Agent Fresco tekur upp fimmtán laga konseptplötu 22. júlí 2010 06:00 Agent Fresco í Orgelsmiðjunni þar sem nýja platan er tekin upp. fréttablaðið/rósa „Ég er virkilega spenntur fyrir plötunni og er ánægður með útkomuna eins og þetta lítur út núna,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Hljómsveitin er byrjuð að taka upp fyrstu breiðskífu sína í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Upptökurnar áttu að hefjast formlega í ágúst en þeim hefur verið flýtt lítillega. „Þetta kostar ógeðslega mikinn næturtíma en þetta verður vel þess virði,“ segir Arnór Dan. Fimmtán lög verða á plötunni þar sem ákveðin heildarmynd verður í gangi. Slíkar plötur kallast konseptplötur á ensku, en Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band með Bítlunum og Animals með Pink Floyd eru á meðal þekktari plötum í þeim flokki. „Lögin tengjast pínulítið en aðallega textarnir,“ segir söngvarinn. Agent Fresco hefur verið ein mest spennandi hljómsveit landsins frá því að hún vann Músiktilraunir árið 2008. Hljómsveitin var sigursæl það ár og vann einnig íslensku undankeppnina fyrir alþjóðlegu hljómsveitakeppnina Global Battle of the Bands. Enn á eftir að ráða nýjan bassaleikara í Agent Fresco. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hætti Borgþór Jónsson, einn af stofnendum sveitarinnar. Vignir úr Ultra Mega Technobandinu Stefáni og Helgi Eyjólfsson úr Fjallabræðrum koma til greina í hans stað og hafa þeir eitthvað spilað með sveitinni að undanförnu. Í hljóðverinu hefur gítarleikarinn Þórarinn Guðnason séð um að taka upp flesta grunnbassana en ef sveitin þarf á kontrabassaleikara að halda eru aðrir kallaðir til leiks. Nýja platan er væntanleg í búðir í október eða nóvember og bíða íslenskir rokkunnendur óþreyjufullir eftir henni. Tvö ár eru liðin síðan EP-plata sveitarinnar, Lightbulb Universe, kom út. freyr@frettabladid.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Ég er virkilega spenntur fyrir plötunni og er ánægður með útkomuna eins og þetta lítur út núna,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Hljómsveitin er byrjuð að taka upp fyrstu breiðskífu sína í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Upptökurnar áttu að hefjast formlega í ágúst en þeim hefur verið flýtt lítillega. „Þetta kostar ógeðslega mikinn næturtíma en þetta verður vel þess virði,“ segir Arnór Dan. Fimmtán lög verða á plötunni þar sem ákveðin heildarmynd verður í gangi. Slíkar plötur kallast konseptplötur á ensku, en Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band með Bítlunum og Animals með Pink Floyd eru á meðal þekktari plötum í þeim flokki. „Lögin tengjast pínulítið en aðallega textarnir,“ segir söngvarinn. Agent Fresco hefur verið ein mest spennandi hljómsveit landsins frá því að hún vann Músiktilraunir árið 2008. Hljómsveitin var sigursæl það ár og vann einnig íslensku undankeppnina fyrir alþjóðlegu hljómsveitakeppnina Global Battle of the Bands. Enn á eftir að ráða nýjan bassaleikara í Agent Fresco. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hætti Borgþór Jónsson, einn af stofnendum sveitarinnar. Vignir úr Ultra Mega Technobandinu Stefáni og Helgi Eyjólfsson úr Fjallabræðrum koma til greina í hans stað og hafa þeir eitthvað spilað með sveitinni að undanförnu. Í hljóðverinu hefur gítarleikarinn Þórarinn Guðnason séð um að taka upp flesta grunnbassana en ef sveitin þarf á kontrabassaleikara að halda eru aðrir kallaðir til leiks. Nýja platan er væntanleg í búðir í október eða nóvember og bíða íslenskir rokkunnendur óþreyjufullir eftir henni. Tvö ár eru liðin síðan EP-plata sveitarinnar, Lightbulb Universe, kom út. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira