósvipað og ísskápur. Á Íslandi eru í dag rafskauta-katlar á stöðum þar sem fjarvarmaveita er hituð með rafmagni. Uppsett afl þeirra er um 50MW. Annað eins afl er uppsett í olíukötlum með tilheyrandi mengun og útblæstri. Með hugmyndinni um næstu orkubyltingu á Íslandi yrði vinna hafin við að setja upp varmadælur á einum af tólf stöðum á landinu. Þrír þeirra hafa ekki fjarvarmaveitu og þar mætti hefja undirbúning slíks mannvirkis. Varmadælurnar kalla á borun, oftast grunna borun sem hentaði borfyrirtækjum sem nú eru án verkefna og í miklum rekstrarerfiðleikum. Varmadælurnar mætti kaupa með sérstökum útboðum, og nýta mikla verkfræðiþekkingu aðila eins og ÍSOR og íslensku verkfræðistofanna til þess að útfæra það. Varmaveitukerfi eru íslensk sérgrein; átak í þeim væri til þess fallið að hvetja vinnu um allt land, sem snerta myndi margar iðngreinar og vinnandi hendur. Varmadæluveitur kosta kannski um 100 kr. á hvert watt uppkomnar, þar af eru varmadælurnar kannski um helmingur. Það þýddi t.d. að varmadælukerfi á Patreksfirði gæti kostað um einn milljarð króna og tækin fyrir Vík í Mýrdal þriðjung af því. Ávinningurinn yrði í raun að raforka sparaðist og það í tugum megawatta. Varmadælubyltingin gæti orðið að stærðargráðu sem jafna mætti við nýja virkjun! Ef enn lengra yrði gengið mætti koma til móts við mikla mengun samfara varaaflstöðvum í kötlum sem brenna olíu. Nú í kreppubotni er lag til þess að hugsa aftur stórt á Íslandi. Samnýtum jarðhita og raforku til þess að nýta jarðvarmann okkar enn betur og reisa í raun nýja virkjun – hina sönnu sparnaðarvirkjun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Næsta orkubylting á Íslandi gæti hafist í fyrramálið. Hún hefur legið í loftinu um hríð en tafist vegna þess að flókið niðurgreiðslukerfi rafmagns til húshitunar hefur haft letjandi áhrif. Yfir einn milljarður fer úr ríkissjóði árlega í þessa latningu. Á þessu áttaði ég mig endanlega þegar við fórum með námskeiðin Orkubóndann um landið sl. vetur. Hér er um að ræða notkun varmadæla á stöðum þar sem ekki er nægur jarðhiti til beinnar húshitunar. Varmadælur eru athyglisverð tækni og aldagömul; það var sjálfur Kelvin lávarður sem fann þær upp á sínum tíma. Þær virka svipað og öfugur ísskápur; sækja varma í stóra varmalind, sem ekki þarf að vera mjög heit – getur til dæmis í Vestmannaeyjum og Ísafirði verið Atlantshafssjórinn. Varmadælan flytur þennan varma inn í t.d. híbýli sem þarf að hita og skilar honum á töluvert hærra hitastigi. Til þess að gera þetta kleift þarf dælan rafmagnsafl ekki ósvipað og ísskápur. Á Íslandi eru í dag rafskauta-katlar á stöðum þar sem fjarvarmaveita er hituð með rafmagni. Uppsett afl þeirra er um 50MW. Annað eins afl er uppsett í olíukötlum með tilheyrandi mengun og útblæstri. Með hugmyndinni um næstu orkubyltingu á Íslandi yrði vinna hafin við að setja upp varmadælur á einum af tólf stöðum á landinu. Þrír þeirra hafa ekki fjarvarmaveitu og þar mætti hefja undirbúning slíks mannvirkis. Varmadælurnar kalla á borun, oftast grunna borun sem hentaði borfyrirtækjum sem nú eru án verkefna og í miklum rekstrarerfiðleikum. Varmadælurnar mætti kaupa með sérstökum útboðum, og nýta mikla verkfræðiþekkingu aðila eins og ÍSOR og íslensku verkfræðistofanna til þess að útfæra það. Varmaveitukerfi eru íslensk sérgrein; átak í þeim væri til þess fallið að hvetja vinnu um allt land, sem snerta myndi margar iðngreinar og vinnandi hendur. Varmadæluveitur kosta kannski um 100 kr. á hvert watt uppkomnar, þar af eru varmadælurnar kannski um helmingur. Það þýddi t.d. að varmadælukerfi á Patreksfirði gæti kostað um einn milljarð króna og tækin fyrir Vík í Mýrdal þriðjung af því. Ávinningurinn yrði í raun að raforka sparaðist og það í tugum megawatta. Varmadælubyltingin gæti orðið að stærðargráðu sem jafna mætti við nýja virkjun! Ef enn lengra yrði gengið mætti koma til móts við mikla mengun samfara varaaflstöðvum í kötlum sem brenna olíu. Nú í kreppubotni er lag til þess að hugsa aftur stórt á Íslandi. Samnýtum jarðhita og raforku til þess að nýta jarðvarmann okkar enn betur og reisa í raun nýja virkjun – hina sönnu sparnaðarvirkjun!
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar