Raki í húsnæði og heilsufar – leiðarvísir frá AHS 18. febrúar 2010 06:00 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar um raka í húsnæði. Undirrituð tók þátt í ráðstefnu um heilnæm húsnæði (www.hb2009.org) sem var haldin í Bandaríkjunum síðastliðinn september. Þar var kynnt útgáfa leiðarvísis frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og samantekt á rannsóknum sem til eru um tengsl raka í húsnæði og heilsufars.Heilnæmt inniloft er mannréttindiFólk eyðir að jafnaði 90% af tíma sínum innandyra og að meðaltali 15 klst. á hverjum degi á sínu eigin heimili, öðrum stundum dagsins eyðir fólk á vinnustöðum, skólum eða í öðrum byggingum. Hingað til hefur hérlendis nær eingöngu verið einblínt á gæði lofts utandyra en ljóst má þó vera að það er engu síður mikilvægt að huga að loftgæðum innandyra. Líklega eru léleg loftgæði innandyra ein meginorsök sjúkdómabyrði og dánartíðni í heiminum. WHO hefur mikilvægt hlutverk sem stefnumótandi vald í heilbrigðismálum þjóða. Í júlí síðastliðinn gaf WHO út leiðarvísi um loftgæði innandyra þar sem raki og mygla er sérstaklega tekið til umfjöllunar. Þessi leiðarvísir er stefnumarkandi fyrir lýðheilsu og leiðbeinandi fyrir opinberar stofnanir sem sjá um útgáfu reglugerða varðandi heilbrigðisþjónustu og byggingar í hverju landi. Raki í húsnæði – heilsufarslegur áhættuþátturNefnd á vegum WHO hefur starfað síðastliðin tvö ár við að kanna bakgrunn rannsókna sem liggja fyrir í dag um tengsl raka í byggingum og myglu og heilsu. Í leiðarvísi WHO kemur skýrt fram að þótt ekki sé ennþá hægt að staðfesta hvaða þættir eða efni það eru í þessari lífrænu „efnasúpu“ sem hafa þessi áhrif þá sé horft á raka í húsnæði sem heilsufarslegan áhættuþátt. Í skýrslu WHO eru aðeins nefnd þau heilsufarslegu einkenni sem teljast nægilega studd vísindalegum rannsóknum og má þá nefna einkenni frá öndunarfærum, auknar líkur á öndunarfærasjúkdómum, astma og truflun á ónæmiskerfi. Önnur einkenni eins og frá taugakerfi, bólguviðbrögð, eituráhrif, þróun krabbameins og áhrif á geðheilsu er enn þá verið að rannsaka og það vantar sárlega fleiri rannsóknir. Viðmiðunarmörk þeirra efna sem hlaðast upp í innilofti í húsnæði með rakavandamáli eru ekki þekkt. Mikilvægasta skrefið er því að fyrirbyggja viðvarandi raka í húsnæði og byggingarefnum til þess að koma í veg fyrir þennan áhættuþátt. Nefndin dregur engu síður þá ályktun að það séu 75% meiri líkur á að fá einkenni frá öndunarfærum og astma í húsnæði þar sem er viðvarandi raki. Á Íslandi er raki og mygla í húsnæði. Rakaþétting verður oft á tíðum innan í veggjum eða í þaki bygginga án þess að það sé merkjanlegt. Í þeim tilfellum nægir ekki mæling á loftraka, rakamæling á yfirborði eða slík viðmið. Þar sem byggingarefni eru rök þegar húsnæði lekur eða rakavörn er ábótavant má gera ráð fyrir vexti rakasækinna örvera og uppsöfnun á efnum í lofti innandyra sem fylgja þeim. Mygla þarf aðeins 48 klukkustundir við réttar aðstæður til að vaxa og verða grómyndandi. Margar tegundir myglu geta framleitt lífræn eiturefni. Hræðsluáróður er ekki vænlegur til árangursÁrið 2008 var ekki hægt að nálgast efni um gæði innilofts á vef Umhverfisstofnunar (UST) eða stofnana sem heyra undir hana. Undirrituð sendi UST formlega fyrirspurn um afstöðu UST til þessara mála. Skilmerkilegt svar barst, sem er í samræmi við leiðarvísa í nágrannalöndum okkar. Það er mikilvægt að á næstu árum verði settar fram reglur og leiðarvísar hérlendis til þess að fyrirbyggja þennan áhættuþátt og ná fram sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Það hefur verið stigið stórt skref í rétta átt hjá UST, en það þarf að fara mun lengra. Skyndilausnir eru ekki tilÞað er ekki til skyndilausn við rakavandamáli í byggingum. Það eru engin ,,töfra“efni sem virka eingöngu gegn þessu vandamáli. Í ráðgjöf frá WHO segir: Koma skal í veg fyrir þær aðstæður sem geta aukið vöxt rakasækinna lífvera til þess að koma í veg fyrir heilsuspillandi aðstæður vegna raka innandyra. Höfundur er B.Sc líffræði og meistaranemi í lýðheilsuvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar um raka í húsnæði. Undirrituð tók þátt í ráðstefnu um heilnæm húsnæði (www.hb2009.org) sem var haldin í Bandaríkjunum síðastliðinn september. Þar var kynnt útgáfa leiðarvísis frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og samantekt á rannsóknum sem til eru um tengsl raka í húsnæði og heilsufars.Heilnæmt inniloft er mannréttindiFólk eyðir að jafnaði 90% af tíma sínum innandyra og að meðaltali 15 klst. á hverjum degi á sínu eigin heimili, öðrum stundum dagsins eyðir fólk á vinnustöðum, skólum eða í öðrum byggingum. Hingað til hefur hérlendis nær eingöngu verið einblínt á gæði lofts utandyra en ljóst má þó vera að það er engu síður mikilvægt að huga að loftgæðum innandyra. Líklega eru léleg loftgæði innandyra ein meginorsök sjúkdómabyrði og dánartíðni í heiminum. WHO hefur mikilvægt hlutverk sem stefnumótandi vald í heilbrigðismálum þjóða. Í júlí síðastliðinn gaf WHO út leiðarvísi um loftgæði innandyra þar sem raki og mygla er sérstaklega tekið til umfjöllunar. Þessi leiðarvísir er stefnumarkandi fyrir lýðheilsu og leiðbeinandi fyrir opinberar stofnanir sem sjá um útgáfu reglugerða varðandi heilbrigðisþjónustu og byggingar í hverju landi. Raki í húsnæði – heilsufarslegur áhættuþátturNefnd á vegum WHO hefur starfað síðastliðin tvö ár við að kanna bakgrunn rannsókna sem liggja fyrir í dag um tengsl raka í byggingum og myglu og heilsu. Í leiðarvísi WHO kemur skýrt fram að þótt ekki sé ennþá hægt að staðfesta hvaða þættir eða efni það eru í þessari lífrænu „efnasúpu“ sem hafa þessi áhrif þá sé horft á raka í húsnæði sem heilsufarslegan áhættuþátt. Í skýrslu WHO eru aðeins nefnd þau heilsufarslegu einkenni sem teljast nægilega studd vísindalegum rannsóknum og má þá nefna einkenni frá öndunarfærum, auknar líkur á öndunarfærasjúkdómum, astma og truflun á ónæmiskerfi. Önnur einkenni eins og frá taugakerfi, bólguviðbrögð, eituráhrif, þróun krabbameins og áhrif á geðheilsu er enn þá verið að rannsaka og það vantar sárlega fleiri rannsóknir. Viðmiðunarmörk þeirra efna sem hlaðast upp í innilofti í húsnæði með rakavandamáli eru ekki þekkt. Mikilvægasta skrefið er því að fyrirbyggja viðvarandi raka í húsnæði og byggingarefnum til þess að koma í veg fyrir þennan áhættuþátt. Nefndin dregur engu síður þá ályktun að það séu 75% meiri líkur á að fá einkenni frá öndunarfærum og astma í húsnæði þar sem er viðvarandi raki. Á Íslandi er raki og mygla í húsnæði. Rakaþétting verður oft á tíðum innan í veggjum eða í þaki bygginga án þess að það sé merkjanlegt. Í þeim tilfellum nægir ekki mæling á loftraka, rakamæling á yfirborði eða slík viðmið. Þar sem byggingarefni eru rök þegar húsnæði lekur eða rakavörn er ábótavant má gera ráð fyrir vexti rakasækinna örvera og uppsöfnun á efnum í lofti innandyra sem fylgja þeim. Mygla þarf aðeins 48 klukkustundir við réttar aðstæður til að vaxa og verða grómyndandi. Margar tegundir myglu geta framleitt lífræn eiturefni. Hræðsluáróður er ekki vænlegur til árangursÁrið 2008 var ekki hægt að nálgast efni um gæði innilofts á vef Umhverfisstofnunar (UST) eða stofnana sem heyra undir hana. Undirrituð sendi UST formlega fyrirspurn um afstöðu UST til þessara mála. Skilmerkilegt svar barst, sem er í samræmi við leiðarvísa í nágrannalöndum okkar. Það er mikilvægt að á næstu árum verði settar fram reglur og leiðarvísar hérlendis til þess að fyrirbyggja þennan áhættuþátt og ná fram sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Það hefur verið stigið stórt skref í rétta átt hjá UST, en það þarf að fara mun lengra. Skyndilausnir eru ekki tilÞað er ekki til skyndilausn við rakavandamáli í byggingum. Það eru engin ,,töfra“efni sem virka eingöngu gegn þessu vandamáli. Í ráðgjöf frá WHO segir: Koma skal í veg fyrir þær aðstæður sem geta aukið vöxt rakasækinna lífvera til þess að koma í veg fyrir heilsuspillandi aðstæður vegna raka innandyra. Höfundur er B.Sc líffræði og meistaranemi í lýðheilsuvísindum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun