Rappaði í spinning-tíma 18. maí 2010 11:15 „Þau voru alveg að fíla þetta, sérstaklega píurnar,“ segir Erpur um viðtökurnar í World Class. Þátttakendur í hádegisspinning í World Class í Laugum fengu óvæntan glaðning á dögunum þegar tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarsson skaut upp kollinum og rappaði nokkur lög fyrir mannskapinn. „Ég bara mætti þarna í spinningtíma um hádegi, rappaði nokkur vel valin lög fyrir mannskapinn og kvaddi," segir Erpur, sem kom fram að beiðni samstarfsmanns síns og félaga til margra ára Atla Rúnars Hermannssonar sem hefur verið að þeyta skífum í spinning tímum í World Class í Laugum í vetur. „Maður hefur verið að taka klúbbavinkilinn á þetta, svona þétta keyrslu með góðu bíti og ég vinn náið með kennurunum, sem gefa merki eftir því hvort eigi að hraða eða hægja á tónlistinni," segir Atli og bætir við að heimsókn Erps hafi verið vel tekið. Rapparinn samsinnir því. „Þau voru alveg að fíla þetta, sérstaklega píurnar. Þetta var svolítið eins og að koma fram á hip hop giggi, þar sem allir hreyfðust auðvitað sjálkrafa taktfast." Þetta er í fyrsta sinn sem Erpur treður upp á líkamsræktarstöð. Hann segist þó vera öllu vanur til dæmis hafi hann í gegnum tíðina spilað á Litla-Hrauni, í barna-afmælum, á kvennakvöldum, í afmæli hjá presti, þar sem hann var beðinn um að fara með allar sínar klámfengnustu rímur, og auk þess komið fram með Sollu stirðu. „Í síðustu viku rappaði ég síðan í þrítugsafmælinu hjá honum Glysnigga, eins og ég kalla Gillzenegger. Það var mjög fyndið, þú veist, fullt af svona aflituðum körlum sem sofa í ljósabekkjum." Erpur útilokar því ekki að hann muni einhvern tímann taka aftur lagið í spinning-tíma hjá dj Atla félaga sínum. „Ekki málið, ég er alveg til í þetta allt saman. Það er enginn óhultur," segir hann og glottir og Atli segðist hafa gaman af því að fá félagann aftur í heimsókn við eitthvert gott tækifæri. En eru drengirnir duglegir að taka á því í ræktinni. „Já, já, ég er að æfa á fullu, lyfta og þess háttar," segir Atli. Erpur hugsar sig um. „Það er nú eitthvað minna um það. Ég var á kafi í sundi og siglingum þegar ég var yngri, það var nú alveg helvíti gott en menn hreyfa sig núna bara þegar þeir nenna." roald@frettabladid.is Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Þátttakendur í hádegisspinning í World Class í Laugum fengu óvæntan glaðning á dögunum þegar tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarsson skaut upp kollinum og rappaði nokkur lög fyrir mannskapinn. „Ég bara mætti þarna í spinningtíma um hádegi, rappaði nokkur vel valin lög fyrir mannskapinn og kvaddi," segir Erpur, sem kom fram að beiðni samstarfsmanns síns og félaga til margra ára Atla Rúnars Hermannssonar sem hefur verið að þeyta skífum í spinning tímum í World Class í Laugum í vetur. „Maður hefur verið að taka klúbbavinkilinn á þetta, svona þétta keyrslu með góðu bíti og ég vinn náið með kennurunum, sem gefa merki eftir því hvort eigi að hraða eða hægja á tónlistinni," segir Atli og bætir við að heimsókn Erps hafi verið vel tekið. Rapparinn samsinnir því. „Þau voru alveg að fíla þetta, sérstaklega píurnar. Þetta var svolítið eins og að koma fram á hip hop giggi, þar sem allir hreyfðust auðvitað sjálkrafa taktfast." Þetta er í fyrsta sinn sem Erpur treður upp á líkamsræktarstöð. Hann segist þó vera öllu vanur til dæmis hafi hann í gegnum tíðina spilað á Litla-Hrauni, í barna-afmælum, á kvennakvöldum, í afmæli hjá presti, þar sem hann var beðinn um að fara með allar sínar klámfengnustu rímur, og auk þess komið fram með Sollu stirðu. „Í síðustu viku rappaði ég síðan í þrítugsafmælinu hjá honum Glysnigga, eins og ég kalla Gillzenegger. Það var mjög fyndið, þú veist, fullt af svona aflituðum körlum sem sofa í ljósabekkjum." Erpur útilokar því ekki að hann muni einhvern tímann taka aftur lagið í spinning-tíma hjá dj Atla félaga sínum. „Ekki málið, ég er alveg til í þetta allt saman. Það er enginn óhultur," segir hann og glottir og Atli segðist hafa gaman af því að fá félagann aftur í heimsókn við eitthvert gott tækifæri. En eru drengirnir duglegir að taka á því í ræktinni. „Já, já, ég er að æfa á fullu, lyfta og þess háttar," segir Atli. Erpur hugsar sig um. „Það er nú eitthvað minna um það. Ég var á kafi í sundi og siglingum þegar ég var yngri, það var nú alveg helvíti gott en menn hreyfa sig núna bara þegar þeir nenna." roald@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira