Umdeild ráðning FME í nýja stöðu Erla Hlynsdóttir skrifar 28. október 2010 10:05 Gunnar Andersen segir að starfið hafi ekki verið búið til fyrir Ingibjörgu S. Stefánsdóttur sem nú hefur verið ráðin úr hópi 65 umsækjenda Mynd: Vilhelm Gunnarsson Fjármálaeftirlitið hefur ráðið Ingibjörgu S. Stefánsdóttur sem sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfsfólki Fjármálaeftirlitsins var tilkynnt um þetta í fyrradag. Þann 11. október spurði blaðamaður Vísis Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hvort staðan hafi verið sérstaklega búin til fyrir Ingibjörgu. Svar Gunnars var: „Að sjálfsögðu ekki." Hann sagðist þó kannast við áhyggjuraddir innan stofnunarinnar vegna þessa. Starf sviðsstjóra rekstrarsviðs er nýtt innan Fjármálaeftirlitsins og var ekki gert ráð fyrir því í rekstraráætlun stofnunarinnar. Vísir greindi frá því fyrri hluta október að hópur starfsmanna Fjármálaeftirlitsins væri uggandi vegna fyrirhugaðrar ráðningar í stöðu sviðsstjóra rekstrarsviðs. Þeir starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við töldu að starfið hafi beinlínis verið búið til fyrir Ingibjörgu. Þessu vísaði Gunnar alfarið á bug.Upphaflega ráðin í afleysingar Ingibjörg var ráðin til Fjármálaeftirlitsins í afleysingar á síðasta ári, tímabundið og án auglýsingar. Þegar afleysingatímabili lauk var hún sett í sérverkefni hjá stofnuninni og hefur starfað við þau síðasta hálfa árið. Í bréfi sem Gunnar hefur nú sent starfsmönnum sínum segir: „Á síðari stigum ráðningarferilsins voru tveir umsækjendur metnir hæfastir en endanleg niðurstaða þessar ferils var sú að Ingibjörg S. Stefánsdóttir væri sá umsækjandi sem best uppfyllti þær víðtæku hæfniskröfur sem gerðar voru og var henni boðið starfi. Hefur Ingibjörg þekkst það."Kunn í Fjármálaeftirlitinu Gunnar segir ennfremur í bréfinu: „Ingibjörg hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu og rekstri, starfsmanna- og fræðslumálum, auk þess sem hún er afbragðs greinandi. Hún er að góðu kunn hér í Fjármálaeftirlitinu eftir um 18 mánaða starf í verkefnum sem tengjast beint þeim verkefnum sem verða falin nýju Rekstarsviði. Vil ég bjóða Ingibjörgu hjartanlega velkomna í hóp stjórnenda Fjármálaeftirltisins."Með prófgráðu í landafræði Meðal þess sem þeir starfsmenn Fjármálaeftirlitsins sem Vísir ræddi við gagnrýndu vegna fyrirhugaðrar ráðningar Ingibjargar var menntun hennar. Ingibjörg er með BS-gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands og hefur aflað sér kennsluréttinda. Auk þess hefur hún numið mannauðsstjórnun á þess þó að ljúka prófi.Yfirumsjón með ímyndarmálum Starf sviðsstjóra rekstrarsviðs Fjármálaeftirlitsins var auglýst laust til umsóknar þann 14. Ágúst og rann umsóknarfrestur út 29. ágúst, tíu virkum dögum síðar. „Sviðinu er ætlað að hafa yfirumsjón með rekstri, gæðamálum, ímyndarmálum, fjármálum og mannauðsmálum, stofnunarinnar," segir í bréfi Gunnars til starfsmanna.Svaraði sérsniðnum áhersluspurningum Þar er einnig tekið fram að 63 hefðu sótt um starfið. Þá tóku Capacent ráðningar við greiningu umsókna. „Að þessari vinnu lokinni var sjö umsækjendum boðið í viðtöl með sérsniðnum áhersluspurningum. Þeim var einnig gert að gangast undir skrifleg verkefni og persónuleikapróf, auk þess sem leitað var umsagna um umsækjendur," segir Gunnar í bréfinu. Til viðbótar því sem áður var greint frá heyrir upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins undir nýtt rekstrarsvið og þar með kynningarmál og samskipti Fjármálaeftirlitsins við fjölmiðla. Tengdar fréttir: Ólga meðal starfsfólks FME vegna nýrrar stöðu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur ráðið Ingibjörgu S. Stefánsdóttur sem sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfsfólki Fjármálaeftirlitsins var tilkynnt um þetta í fyrradag. Þann 11. október spurði blaðamaður Vísis Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hvort staðan hafi verið sérstaklega búin til fyrir Ingibjörgu. Svar Gunnars var: „Að sjálfsögðu ekki." Hann sagðist þó kannast við áhyggjuraddir innan stofnunarinnar vegna þessa. Starf sviðsstjóra rekstrarsviðs er nýtt innan Fjármálaeftirlitsins og var ekki gert ráð fyrir því í rekstraráætlun stofnunarinnar. Vísir greindi frá því fyrri hluta október að hópur starfsmanna Fjármálaeftirlitsins væri uggandi vegna fyrirhugaðrar ráðningar í stöðu sviðsstjóra rekstrarsviðs. Þeir starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við töldu að starfið hafi beinlínis verið búið til fyrir Ingibjörgu. Þessu vísaði Gunnar alfarið á bug.Upphaflega ráðin í afleysingar Ingibjörg var ráðin til Fjármálaeftirlitsins í afleysingar á síðasta ári, tímabundið og án auglýsingar. Þegar afleysingatímabili lauk var hún sett í sérverkefni hjá stofnuninni og hefur starfað við þau síðasta hálfa árið. Í bréfi sem Gunnar hefur nú sent starfsmönnum sínum segir: „Á síðari stigum ráðningarferilsins voru tveir umsækjendur metnir hæfastir en endanleg niðurstaða þessar ferils var sú að Ingibjörg S. Stefánsdóttir væri sá umsækjandi sem best uppfyllti þær víðtæku hæfniskröfur sem gerðar voru og var henni boðið starfi. Hefur Ingibjörg þekkst það."Kunn í Fjármálaeftirlitinu Gunnar segir ennfremur í bréfinu: „Ingibjörg hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu og rekstri, starfsmanna- og fræðslumálum, auk þess sem hún er afbragðs greinandi. Hún er að góðu kunn hér í Fjármálaeftirlitinu eftir um 18 mánaða starf í verkefnum sem tengjast beint þeim verkefnum sem verða falin nýju Rekstarsviði. Vil ég bjóða Ingibjörgu hjartanlega velkomna í hóp stjórnenda Fjármálaeftirltisins."Með prófgráðu í landafræði Meðal þess sem þeir starfsmenn Fjármálaeftirlitsins sem Vísir ræddi við gagnrýndu vegna fyrirhugaðrar ráðningar Ingibjargar var menntun hennar. Ingibjörg er með BS-gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands og hefur aflað sér kennsluréttinda. Auk þess hefur hún numið mannauðsstjórnun á þess þó að ljúka prófi.Yfirumsjón með ímyndarmálum Starf sviðsstjóra rekstrarsviðs Fjármálaeftirlitsins var auglýst laust til umsóknar þann 14. Ágúst og rann umsóknarfrestur út 29. ágúst, tíu virkum dögum síðar. „Sviðinu er ætlað að hafa yfirumsjón með rekstri, gæðamálum, ímyndarmálum, fjármálum og mannauðsmálum, stofnunarinnar," segir í bréfi Gunnars til starfsmanna.Svaraði sérsniðnum áhersluspurningum Þar er einnig tekið fram að 63 hefðu sótt um starfið. Þá tóku Capacent ráðningar við greiningu umsókna. „Að þessari vinnu lokinni var sjö umsækjendum boðið í viðtöl með sérsniðnum áhersluspurningum. Þeim var einnig gert að gangast undir skrifleg verkefni og persónuleikapróf, auk þess sem leitað var umsagna um umsækjendur," segir Gunnar í bréfinu. Til viðbótar því sem áður var greint frá heyrir upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins undir nýtt rekstrarsvið og þar með kynningarmál og samskipti Fjármálaeftirlitsins við fjölmiðla. Tengdar fréttir: Ólga meðal starfsfólks FME vegna nýrrar stöðu
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira