Við förum ekki lengur í peysuföt á sunnudögum Lára Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2010 11:09 Hvers vegna vill fólk aðskilnað kirkju og þjóðar? Margir byggja þá skoðun sína á því hvernig komið er fyrir kirkjunni í dag. Þá helst varðandi hvernig tekið er á afbrotum manna sem starfa innan hennar. Hún hefur ekki fylgt tíðarandanum segja sumir, og enn aðrir vilja meina að þessi stofnun sé of dýr fyrir okkur. Sjónarmið eins og hvers vegna að lýsa stuðningi við eina trú fremur en aðra verða æ háværari. Þessi gagnrýni á öll rétt á sér og eflaust er þetta ekki tæmandi upptalning. Ég hef sjálf velt þessu fyrir mér en ástæða þessarar greinar er beiðni Biskupstofu til okkar sem bjóðum okkur fram til Stjórnlagaþings um að svara könnun hvort við viljum breytingu á 62. grein Stjórnarskrárinnar. Mitt svar í könnunni er ég vil ekki breytingu og færi ég eftirfarandi rök fyrir skoðun minni. Í dag ber Þjóðkirkjunni að þjóna öllum þegnum þjóðarinnar hvort sem þeir tilheyra henni eða ekki. Hugum að því hve mikilvægur þáttur það er. Það hafa ekki allir ráð á að greiða fyrir aðstoð þegar á reynir og geta leitað í það fasta land sem kirkjan er. Þó það sé til staðar ríkir hér að sjálfsögðu algjört valfrelsi varðandi trúmál. Margra upplifun, þar á meðan mín, er að kirkjan hafi mátt standa sig betur varðandi afbrot starfsmanna. Það eru sterkir hópar innan kirkjunnar sem vilja opnari kirkju og telja jafnvel tengingu við ríkið vera höft. Ég vona að kirkjan nái sínum markmiðum án þess að aftengjast þjóðinni og treysti því að næstu ár muni verða breyting innan hennar. Líf hennar hangir á þeim bláþræði. Kirkjan skal í hvívetna vera til fyrirmyndar varðandi mannréttindi, hún skal vera opin og þorin stofnun sem tekur á sínum málum. Oft er við nefnum stjórnarskrá bera mannréttindi og jafnréttindi á góma. Hugum aðeins að því hvar við, sem kristin þjóð í vestrænu ríku, erum stödd varðandi þetta tvennt. Mannréttindi eru sjálfsögð réttindi og eigum við blóði drifna sögu að baki, við fengum málfrelsið og jafnréttið ekki á silfurfati. Margir færa þau rök fyrir andstöðu við kirkjuna að hún sé dýrkeypt afturhald. Það er rétt en engu að síður hefur kirkjan eins og hún er hér á Norðurlöndum þróast að mestu í takt við samfélagsmynd okkar. Ég treysti nútíma þjóðkirkju einna best til þess að halda verndarhendi um almenn mannréttindi. Ef kirkjan aftur á móti tekur sig ekki taki er hætta á að aðskilnaður muni sjálfkrafa eiga sér stað því stofnunin er ekki að standa undir væntingum þjóðarinnar. Við förum ekki lengur í peysuföt á sunnudögum. Við erum framsækin þjóð sem þarf kirkju sem starfar í þágu þegnanna. Lára Óskarsdóttir, frambjóðandi til Stjórnlagaþings no 6406 www.lara6406.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Hvers vegna vill fólk aðskilnað kirkju og þjóðar? Margir byggja þá skoðun sína á því hvernig komið er fyrir kirkjunni í dag. Þá helst varðandi hvernig tekið er á afbrotum manna sem starfa innan hennar. Hún hefur ekki fylgt tíðarandanum segja sumir, og enn aðrir vilja meina að þessi stofnun sé of dýr fyrir okkur. Sjónarmið eins og hvers vegna að lýsa stuðningi við eina trú fremur en aðra verða æ háværari. Þessi gagnrýni á öll rétt á sér og eflaust er þetta ekki tæmandi upptalning. Ég hef sjálf velt þessu fyrir mér en ástæða þessarar greinar er beiðni Biskupstofu til okkar sem bjóðum okkur fram til Stjórnlagaþings um að svara könnun hvort við viljum breytingu á 62. grein Stjórnarskrárinnar. Mitt svar í könnunni er ég vil ekki breytingu og færi ég eftirfarandi rök fyrir skoðun minni. Í dag ber Þjóðkirkjunni að þjóna öllum þegnum þjóðarinnar hvort sem þeir tilheyra henni eða ekki. Hugum að því hve mikilvægur þáttur það er. Það hafa ekki allir ráð á að greiða fyrir aðstoð þegar á reynir og geta leitað í það fasta land sem kirkjan er. Þó það sé til staðar ríkir hér að sjálfsögðu algjört valfrelsi varðandi trúmál. Margra upplifun, þar á meðan mín, er að kirkjan hafi mátt standa sig betur varðandi afbrot starfsmanna. Það eru sterkir hópar innan kirkjunnar sem vilja opnari kirkju og telja jafnvel tengingu við ríkið vera höft. Ég vona að kirkjan nái sínum markmiðum án þess að aftengjast þjóðinni og treysti því að næstu ár muni verða breyting innan hennar. Líf hennar hangir á þeim bláþræði. Kirkjan skal í hvívetna vera til fyrirmyndar varðandi mannréttindi, hún skal vera opin og þorin stofnun sem tekur á sínum málum. Oft er við nefnum stjórnarskrá bera mannréttindi og jafnréttindi á góma. Hugum aðeins að því hvar við, sem kristin þjóð í vestrænu ríku, erum stödd varðandi þetta tvennt. Mannréttindi eru sjálfsögð réttindi og eigum við blóði drifna sögu að baki, við fengum málfrelsið og jafnréttið ekki á silfurfati. Margir færa þau rök fyrir andstöðu við kirkjuna að hún sé dýrkeypt afturhald. Það er rétt en engu að síður hefur kirkjan eins og hún er hér á Norðurlöndum þróast að mestu í takt við samfélagsmynd okkar. Ég treysti nútíma þjóðkirkju einna best til þess að halda verndarhendi um almenn mannréttindi. Ef kirkjan aftur á móti tekur sig ekki taki er hætta á að aðskilnaður muni sjálfkrafa eiga sér stað því stofnunin er ekki að standa undir væntingum þjóðarinnar. Við förum ekki lengur í peysuföt á sunnudögum. Við erum framsækin þjóð sem þarf kirkju sem starfar í þágu þegnanna. Lára Óskarsdóttir, frambjóðandi til Stjórnlagaþings no 6406 www.lara6406.is
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun