Charlies í partí í Playboy-setrinu 10. júlí 2010 09:15 Alma, Klara og Steinunn eru að fara í partí í Playboyhöllinni hans Hugh Hefner um helgina. Stelpurnar komust í gegnum mikið umsóknarferli enda Playboy partýin eftirsóknaverð og gestalistinn stútfullur af frægum nöfnum. „Við vorum að fá staðfestingu á að okkur er boðið í partí á mánudagskvöldið. Það er sko mikið ferli að komast inn í þessi playboypartí og allir verða að senda mynd og umsókn sem síðan er yfirfarin af starfsmönnum Playboy. Það má því kalla þetta ákveðinn heiður fyrir okkur að komast inn,“ segir Alma, söngkona í hljómsveitinni The Charlies, hlæjandi og viðurkennir að þær séu allar spenntar að berja Playboyhöllina augum en að þetta sé um leið mjög skrýtið og frekar fyndið. Í staðfestingabréfi frá aðstandendum partýsins kemur fram að 3000 manns hafi sótt um að komast í partýið og að mikil öryggisgæsla verði á svæðinu enda margir frægir á gestalistanum. Hljómsveitin The Charlies, sem er skipuð þeim Ölmu, Klöru og Steinunni, er að taka upp tónlist í samvinnu við eitt af virtari plötuútgáfum í heimi, Hollywood Records. Stúlkurnar fá að vinna með þeim bestu í bransanum og eru á næstunni að fara að hitta upptökustjórann JR Rotem sem meðal annars hefur unnið með Rihönnu og Britney Spears. „Lífið er bara alveg dásamlegt hérna. Við þurfum eiginlega að klípa okkur á hverjum degi til að fatta að við séum í raun og veru að upplifa drauminn okkar,“ segir Alma en lífið er spennandi í borg englanna. Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum Hugh Hefner síðustu daga en fyrrum kærasta hans, Kendra Wilkinson, var að gefa út ævisögu sína þar sem hún afhjúpar leyndardóma Playboy-veldisins. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Wilkinson segir að stúlkurnar í partíunum hafi verið í röð inn á svefnherbergi Hugh Hefners. „Já, við erum aðeins búnar að vera að fylgjast með þessu en get sko lofað þér að við erum ekkert að fara að stilla okkur upp í neina röð,“ segir Alma glöð í bragði en stúlkurnar verða að láta sjá sig í partíum og á flottum skemmtistöðum sem er liður í að kynnast rétta fólkinu og koma sér áfram í hörðum bransa. „Okkar hversdagur er reyndar frekar einhæfir en við förum á æfingu og erum svo uppi í stúdíói að taka upp alla daga,“ segir Alma en sveitin er núna að leggja lokahönd á fjögurra laga plötu sem mun koma út á næstunni. „Við erum með árs atvinnuleyfi og svo sjáum við bara til. Það er mjög erfitt að skipuleggja eitthvað í þessum bransa enda hlutirnir fljótir að breytast. Núna erum við að njóta augnabliksins og taka þetta allt inn,“ segir Alma en stúlkurnar sakna þó ástvinanna á Íslandi. „Það er alveg erfitt að vera svona langt í burtu frá öllum. Við komumst ekki heim fyrr en um jólin næst. Það er því mjög gott að vera þrjár saman hérna. Við gerum allt saman og það er því gott að okkur kemur vel saman.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Við vorum að fá staðfestingu á að okkur er boðið í partí á mánudagskvöldið. Það er sko mikið ferli að komast inn í þessi playboypartí og allir verða að senda mynd og umsókn sem síðan er yfirfarin af starfsmönnum Playboy. Það má því kalla þetta ákveðinn heiður fyrir okkur að komast inn,“ segir Alma, söngkona í hljómsveitinni The Charlies, hlæjandi og viðurkennir að þær séu allar spenntar að berja Playboyhöllina augum en að þetta sé um leið mjög skrýtið og frekar fyndið. Í staðfestingabréfi frá aðstandendum partýsins kemur fram að 3000 manns hafi sótt um að komast í partýið og að mikil öryggisgæsla verði á svæðinu enda margir frægir á gestalistanum. Hljómsveitin The Charlies, sem er skipuð þeim Ölmu, Klöru og Steinunni, er að taka upp tónlist í samvinnu við eitt af virtari plötuútgáfum í heimi, Hollywood Records. Stúlkurnar fá að vinna með þeim bestu í bransanum og eru á næstunni að fara að hitta upptökustjórann JR Rotem sem meðal annars hefur unnið með Rihönnu og Britney Spears. „Lífið er bara alveg dásamlegt hérna. Við þurfum eiginlega að klípa okkur á hverjum degi til að fatta að við séum í raun og veru að upplifa drauminn okkar,“ segir Alma en lífið er spennandi í borg englanna. Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum Hugh Hefner síðustu daga en fyrrum kærasta hans, Kendra Wilkinson, var að gefa út ævisögu sína þar sem hún afhjúpar leyndardóma Playboy-veldisins. Það sem hefur vakið mesta athygli er að Wilkinson segir að stúlkurnar í partíunum hafi verið í röð inn á svefnherbergi Hugh Hefners. „Já, við erum aðeins búnar að vera að fylgjast með þessu en get sko lofað þér að við erum ekkert að fara að stilla okkur upp í neina röð,“ segir Alma glöð í bragði en stúlkurnar verða að láta sjá sig í partíum og á flottum skemmtistöðum sem er liður í að kynnast rétta fólkinu og koma sér áfram í hörðum bransa. „Okkar hversdagur er reyndar frekar einhæfir en við förum á æfingu og erum svo uppi í stúdíói að taka upp alla daga,“ segir Alma en sveitin er núna að leggja lokahönd á fjögurra laga plötu sem mun koma út á næstunni. „Við erum með árs atvinnuleyfi og svo sjáum við bara til. Það er mjög erfitt að skipuleggja eitthvað í þessum bransa enda hlutirnir fljótir að breytast. Núna erum við að njóta augnabliksins og taka þetta allt inn,“ segir Alma en stúlkurnar sakna þó ástvinanna á Íslandi. „Það er alveg erfitt að vera svona langt í burtu frá öllum. Við komumst ekki heim fyrr en um jólin næst. Það er því mjög gott að vera þrjár saman hérna. Við gerum allt saman og það er því gott að okkur kemur vel saman.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“